Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR / SJÚKRATILFELLI/HEILABLÓÐFALL Mynd 2. Fjölsýn. Sjónvarpsskermur fjötfaldast í sjónsviðinu. Mynd teiknuð afeinum höfunda greinurinnar, Sigurlaugu Sveinbjörnsdóttur, byggð á lýsingu fyrrverandi sjúklings. Endurofsjónir eru mistíðar allt frá því að koma oft á dag til þess að koma með vikna eða mánaða millibili. Þessar sýnir hverfa yfirleitt án þess að nokkuð sé að gert. Tímamunur á milli þessara sýna hefur leitt til þess að margir telja að um tvö aðskilin fyrirbæri sé að ræða þótt aðrir telji sömu ástæður liggja að baki endurofsjónum sem koma strax í kjöl- far heilablóðfalls eða síðar. Sjúklingar gera sér alltaf grein fyrir því að um óraunverulegar sýnir sé að ræða. Séu heilaskemmdir fyrir hendi eru þær yfirleitt í sjónheilaberki í hnakkablaði (lobus occipitalis), en geta einnig náð gagnaugablaði (occipitotemporal svæði). Flestir hafa sjónsviðsskerðingu. Sú tilgáta hefur komið fram að sjúklingar sem fá endurofsjónir hafi oftar skemmd í hægra heilahveli en vinstra (6). Sé endurofsjón hluti af flogakasti getur heilalínurit sýnt flogavirkni, en er annars eðlilegt eða sýnir auknar hægbylgjur yfir skemmdu heilasvæði (8,9). Palinacusis þýðir á sama hátt endurofheyrn. Heyra menn þá samtöl eða hluta úr þeim endurtekið eftir að heyrnaráreiti er horfið. Þetta fyrirbæri getur einnig komið í kjölfar heilablóðfalls eða fylgt floga- veiki (12). I þessari grein lýsum við ofsjónum og ofheyrnum sem þrír einstaklingar fengu í kjölfar heilablóðfalls. Sjúkratilfelli I Sjötíu og sex ára gamall einstaklingur kom á bráða- móttöku Landspítalans vegna skyndilegrar blindu á hægra auga sem hafði komið kvöldið áður og varað í þrjár klukkustundir. Þessu fylgdu þyngsli yfir höfði, meiri hægra megin. Við komu á bráðamóttöku kvartaði sjúklingur um viðvarandi stjörnusýn eða litaglampa sem virtust vera í öllu sjónsviðinu. Hann átti mjög erfitt með að lýsa þessu frekar, en fannst ofsjónimar vera óþægilegar. Sjúklingur hafði sögu um kransæðasjúkdóm, háþrýsting og hafði þekktan æðagúl á meginslagæð í kvið. Hann hafði hætt að reykja þremur árum áður og átti að baki 50 pakkaár. Mynd 3. Heiladrep á hnakkasvœði vinstra ntegin. Skoðun á auganu leiddi í ljós ský á augasteini, en augnbotnar voru eðlilegir. Sjón virtist eðlileg svo og sjónsvið fyrir fingri. Sársauka- og snertiskyn voru lítillega skert í hægri útlimum og hugsanlega einhver máttminnkun þeim megin. Iljaviðbrögð voru óeðli- leg. Blóðrannsóknir og hjartalínurit voru eðlileg. Tölvusneiðmynd af höfði sýndi merki um heiladrep í hnakkablaði vinstra megin. Rannsóknin var endur- tekin sex dögum síðar og sýndi þá að heiladrepið náði yfir stærra svæði en áður (mynd 3). Omskoðun af hjarta sýndi vægt þykknaða ósæðarloku. Omun af hálsæðum sýndi 69-79% þrengsli í báðum hálsslag- æðum, heldur meiri vinstra megin. Ljóst var því að sjúklingur hafði talsverðan æðasjúkdóm, þótt háls- æðaþrengslin væru ekki orsök heilablóðfalls í hnakkablaði. Heilalínurit var ekki gert. Litaglamparnir hurfu eftir sólarhring og við eftirgrennslan þremur mánuðum eftir útskrift var sjúklingur einkennalaus. Sjúkratilfelli II Sextíu og eins árs gamall einstaklingur leitaði í nóvember 1997 á bráðamóttöku Landspítalans vegna roða og ertingar í auga. Greindist hann með adenóveiru slímhimnubólgu. Stuttu fyrir innlögn hafði hann farið að finna fyrir ofsjónum, sem hann gerði sér grein fyrir að væru óraunverulegar. Um var að ræða sýnir sem skutust upp í hægri helming sjónsviðs á formi uxa með trékerru sem færðist upp á vegginn. Jafnhliða fannst honum hann lifa á tvennum tímum, annars vegar í nútímanum vinstra megin, en hins vegar á gömlum tímum hægra megin og leið honum líkt og hann væri klofinn í tvennt. Ofsjónimar komu oft á dag, stóðu yfirleitt stutt og hurfu alveg á 300 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.