Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 97

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 97
S MAS JAI N Fréttir frá félögunum Danmörk: Fulltrúar greindu frá nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu sem gefa yfirvöldum möguleika á enn nánara eftirliti með læknum og möguleika á aðgerðum svo sem að tilkynna opinberlega um lækna sem ekki þykja standa sig. Þeir greindu einnig frá athugun sem Vinnueftirlitið danska hefur verið að gera á vinnuaðstöðu lækna sem í ljós kom að var víða bágborin. í kjölfarið hafa nokkrar heilbrigðisstofnanir fengið tilmæli um úrbætur. Svíþjóð: Verið er að ganga frá samningum og verða þeir meira staðbundnir en áður. Greint var frá starfi vinnuhóps sem skoðar starfsaðstæður lækna á kerfisbundinn hátt og reynir að koma á úrbótum í kjölfarið. Vegna læknaskorts hefur verið unnið að innflutningi lækna frá Evrópubandalagslöndunum og hafa þeir einkum komið frá Spáni og Þýskalandi, en einnig hefur verið nokkuð um innflutning frá Póllandi. Verið er að setja á laggirnar sérstaka endurmenntunarstofnun (Institut för lakarnas professionella utveck- ling), en ekki var nánar greint frá hlutverki hennar. Finnland: Verið er að undirbúa verkfall sem að óbreyttu skellur á eftir fimm daga, þegar þetta er skrifað. Mikill undirbúningur hefur átt sér stað og verkfallið er skipulagt í smáatriðum þar sem sjúkrahús, heilsugæslu- stöðvar og einstakar deildir skiptast á. Fulltrúar greindu frá því að aðgerðirnar hefðu töluverðan stuðning í samfélaginu. Takmarkið er að hækka grunnlaun til samræmis við það sem gerist f Skandinavíu en það þýðir hækkun um 20%. Við- semjendur eru tilbúnir að hækka laun um 5,5% sem er sambærilegt og aðrir hafa verið að fá nema á finnska þinginu þar sem menn hækkuðu laun sín um 20%! Island: Sagt var frá nýjum lögum um sjúklingatryggingar og hvernig þau snerta lækna. Sagt frá lögum um persónuvernd. Lesnar voru upp þakkir stjórnar LÍ til Anders Milton fyrir stuðning hans við sjónarmið LÍ gagnvart stjórnvöldum í gagna- grunnsmálinu. Noregur: Sagt var frá skipulagsmálum sjúkrahúsanna þar sem þau eru nú að færast til ríkisins en jafnframt eru þau gerð að sjálfseignarstofnunum. Margir líta á það sem upphaf að einkavæðingu. Norska lækna- félagið styður þessar fyrirætlanir. Næsti fundur verður haldinn í Reykjavík 27. og 28. ágúst næstkomandi. Jón Snædal Margrét Aðalsteinsdóttir Fosshótel Ódýrar en margur heldur í upplýsingabæklingi orlofsnefndar LÍ, sem út kom fyrir skemmstu, er meðal annars fjallað um samkomulag það sem náðist við Foss- hótel um möguleg kaup félagsmanna LÍ á gistimiðum. Rétt er að benda sérstaklega á að uppgefið verð á gistimiða, kr. 6.100 fyrir nóttina með morgunverði, gildir fyrir tvo í tveggja manna herbergi. Sá skilningur hefur komið upp að gistinóttin kosti 6.100 kr. fyrir einstaklinginn, en boðið er sem sagt enn betra! Sala gistimiða fer fram á aðalskrifstofu Fosshótela að Skipholti 50c, Reykjavík gegn framvísun félagsskírteinis LÍ. Sími á skrif- stofunni er 562 4000, en sameiginlegt bókunarnúmer fyrir öll Fosshótelin er 562 3355. Að öðru leyti vísast til upplýsingabæklings orlofsnefndar. Norræn samtök um læknaskop. Opin öllum íslenskum læknum Sá leiði misskilningur mun hafa risið, að Norræn samtök um læknaskop (Nordisk Selskap for Medisinsk Humor, NSMH) séu lokaður félags- skapur nokkurra sérvitra hláturbelgja og Noregsvina, sem haldi að þeir séu fyndnir! Hið rétta er, að samtökin eru opin öllum íslenskum læknum án tillits til kynferðis, aldurs, tungu- máls, litarháttar, vaxtarlags, fjölda höfuðhára eða skóstærðar. Kímni- gáfa hefur ekkert með inntöku- skilyrði að gera, en hún telst þó ekki til persónugalla. Þeir kollegar sem hafa áhuga á að verða félagar í NSMH og þá um leið félagar í Fróndeild samtakanna geta haft samband við undirritaðan. Þeir hinir sömu ættu ekki að búast við því að aðild að samtökunum hafi í för með sér almenn leiðindi. Árgjald fyrir árið 2001 er 200 krónur (íslenskar, sic!). Með broskveðju, Bjarni Jónasson, varaforseti NSMH og forstöðumaður Fróndeildar. Sími: 520 1800; netfang: bjarni.jonasson@hg.is Læknablaðid 2001/87 369
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.