Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐHORFSKÖNNUN GALLUPS Deila um keisarans skegg Páll Magnússon er framkvæmdastjóri sam- skipta- og upplýsingasviðs íslenskrar erfðagreining- ar. Fyrsta spurningin sem Læknablaðið lagði fyrir Pál var hvert markmið fyrirtækisins hefði verið með Gallup-könnuninni: „Við gerum margar og margvíslegar kannanir, sem aðallega helgast af því að fyrirtækið á afskaplega mikið undir því að sátt sé um það sem verið er að gera, bæði í þjóðfélaginu í heild og meðal þeirra hópa sem það þarf að hafa samskipti við, heilbrigðisstéttir, sjúklingahópa og fleiri. Við höfum reglulega mælt afstöðu almennings til gagnagrunnsins og erum að fylgjast með því hvort umræðan í samfélaginu hafi áhrif á afstöðu fólks til okkar og gagnagrunnsins og þá hvaða áhrif. Ástæða þess að við spurðum félaga í Læknafélag- inu svipaðrar spurningar nú var sú að í desember tók stjórn Læknafélagsins þá ákvörðun að láta viðræðum við okkur lokið. Okkur þótti afar forvitnilegt að vita hver væru hin almennu sjónar- mið meðal lækna. Við fáum ýmiss konar skilaboð inn til okkar, meðal annars frá læknum sem segjast styðja okkur en einnig öðrum. Því vildum við vita hvort afstaða lækna væri í samræmi við afstöðu stjórnar Læknafélagsins. Formaður Læknafélag- sins hvatti okkur beinlínis til að koma með yfir- lýsingu um þá afstöðu sem við myndum taka að viðræðum loknum. Þessi skoðanakönnun meðal lækna var undirbúningur að því að ljúka málinu með einhverjum hætti.“ Umrœða hefur orðið um hvort Ijóst sé hvað átt var við með því að skilyrða spurninguna um afstöðu lœkna til gagnagrunnsins því, að farið yrði að öllum skilmálum alþjóðasamtaka lœkna og vísindasam- félagsins. Er skýrt hvað við er átt? „Ég tel að við hefðum ekki getað orðað spurninguna með skýrari hætti. Orðalagið réðst af því að þetta var aðalinnihaldið í síðasta umræðu- plagginu sem fór frá okkur til stjórnar Lækna- félagsins. Ég spurði fulltrúa Gallups að því hvort þessi spurning hefði vafist fyrir læknum, til dæmis hvað átt væri við með vísindasamfélaginu, og eftir því sem ég best veit var það mjög lítið eða ekkert. Mér finnst merking þessa hugtaks augljós, vísindasamfélagið í þessu samhengi á við alla þá sem stunda læknisfræðilegar rannsóknir. Þeir til- heyra síðan ýmsum samtökum, til dæmis alþjóða- samtökum lækna. Þeir eru einnig undirseldir lögum og reglugerðum viðkomandi lands um hvernig eigi að standa að rannsóknum og um þetta erum við að tala.“ Þið tilgreinið sérstaklega alþjóðasamtök lœkna og lítið þá vœntanlega svo á að þau séu burðarásinn í stefnumótun þeirra? „Það skiptir auðvitað miklu máli hver niður- staðan verður hjá alþjóðasamtökum lækna í október, þegar þeir ljúka gerð siðareglna um gerð gagnagrunna á heilbrigðissviði. Önnur atriði sem skipta máli eru meðal annars afdrif reglugerðar sem Clintonstjórnin í Bandaríkjunum lauk við rétt áður en hún fór frá. Hún verður væntanlega tilbúin 14. apríl en þá lýkur 60 daga fresti sem nýr heilbrigðisráðherra nýtti sér. Þessi reglugerð mun væntanlega hafa áhrif á niðurstöðu alþjóða- samtakanna í október. Spurningin um hvernig farið skuli með upplýsingar af þessu tagi er til um- ræðu um allan hinn vestræna heim núna. Ég hef fylgst með umræðunni í Kanada, Ástralíu, Bret- landi, Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. Þessi misserin freista menn þess að ná einhvers konar sameiginlegri niðurstöðu um allan heim. Við erum í dálitlu millibilsástandi núna.“ Páll Magnússon er framkvœmdastjóri sam- skipta- og upplýsingasviðs íslenskrar erfðagreiningar. Læknablaðið 2001/87 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.