Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / ÁFALLASTREITA hrundið af stað einstaklingsbundnum geðsveiflum og jafnvel skerðingu á félagslegri færni og óvirkni í vinnu. Þessi viðbrögð flokkast þó yfirleitt undir aðlögunarröskun (adjustment disorder) í stað áfalla- streitu. í töflu I er gerð grein fyrir greiningarskilmerkjum á heilkennum áfallastreitu. Flest þessara skilmerkja hafa verið rakin til Abrahams Kardiners (11). Flokkun streituviðbragða Streituviðbrögð má flokka enn nánar þannig að þau nái yfir: 1. bráð áfallaviðbrögð (acute stress response), 2. bráða áfallastreitu (acute stress disorder(ASD)), 3. síðkomna áfallastreitu (posttraumatic stress dis- order (PTSD)) og 4. fjölþætta áfallastreitu, þar með taldar langvinnar persónuleikabreytingar eftir hrikalega lífsreynslu. Bráð áfallaviðbrögð (19) eiga við skammvinna geðröskun fyrstu tvo dagana eftir ógnvænlega lífsreynslu. Petta tímabil er oft hlaðið einkennum kvíða og óraunveruleikakenndar. Ymsar tilfinningar bera fólk ofurliði eins og reiði, örvænting, tilfinn- ingadofi, sinnuleysi, yfirþyrmandi sorgarviðbrögð og stjórnleysi. Bráð áfallastreita (20) er að minnsta kosti tveggja sólarhringa tímabil vanlíðunar sem truflar félagslega virkni og starfshæfni einstaklingsins. Miklar sveiflur geta verið í einkennum sem eru helst þessi: óvel- komnar hugsanir eða endurupplifanir, afneitun og doði, kvíði, ofurárvekni og hugrænn flótti frá raun- veruleikanum. Nokkur áherslumunur er á einkenni í Greiningar og tölfrœðihandbók Ameríska geðlœknafélagsins, fjórðu útgáfa (DSM-IV) og Alþjóðlegu tölfrœðiflokk- un sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, tíundu útgáfu (ICD-10) og erfitt getur verið að meta forspár- gildi einkenna. Hugsanlegt er að líta á bráð einkenni sem jákvæða varnarhætti fyrstu dagana eftir áfall, sem geti síðar orðið neikvæð læsing. Nánari athugun einkenna þegar svo er komið gefur þá nánari vísbendingar um horfur. Síðkomin áfallastreita (19,20) á við einkenni, sem haldast lengur en mánuð ellegar koma fram mánuði eða síðar eftir áfall. Fjari einkenni ekki út á þremur mánuðum er hætta á varanlegum veikindum meiri og búast má við auknum fylgikvillum. Bráð áfallastreita er ekki ávallt undanfari síðkominnar áfallastreitu. Einstaklingar sem ráða við aðstæður að því er virðist býsna vel á meðan áfallið dynur yfir geta fest í minni skynjun ógnar og hryllings og þannig fengið síð- komna áfallastreitu síðar (21). Erfiðlega hefur gengið að meta batahorfur út frá hinum ýmsu einkennum. Fjölþœtt áfallastreita (19): Skilmerki síðkominnar áfallastreitu, samanber að ofan, lýsa ekki á full- nægjandi hátt ýmsum afleiðingum reynslu. Því er notað hugtakið fjölþætt áfallastreita (complex PTSD eða disorders of extreme stress, DES) um afleiðingar langtíma harðræðis, sem fylgir gíslatöku, misþyrm- ingum, lífi stríðsfanga og fólks í útrýmingarbúðum, ennfremur reynslu bama og fullorðinna, sem búa við heimilisofbeldi, barsmíðar eða kynferðislegt ofbeldi. Hér virðist smánin, óraunveruleikakenndin og afneitun sektarkenndar leiða til aukinnar hættu á að endurtaka og halda í sársaukafulla reynslu, líkt og einstaklingamir hafi ánetjast kvölinni tilfinningalega (22). Petta birtist í lélegri stjórn á geðslagi, sjálf- skaðandi hegðun og endurtekningum á sársaukafullri reynslu. Hugsanlega er fyrir hendi einhver ómeðvituð óraunsæ hvöt til stjómunar en einstaklingnum hættir til að velkjast áfram á milli hlutskiptis fórnarlambs og árásarmanns. Aukin hætta er hér á öðrum geðsjúkdómum, svo sem kvíðaröskunum, þunglyndissjúkdómum, líkam- legri einkennaheild og vímuefnamisnotkun. Pessi einkenni hafa um margt á sér yfirbragð persónuleikaröskunar (19). Það sem helst greinir síðkomna áfallastreitu frá öðrum geðröskunum er að einkennin eru nátengd yfirþyrmandi lífsreynslu. Það sem helst einkennir áfallastreitu eru endurupplifanir og óvelkomnar minningar, kvíðaköst og martraðir. Slíkt bendir til að einstaklingarnir hafi tekið inn á sig allar hugsanir og tilfinningar tengdar ógninni, sem virðist leiða til geðröskunar. Aðrar síðkomnar afleiðingar eru ekki síður mikilvægar svo sem persónuleikabreytingar, pirringur og hnignun á félagslegri fæmi (23). Viðbrögð fólks við áföllum eru óendanlega marg- breytileg. Flestum tekst að standa af sér erfiða og ógnvænlega reynslu og sigrast á vanlíðan og óvirkni, sem gjaman heltekur fólk fyrsta kastið eftir alvarlega ógnandi lífsreynslu. Þetta getur gefið vísbendingar um hvernig bregðast skuli við og hvernig meðferð þeirra sem bugast eftir áföll verður best við komið. Mikilvægi samhjálpar, lífsgilda og þess að hafa stjórn á eigin lífi eru þýðingarmestu þættir í að ráða við og standast ógnvænlega lífsreynslu. Góð geðheilsa og þjálfun við erfiðar aðstæður minnka ennfremur hættu á áfallastreitu (16,24). Við áhættumat skiptir yfirleitt máli að horfa á auðsæranleika einstaklinganna en ekki einvörðungu eðh ógnarinnar. Við afbrigðilegustu aðstæður skiptir styrkur einstaklinganna þó ekki ávallt sköpum. Það sem einkum hefur áhrif á auðsæranleika og líkur á þróun langvinnrar áfallastreitu eru: geðsjúk- dómar í ætt og einstaklingsbundnir veikleikar eins og skert aðlögunarhæfni í bemsku, hegðunartruflanir á unglingsárum, persónuleikaraskanir og önnur van- heilsa á geði. Reynsla barna og kvenna af ofbeldi eykur líkur á áfallastreitu í kjölfar erfiðrar lífsreynslu síðar. Hvort þessir áhættuþættir eru sértækir varðandi áfallastreitu eða hafi forspárgildi gagnvart geðsjúk- Gangur sjúkdómsins, áhættuþættir 288 Læknablaðið 2001/87 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.