Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐHORFSKÖNNUN GALLUPS svörin við henni, hvorki frá læknum eða almenn- ingi enda svaraði ég spurningum um hana strax og ég fékk þær morguninn eftir. Ef við værum svo óheiðarlegir að birta aðeins það sem passaði okkur, þá hefðu við birt niðurstöðurnar meðal almennings, sem studdi ekki ákvörðun stjórnar Læknafélagsins, en sleppt því að birta niðurstöðu læknanna. Pað kom í ljós að meirihluti lækna, að vísu naumur eða 56%, studdi ákvörðun stjórnar félagsins. Mjög stór minnihluti, 40% var á móti þessari ákvörðun.“ Voru svör lœknanna vonbrigði fyrir ykkur? „Nei, ég get ekki sagt það. Hins vegar get ég alveg játað að þetta kom mér svolítið á óvart þegar ég skoðaði niðurstöðurnar úr báðum spurning- unum samhliða. Mér fannst vera ákveðin mótsögn á milli svaranna. Það er hins vegar skiljanlegt að læknar hiki við að taka opinskáa afstöðu gegn stjórn síns félags, þótt þeir væru efnislega ósam- mála henni. Það hlýtur aftur á móti að vera umhugsunarefni fyrir stjórn félagsins að hafa tekið ákvörðun í þýðingarmiklu máli, sem fjórir af hverjum tíu læknum eru andsnúnir." Myndirþú taka aðra ákvörðun varðandi kynningu á könnuninni nú, í Ijósi umrœðunnar sem fylgdi í kjölfarið? „Ég gæti best trúað því. Ég áttaði mig ekki á að það kæmu upp raddir um að við værum að reyna að fela eitthvað. Við skildum líka aðra spurningu eftir, sem okkur þótti ekki hafa neitt fréttagildi, en hún varðaði það hvort fólk hefði fylgst lítið eða mikið með deilum okkar og stjórnar Lækna- félagsins. Blaðamannafundurinn og kynningin átti að þessu sinni ekki að snúast um deilurnar við stjórn Læknafélagsins. Fjölmiðlar vildu hins vegar eðli- lega, og ég skil þá út frá fréttagildi, viðhalda þessum fleti, vegna þess að það er einfaldlega meira spennandi fréttaefni. Þannig að umræðan fór öll í þann farveg öfugt við það sem við stefndum að. I því voru kannski mistök okkar fólgin, að sjá þetta ekki fyrir. Ég held að þessi umræða hafi ekki skaðað Islenska erfðagreiningu, þvert á móti. Satt að segja held ég að almenningur í landinu sé búinn að fá sig fullsaddan af þessu rifrildi milli íslenskrar erfðar- greiningar og stjórnar Læknafélagsins. Varðandi læknana, þá verður þetta moldviðri, sem verið hefur, að öllum líkindum leyst af sjálfu sér áður en farið verður að flytja gögn í þennan gagnagrunn. Þá verður væntanlega komin niðurstaða hjá hinu alþjóðlega vísindasamfélagi.“ aób Seroquel AstraZeneca, 960203 TÖFLUR; N 05 A H 04 R * (Sértyfjaskrártexti) Hver tafla inniheldur: Quetiapinum INN, fúmarat, samsvarandi Quetiapinum INN 25 mg, 100 mg eða 200 mg. Tðflumar innihalda mjólkursykur (laktósu). Ábendingar: Sercxjuel er notað til meðhöndlunar á geðklofa. Skammtar og lyfjagjöf: Seroquel á að gefa tvisvar á dag, með eða án matar. Fullorðnir: Heildardagskammtur fyrstu fjóra daga meðferðarinnar er 50 mg (dagur 1), 100 mg (dagur 2), 200 mg (dagur 3) og 300 mg (dagur 4). Eftir þessa fjóra daga er mælt með 300 mg dagskammti. Dagskammtinn má aðlaga að klínískum viðbrögðum og þoli viðkomandi sjúklings, á bilinu 150-750 mg/dag. Aldraðir: Eins og með önnur geðlyf, skal lyfið notað með varúð hjá öldruðum, sérstaklega í upphafi meðferðar. Skammtaaukning getur þurft að vera hægari og dagsskammtur lægri en hjá yngri sjúklingum, og fer það allt eftir klínískum viðbrögðum og þoli viðkomandi sjúklings. Klerans quetiaplns var að meðaltali um 30-50% minni hjá öldruðum samanborið við yngri sjúklinga. Böm og unglingar: Mat á öryggi og verkun lyfsins hjá börnum og unglingum er ekki fyrirliggjandi. Sjúklingar með nýrnabilun: Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammtinn. Sjúklingar með lifrarbilun: Quetiapin umbrotnar að miklu leyti I lifur, og skal því notað með varúð hjá sjúklingum með lifrarbilun, sérstaklega I upphafi meðferðar. Upphafsskammtur lyfsins skal vera 25 mg/dag hjá sjúklingum með lifrarbilun. Skammtinn skal auka daglega um 25-50 mg þar til viðunandi skammti er náð, og fer það allt eftir klínískum viðbrögðum og þoli viðkomandi sjúklings. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Varnaðarorö og varúðarreglur: Samtímis sjúkdómar: Lyfið skal nota með varúð fyrir sjúklinga með þekkta hjarta- og æðasjúkdóma, sjúkdóma í heilaæðum og fyrir sjúklinga sem hættir til að fá of lágan blóðþrýsting. Seroquel getur orsakað stöðubundið blóðþrýstingsfalI, sérstaklega í upphafi þegar verið er að auka skammta smám saman. Flog: f klínlskum samanburðarrannsóknum var enginn munur í tíðni floga hjá sjúklingum sem fengu lyfið eða lyfleysu. Eins og með önnur geðlyf, skal gæta varúðar við meðhöndlun sjúklinga sem fengið hafa flog. Síðkomin hreyfitruflun (tardive dyskinesia): I klínískum samanburðarrannsóknum var enginn munur í tíðni extrapýramídal einkenna hjá sjúklingum sem fengu ráðlagða meðferðarskammta af lyfinu eða lyfleysu. Þetta bendir til að lyfið valdi síður síðkominni hreyfitruflun en venjuleg sefandi lyf. Hafa skal í huga að minnka skammta lyfsins eða hætta notkun þess ef vísbending og einkenni um síðkomna hreyfitruflun koma fram. Illkynja sefunarheilkenni: lllkynja sefunarheilkenni hefur verið tengt við sefandi lyfjameðferð. Klínísk einkenni eru t.d. ofurhiti, breytt andlegt ástand, vöðvastífni, óstöðugleiki í ósjálfráða taugakerfinu og hækkun á kreatínín fosfókínasa. í slíkum tilvikum skal hætta notkun á lyfinu og gefa viðeigandi lyfjameðferð Milliverkanir: Aðalverkun lyfsins er á miðtaugakerfið, og því skal gæta varúðar við samtímis notkun annarra lyfja sem verka á miðtaugakerfið og alkóhóls. Lyfjahvörf lithíums breytast ekki ef það er notað samtímis lyfinu. Samtímis notkun á sefandi lyfjunum risperidon eða halóperidól hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf quetiapins. Samtímis notkun á thíoridazín eykur klerans quetiapins. Lyfið örvar ekki lifrarensímin sem taka þátt í umbrotum fenazóns. Samtímis notkun á fenýtóíni (órvar microsomal ensím) veldur aukningu í klerans quetiapins. Sjúklingar sem taka samtímis lyfinu og fenýtóín, eða önnur lyf sem örva lifrarensím s.s. karbamazepín, barbítúröt og rífampicfn, geta þurft að auka skammtinn af lyfinu til að hafa stjórn á einkennum sjúkdómsins. Ef sjúklingur hættir að taka fenýtóín og tekur í staðinn lyf sem örva ekki lifrarensfm, s.s. natríum valpróat, getur þurft að minnka skammtinn af lyfinu. Ensímið CYP3A4 er helst ábyrgt fyrir sýtókróm P450 tengdum umbrotum quetiapins. Samtfmis notkun á címetidíni, sem letur P450 ensímið, hefur ekki áhrif á lyfjahvörf quetiapins. Samtímis notkun á geðdeyfðarlyfjunum imipramín (letur CYP2D6) eða flúoxetín (letur CYP3A4 og CYP2D6) hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf quetiapins. Samt sem áður er mælt með að gæta varúðar þegar lyfið er notað samtímis lyfjum sem letja CYP3A4 (t.d. ketókónazól eða erýthrómýcín). Meðganga og brjóstagjöf: Ekki hefur verið færð sönnun á öryggi og verkun lyfsins á meðgöngu. Pví skal aðeins nota lyfið á meðgöngu ef kostir þess réttlæta hugsanlega áhættu af notkun þess. Ekki er vitað að hve miklu leyti lyfið útskilst í móðurmjólk. Því skal ráðleggja konum sem nota lyfið að forðast að hafa börn á brjósti. Akstur og stjórnun annarra véla: Sjúklingum skal ráðlagt að aka ekki bifreið eða stjórna öðrum tækjum fyrr en þeir vita hvaða áhrif lyfið hefur. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin er svefnhöfgi, sem kemur helst fram í upphafi meðferðar, en hættir yfirleitt við áframhaldandi meðferð. Lyfið veldur ekki hækkun á prólaktíni líkt og mörg önnur geðlyf. Algengar (>1%): Taugakerfi: Svefnhöfgi. Almennt: Þróttleysi, svimi. Hjarta- og æðakerfi: Réttstöðuþrýstingsfall, of lágur blóðþrýstingur, hraðtaktur. Meltingarfæri: Hægðatregða, munnþurrkur, meltingartruflun. Blóð: Fækkun hvítra blóðkoma, hlutleysiskymingafæð. Efnaskipti: SGPT (ALT) hækkun, SGOT (AST) hækkun, þyngdaraukning. öndunarfæri: Nefslímubólga. Sjaldgæfar (0,1-1%): Almennt: lllkynja sefunarheilkenni. Hjarta- og æðar: Yfirlið. Efnaskipti: Kólesterólhækkun, blóðfituhækkun, hækkun á gamma-GT. Blóð: Fjðlgun eósínfíkla. Taugakerfi: Rykkjakrampi, grandmal rykkjakrampi. Meðferð með lyfinu hefur tengst ödítilli skammtaháðri lækkun á skjaldkirtilshormónum, sérstaklega í heildar T4 og fríu T4. Lækkunin náði hámarki á fyrstu 2-4 vikum meðferðarinnar, en við áframhaldandi notkun varð ekki frekari lækkun. Ofskömmtun og eiturverkanir: Takmðrkuð reynsla er af ofskömmtun á lyfinu í klínískum rannsóknum. Útlit: Töflur 25 mg: Kringlóttar, 0 6 mm, ferskjulitaðar, kúptar og filmuhúðaðar. Töflur 100 mg: Kringlóttar, 0 8,5 mm, gular að lit, kúptar og filmuhúðaðar. Tðflur 200 mg: Kringlóttar, 0 11 mm, hvítar að lit, kúptar og filmuhúðaðar. Pakkningar: Töflur 25 mg: 100 stk (þynnupakkað);10952-kr. Töflur 100 mg: 30 stk. (þynnupakkað);7.105-kr. 100 töflur (þynnupakkað);20.652-kr. Töflur 200 mg: 30 stk. (þynnupakkað);10.350-kr. 100 töflur <þynnupakkað);30.263-kr. Umboð á íslandi: Pharmaco hf. AstraZeneca, Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, Sími:535 7152 Fax: 565 7366 Læknablaðið 2001/87 347
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.