Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR Verður settur kvóti á fjölda sérfræðínga? Hulda Hjartardóttir Höfundur er sérfríeðingur í kvenlækningum og ritari LÍ. Sjónarmið þau er fram koma í pistlunum Af sjónurhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki að taka sem samþykktir stjórnar LÍ. NÚ Á DÖGUNUM ÁKVAÐ ÉG AÐ HEFJA EINKAREKSTUR á stofu ásamt starfssystur minni sem hefur ásamt fleirum rekið stofu til margra ára. Höfðu á tímabili verið fjórir kvensjúkdómalæknar á þessari stofu en hafði fækkað um tvo fyrir þremur árum og nú nýlega ákvað önnur af starfandi læknum á stofunni að hætta þar rekstri. Ákvað ég þá að ganga inn í rekstur stofunnar þar sem eftirspurn eftir viðtölum við kvensjúkdómalækna er geysilega mikil og framboðið engan veginn nægilegt. Hafði ég samband við TR um miðjan febrúar til að fá upplýsingar um hvað þyrfti að fylgja umsókn um aðild að samningi en fékk strax svar um að beiðni mín yrði sennilega ekki tekin til greina þar sem ég hefði þurft að sækja um aðild að samningnum fyrir 30. nóvember síðastliðinn. Var vísað í tilkynningu frá tryggingayfirlækni í októberhefti Læknablaðsins þar sem segir að þeir sem sæki um aðild á fullnægjandi hátt frá 1.10. til 30.11.2000 geti hafið störf 1.1.2001 en þeir sem sæki um eftir þessa dagsetningu til loka nóvember 2001 muni ekki geta hafið störf fyrr en 1.1.2002. Skrifaði ég strax bréf til TR þar sem ég sótti um aðild og rökstuddi beiðni mína með því að ég væri í raun og veru aðeins að ganga inn í rekstur læknis sem væri að hætta störfum og læknirinn sem ég tók við af skrifaði sömuleiðis bréf og báðar lýstum við þörfinni fyrir kvensjúkdómalækna í Reykjavík. Nú hefur mér borist bréf þar sem beiðni minni er synjað og mun ég ekki fá aðild að samningi við TR fyrr en um næstu áramót. Konur þær sem leita til mín þurfa því að greiða fullt gjald fyrir viðtal og skoðun og TR kemst hjá því að taka þátt í kostnaðinum. Rökstuðningur TR er að þar á bæ þurfi þeir að vita fyrirfram hversu margir sérfræðingar muni starfa samkvæmt samningi við stofnunina svo hægt sé að leggja fram raunhæfa fjárhagsáætlun fyrir árið. Þykir mér afar ólíklegt að fjárhagsáætlun TR sé svo nákvæm að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að nýir sérfræðingar hefji störf eins og hefur verið áður og skyldi maður ætla að hægt væri að gera ráð fyrir slíku með því að skoða þróun undanfarinna ára. Þykir mér sennilegra að þetta sé byrjun á ferli þar sem settur verður kvóti á fjölda sérfræðinga og samningum skammtað rétt eins og sett hefur verið þak á aðgerðir og reikninga sjálfstætt starfandi lækna af TR. Eftir nokkur ár gætum við verið komin í svipaða aðstöðu og heimilislæknar eru nú, en þeim er algerlega synjað um samninga við TR. Eg hef grun um að það hafi ekki margir áttað sig á þessari tilkynningu og þýðingu hennar. Fyrir mig breytir þetta kannski ekki miklu nú en þýðir tals- verðan kostnaðarauka fyrir konurnar sem til mín leita, sérstaklega þær sem einhverra hluta vegna eiga rétt á afslætti hjá TR. Þarna er því fyrst og fremst verið að mismuna sjúklingum eftir fjárhag, eftirspurn eftir tímum er það mikil að ég get starfað sjálfstætt án þess að þurfa að hafa áhyggjur af samningum við TR, en ég er ósátt við að þurfa að starfa á þennan hátt, ég vil að konur geti notið starfskrafta minna án tillits til efnahags. Hér á landi er engin einkasjúkratrygging til og er sjúklingum þannig ekki mismunað eftir greiðslugetu hvað varðar biðtíma eftir þjónustu, skurðaðgerðum eða hvað snertir þægindi og einrými þegar kemur til innlagna á sjúkrahús eins og margir kannast við eftir störf erlendis. Flestir eru sennilega sáttir við þetta fyrirkomulag, íslendingar hafa aldrei verið upp- veðraðir af tiginleik eða ríkidæmi annarra og hafa viljað að allir sætu við sama borð þegar kemur að því að sinna því sem er flestum kærast, heilsunni. Mis- munandi rekstrarform þau sem eru til staðar í íslenska heilbrigðiskerfinu byggjast því öll á því sama: að heilbrigðisyfirvöld séu fáanleg til að greiða fyrir þá þjónustu sem boðin er. Á stórum ríkisreknum stofnunum er oft erfitt að koma í kring nýjungum í rekstri og læknisþjónustu. Því hefur vaxtarbroddurinn í lækningum oft verið í minni einingunum, þeim einkareknu, þar sem einn eða fleiri læknar geta komið sér saman um að stefna að nýrri þjónustu án þess að þurfa að halda um það marga fundi, skrifa greinargerðir eða finna húsnæði sem hentar innan sjúkrahúsanna sem öll eru þjökuð af plássleysi. Afar fáir þættir heilbrigðisþjónustunnar eru algerlega ókeypis, þó get ég nefnt mæðravernd og ungbarnavernd. Þessi þjónusta hefur um áratuga skeið verið öllum að kostnaðarlausu sem á henni þurfa að halda. Ekki hefur læknum tekist að fá neitt svigrúm til að starfa við þessa þjónustu á annan hátt en innan ríkisrekinna heilsugæslustöðva eða sjúkrahúsa. Tvær nýjungar eru þó komnar fram sem vert er að benda á. Þessar nýjungar hafa komið frá stétt ljósmæðra. Annars vegar er um að ræða heimaþjónustu við nýorðnar mæður. Þessi þjónusta er veitt ef konur útskrifast af sjúkrahúsi innan 36 klukkustunda frá fæðingu. Ljósmæður hafa gert samning við TR um greiðslu fyrir þessa þjónustu sem sjálfstæðir verktakar. Hins vegar er hið nýlega MFS kerfi þar sem ljósmæður taka sig saman um að veita samfellda þjónustu við þungaðar konur, í fæðingu og í sængurlegu. Þessi þjónusta er mjög vinsæl og stefnir í aukningu á starfseminni. Greiðslur fyrir vinnu 334 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.