Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2001, Side 7

Læknablaðið - 15.09.2001, Side 7
FRÁ RITSTJÓRN Aldrei aftur Eldborg! Guðrún Agnarsdóttir Nú hafa 22 stúlkur leitað aðstoðar Neyðarmóttöku vegna nauðgunar eftir síð- ustu verslunarmannahelgi. Fjórtán þeirra höfðu verið á Eldborgarhátíð. Par voru einnig þrír hjúkrunarfræð- ingar Neyðarmóttökunnar sem skiptust á að liðsinna ungmennum í vanda. Þeim blöskraði svo ástandið og aðstæður allar að þær kölluðu til fundar með land- lækni og hafa nú skilað ítarlegri skýrslu og tillögum til úrbóta. Dómsmálaráðherra brást einnig við og hefur skipað starfshóp með fulltrúum landlæknis, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar, ríkislögreglu- stjóra, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sýslu- mannafélags íslands, Stígamóta auk ráðuneytisins. Þessum hópi er ætlað að fara yfir gildandi lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíðum og leggja fram tillögur sem miða að því að samræma enn fekar samstarf þeirra aðila sem koma að lög- og heilsugæslu á slíkum hátíðum og endurskoða reglur um þær. Rúmlega hundrað einstaklingar leita til Neyð- armóttöku árlega og um 65% þeirra eru undir 25 ára aldri, konur í miklum meirihluta. Fleiri koma yfir sumarmánuðina. Algengasta ástæðan fyrir komu er nauðgun. Flestir koma um helgar en þá verða flest brotin og fylgja skemmtanalífi ungs fólks þar sem neysla vímuefna, oftast áfengis, getur verið mikil. Neysluvenjur og viðhorf virðast okkur vera að breytast, meira drukkið en áður, og oftar þannig að leiði til áfengisdauða. Fleiri ungum stúlkum er nauðgað í slíku ástandi þar sem þær geta enga björg sér veitt. Lögin kveða svo á að þá sé um misneytingu að ræða, ekki nauðgun, og refsi- ákvæði eru vægari. í Noregi hafa lögin verið endur- skoðuð og liggur nú jafnþung refsing við misneyt- ingu og nauðgun. Talsvert hefur verið rætt um byrlun lyfja að und- anförnu. Er þá oftast grunur um Rohypnol eða gammasmjörsýru (gammabutyric acid). Starfsfólk Neyðarmóttöku hefur verið vakandi fyrir þessari hættu og tekið blóðsýni ef grunur er um slíkt en þessi efni hafa aldrei verið greind enda skiljast þau fremur hratt úr líkamanum og hætt við að of seint sé leitað aðstoðar. Við höfum einnig tekið eftir því að hópnauðg- anir eru nokkuð fleiri en áður, virðast af ásetningi og kynhegðunin endurspeglar klámiðnað og aukna markaðssetningu kynlífs hér á landi. Óskammfeilin sala kynlífsþjónustu og kláms þar sem konan er meðfærileg markaðsvara en ekki vera með tilfinn- ingar og þarfir getur mótað viðhorf og reynslu ungra drengja sem eru að byrja kynlíf. Neysla kláms er börnum og unglingum aðgengileg á Net- inu og þannig geta þau komist í tæri við hugmynd- ir og einstaklinga sem síðan leiða þau til fundar við sig með ömurlegum afleiðingum. í grunnskólum hefur að undanförnu orðið vart við að stúlkur séu þvingaðar til hópsamfara til að fá inngöngu í hóp ráðandi félaga. A Islandi eru börn og unglingar mun hærra hlutfall þjóðarinnar en hjá flestum nágrannalönd- um okkar. Frelsi þeirra til athafna og möguleikar til að afla eigin fjár með vinnu hefur lengi verið mun meira en jafnaldra í nágrannalöndum og það aga- leysi sem er bæði styrkur og veikleiki íslenskrar þjóðar endurspeglast með ýmsum hætti í viðhorf- um og hegðun þeirra. I neysluþjóðfélagi nútímans eru ungu kynslóðirnar líka viðskiptavinir. Á útihá- tíðum verslunarmannahelgar eru þeir einn stærsti neytendahópurinn. Utihátíðin við Eldborg varð lexía um það hvernig ekki á að búa að ungu fólki sem langar að skemmta sér. Þar var stórum hópi unglinga stefnt saman og sprengdi fjöldinn fljótt þann ramma sem búinn hafði verið um alla að- stöðu. Nauðganir, vímuefnasala, þar á meðal dreif- ing og byrlun á smjörsýru, skipulagt ofbeldi ungra manna sem gengu um með barsmíðum eða fleygðu glerflöskum sem brotnuðu í mannþrönginni, eftir- litslaust teygjustökk ölvaðra unglinga í myrkri að næturlagi eru dæmi um agalausa áhættuhegðun sem krefst viðbragða heilbrigðisstarfsfólks. Lág- markskröfur um aðbúnað og faglega aðstöðu til að veita heilbrigðisþjónustu og liðsinna skjólstæðing- um voru ekki uppfylltar og þó líkja mætti svæðinu við stríðsástand voru aðstæður heilbrigðisstarfs- fólks verri en í Bosníu að mati eins hjúkrunarfræð- inganna. Það er foreldrum landsins styrkur að heil- brigðisstarfsfólk skuli hafa gefið reiði sinni mál- efnalegan farveg með uppbyggilegri, faglegri gagn- rýni. Slíkt leiðir vonandi til úrbóta og viðhorfs- breytinga. Aldrei aftur Eldborg! Höfundur er í yfirlæknir Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á slysa- og bráðamóttöku Landspítala Fossvogi. Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töttur og inyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar niyndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Sérstaklega þarf að semja um birtingu litmynda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðið 2001/87 691

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.