Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA 3. Skiptir máli hvort viðkomandi hefur handarslitgigt? 4. Skiptir máli hvort um frumslitgigt eða áunna slitgigt er að ræða? SK 08 Erfðir slitgigtar í mjöðmum á íslandi Þorvaldur Ingvarsson1*, Stefán Einar Stefánsson2, Ingileif B. Hallgrímsdóttir2, Halldór Jónsson jr.3, Jeff Gulcher2, Helgi Jónsson3, Jón Ingvar Ragnarsson3, L. Stefan Lohmander4, Kári Stefánsson2 'Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, 2íslensk erfðagreining, ’Landspítali háskólasjúkrahús, 'Háskólasjúkrahúsiö í Lundi Tilgangur: Að kanna í Islendingum erfðir slitgigtar í mjöðmum sem leiða til gerviliðaaðgerða. Aðferðir: Erfðir slitgigtar voru kannaðar með því að keyra saman tvo gagnabanka. A. Gerviliðaskrá sem inniheldur alla einstaklinga sem hafa gengist undir gerviliðaaðgerðir vegna slitggitar í mjöðm á árunum 1972-1996. B. Ættfræðiupplýsingar úr íslendingabók sem inniheldur upplýsingar um stóran hluta íslendinga fædda á síðustu 10 öldum. Erfðaþátturinn var kannaður á fernan hátt: A. Með því að finna fjölskyldur með slitgigt í mjöðm. B. Með því að nota svonefnt MFT próf, þar sem minnsti fjöldi af forfeðrum er fundinn sem tengir saman alla sjúklinga (2713) sem hafa fengið gervilið í mjöðm vegna slitgigtar, borið saman við meðaltal forfeðra í samanburðarhópum. C. Með því að reikna skyldleikastuðul (kinship coefficient, KC) fyrir sjúklinga með slitgigt og samanburðarhópa. D. Með því að reikna áhættu þess að ættingjar sjúklinga með gerviliði vegna slitgigtar í mjöðm fái gervilið vegna slitgigtar. í öllum tilfellum voru niðurstöður bornar saman við 1000 samanburðarhópa úr Islendingabók sem eru jafnstórir og upprunalegi hópurinn. Niðurstöður: Fjöldi fjölskyldna fannst, MFT prófið sýndi að sjúklingar með gerviliði í mjöðmum vegna slitgigtar áttu færri sameiginlega forfeður en samanburðarhópar (p<0,001). Meðaltals- gildi skyldleikastuðuls var hærra hjá sjúklingum með gerviliði í mjöðmum vegna slitgigtar en í samanburðarhópum (p<0,001). Áhætta hjá börnum slitgigtarsj úklinga er3,05 (2,52-3,10) (p<0,001). Umræða, ályktanir: Pessi rannsókn sýnir að sjúklingar með gervilið í mjöðm vegna slitgigtar eru innbyrðis marktækt skyldari hver öðrum en samanburðarhópar. Þessi skyldleiki náði út fyrir hefðbundnar kjarnafjölskyldur. Pessar niðurstöður benda til að auk umhverfisþátta séu erfðaþættir mikilvægir sem orsök slitgigtar og hvetja til áframhaldandi leitar af genum sem geta orsakað sjúkdóminn. SK 09 Árangur gerviliðaaðgerða í mjöðmum á bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 1982-2000 Jónas Franklín jr., Júlíus Gestsson, Ari H. Ólafsson, Þorvaldur Ingvarsson Bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Tilgangur: Að kanna árangur gerviliðaaðgerða á mjöðm á bæklunardeild FSA 1982-2000 og bera saman við niðurstöður erlendis sem hérlendis. Efniviður og aðferðir: Aflað var upplýsinga úr sjúklingabókhaldi, sjúkraskrám og frá gerviliðaskráningu FSA. Skráð voru aldur, kyn, ábending og orsök fyrir aðgerð og enduraðgerð. Til að kanna hvort sjúkingar hefðu leitað annað til enduraðgerða var leitað upplýsinga á sjúkrahúsunum í Reykjavík og á Akranesi. Niðurstöður: Á árunum 1982-2000 voru gerðar 736 Exeter gerviliðaaðgerðir á 585 sjúklingum á bæklunardeild FSA. Sex hundruð fjörutíu og sjö aðgerðir voru framkvæmdar sem fyrsta aðgerð en 89 enduraðgerðir voru framkvæmdar á tímabilinu. Þar af voru 32 aðgerðir vegna Exeters gerviliða sem settir voru í á FSA en 57 voru vegna annarra gerviliða, mest McKee Arden sem voru settir inn á Landspítalanum. Meðalaldur sjúklinga var 68 ár og var hlutfall kynja mjög svipað. Ábendingar fyrir fyrstu aðgerð voru: vegna slitgigtar 568, liðbólgu 17, brota 41, annars 24. Enduraðgerðir voru flestar gerðar vegna loss á gerviliði eða 22, vegna liðhlaupa voru sjö aðgerðir og fjórar vegna sýkinga. Enduraðgerðir vegna Exeter gerviliða voru á þessum tíma 4,4%. Umræða, ályktanir: Árangur Exeter gerviliðaaðgerða á Akureyri stenst fyllilega alþjóðlegan samanburð og gott betur. Aðgerðartími og innlagnarlengd hefur styst. Ekki er að sjá að meðalaldur sjúklinga hafi breyst á tímabilinu. Það vekur athygli að einungis tveir sjúklingar hafa farið í enduraðgerð vegna sýkingar. Tíðni vegna sýkinga er því 0,35% sem stenst allan alþjóðlegan samanburð. Exeter gerviliðurinn stenst fyllilega tímans tönn og árangur af notkun hans er mjög góður. SK 10 Lærleggshálsbrot er komu til meðferðar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1981-1994 Cecilia Rönnfjörd, Nanna Úlfarsdóttir, Hjörtur Jónsson, Júlíus Gestsson, Þorvaldur Ingvarsson Frá bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur aðgerða vegna brota á lærleggshálsi á bæklunardeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr sjúklinga- bókhaldi FSA frá árunum 1981-1994. Leitað var eftir greiningum ICD-9 820.0 og 820.1 (lærleggshálsbrot), 820.2 (brot á stærri lærhnútu (pertrochanteric fracture), lærhnútubrot (subtrochanteric fracture)). Sjúkraskrár allra sjúklinga voru teknar fram og upplýsinga aflað um eftirfarandi: hvaðan sjúklingur kom, meðferð, afdrif (lifun), enduraðgerðir og orsakir þeirra. Niðurstöður: Þrjú hundruð níutíu og sjö brot í 371 einstaklingi komu til meðferðar á þessu tímabili (303 konum og 94 körlum). Tuttugu og sex brotnuðu báðum megin. Lærleggshálsbrot voru 252 (63%), brot á stærri lærhnútu voru 134 (34%) og lærhnútubrot voru 12 (3%). Brot vinstra megin voru 197 og hægra megin 200. Meðalaldur var 80 ár (28-101), 84% voru 70 ára og eldri. Að heiman komu 195, 75 af dvalarheimilum, 65 af hjúkrunarheimilum, 13 af öldrunardeildum, 23 af öðrum sjúkrahúsum, 22 af öðrum deildum FSA og tveir úr þjónustuíbúðum. Allir nema sex gengust undir skurðaðgerð (LIH=159, DHS=130, gerviliður=4, hálfgerviliður=51, Rydell=24, Ender=22). Afdrif: Tæp 20% sjúklinga létust á fyrsta árinu eftir aðgerð. Tuttugu og fimm prósent sjúklinga hafa gengist undir enduraðgerð vegna brotsins. Flestir vegna eymsla frá nöglum og þeir því teknir. Umræða, ályktanir: Ekki verður séð af þessari rannsókn að nýgengi lærleggshálsbrota hafi aukist á upptökusvæði FSA á tímabilinu. Þó Læknablaðið 2001/87 311
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.