Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 90

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 90
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG STJÓRNUN „Ég held að það eigi að sameina það sem hægt er, sérstaklega í sérhæfðri starfsemi, því það er dýrt að kaupa sérhæfðan tækjabúnað og þjálfun á sérhæfðu starfsfólki er líka dýr. Pað þarf að spara og ekki aðeins þar heldur einnig í yfirstjórn. Samt verður það kannski alltaf svo, á meðan starfsemin er að mestu í tveimur byggingum, að við komust ekki hjá því að hafa sumar stærri einingarnar að einhverju leyti tvöfaldar en ekki endilega í núverandi formi. Agætt dæmi er barnasviðið, þar sem stór barnadeild er við Hringbraut og verið er að byggja þokkalega stóran barnaspítala þar. Það er ekki þörf á sjálfstæðri barnadeild í Fossvogi, en þar mætti hafa barna- móttöku. Þó er ég ekki viss um að ekki væri hægt að komast hjá því. Við höfum komist mjög vel af í gegnum árin án nokkurra stærri vandkvæða með eitt kvennasvið. í flestum tilfellum hefur verið auðvelt að flytja fólk á milli staða og í þau fáu skipti sem það er ekki hægt gætum við læknarnir á kvennasviðinu á Hringbrautarspítalanum vel skroppið á Fossvogs- spítalann og það hefur gerst.“ Að stunda hvítan pappír, diktafóna og fundahöld „í nútíma læknisfræði er sérhæfingin stöðugt að aukast. Ekki eru allir jafn góðir og þjálfaðir í að fást við alla mögulega hluti. Á mínu sviði eru sumir betri en aðrir í stærri skurðaðgerðum, aðrir í fæðingafræði og enn aðrir í ófrjósemivandamálum, svo dæmi séu tekin. Stórar einingar gefa kost á að nýta þessa sérhæfingu betur en ella. Þannig að það er ýmislegt hagstætt við stærri einingar. Hins vegar verður að gæta þess að þær verði ekki of stífar og erfiðar í rekstri. Stjórnendur mega ekki stöðugt vera að skipta sér af minni einingum, þeir eiga að láta þær þróast sjálfar og veita fólki umboð til að gera sitt besta. Á undanförnum árum hefur gæðaeftirlit verið aukið, bæði formlegt eftirlit sem byggist á könnunum og óformlegt eftirlit sem stjórnendur þurfa að hafa með starfseminni. Einingarnar mega þó ekki vera stærri en svo að stjórnandinn geti alltaf verið sýnilegur. Mér finnst nauðsynlegt að taka vaktir á minni deild til að hitta starfsfólkið. Á meðan ég gegni deildarforseta- embættinu í læknadeildinni get ég auðvitað ekki verið eins mikið og áður á kvennadeildinni yfir daginn, sem er minn klíníski bakgrunnur, svo þessar vaktir eru ómetanlegar. Það er mjög erfitt að vera lærður læknir og vanur því að stunda fólk og vera allt í einu farinn að stunda hvítan pappír, diktafóna og fundahöld. Svo er líka nauðsynlegt að koma inn á deildirnar, allar einingamar, til að ekki sé hægt að segja: Ja, ég hef ekki séð hann í óratímá.“ Of miklar væntingar stjórnvalda Eitt af því sem rœtt hefur verið um varðandi sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík er fœkkun í yfirstjórn hins nýja sjúkrahúss. Ertu sammála þeim breytingum? „Það er augljóst að með sameiningu eininga og deilda hljóta að verða breytingar, en menn verða þá að framkvæma þær með þeim hætti að góðum starfsmönnum sé ekki misboðið. Það þarf að taka nægan tíma til að ræða breytingarnar, finna lausnir þar sem ágreiningur verður, og það eru margvíslegar lausnir til á flestum málum. Stjórnvöld gera sér ef til vill of miklar væntingar um hverju hagræðingin eigi að skila. Það getur gleymst að hagræðingin ein og sér kostar eitthvert fé. Nú á að reyna að taka þann kostnað af þjónustuhlutverki spítalans. Það getur ekki verið rétt. Svo þarf að hugsa um að hagræðingin kostar tíma, af því það er verið að hagræða mannfólki. Mest af starfsemi spítalans snýst um fólk, launagreiðslur starfsfólks eru 80% af kostnaðinum. 362 Læknablaðið 2001/87 1 Ljósmynd: Ljósmyndadeild Landspítala Hringbraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.