Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2001, Side 31

Læknablaðið - 15.09.2001, Side 31
FRÆÐIGREINAR / LÝSI OG BAKTERÍUVÖXTUR Áhrif lýsisneyslu á bakteríuvöxt in vivo Auður Þórisdóttir', Jón Reynir Sigurðsson2, Helga Erlendsdóttir3, Ingólfur Einarsson2, Sigurður Guðmundsson4, Eggert Gunnarsson5, Ingibjörg Harðardóttir6, Ásgeir Haraldsson26 'Líffræöideild Háskóla íslands, 2Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut, 3sýklafræðideild Landspítala Hringbraut, Mandlæknisembættiö, 5Tilraunastöö Háskóla íslands í meinafræöi að Keldum, hlæknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ásgeir Haraldsson, Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1050; bréfasími: 560 1055; netfang: asgeir@landspitali.is Lykilorö: lýsi, bakteríuvöxtur, ónœmissvar, mýs. Ágrip Tilgangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að mikil neysla co-3 fitusýra hafi áhrif á ýmsa sjúkdóma svo sem hjarta- og æðasjúkdóma og sjálfnæmissjúk- dóma. Líkaminn getur ekki nýmyndað ©-3 fitusýrur, og því er nauðsynlegt að fá þær úr fæðunni. Lýsi er mjög ríkt af slíkum fitusýrum, en jurtaolíur aftur á móti ekki. Rannsóknarhópurinn hefur sýnt fram á aukna lifun músa sem fengið höfðu lýsisbætt fæði samanborið við mýs sem fengu kornolíubætt fæði og voru sýktar með Klebsiella pneumoniae í vöðva. I þessari rannsókn var kannað, hvort þau áhrif væru vegna áhrifa lýsis á bakteríuvöxt in vivo. Efniviður og aðferðir: Mýs voru aldar á lýsisbættu fæði eða kornolíubættu fæði til viðmiðunar í sex vikur og þá sýktar með Klebsiella pneumoniae í vöðva. Mýsnar voru aflífaðar á mismunandi tímapunktum og var fjöldi baktería í blóði og frá sýkingarstað talinn. Niðurstöður: Ekki var marktækur munur á bakteríufjöldanum í hópunum á mismunandi tíma- punktum, hvorki í blóði né á sýkingarstað, þó var tilhneiging til meiri vaxtar í kornolíuhópnum. Alyktanir: Lýsi virðist ekki hafa marktæk áhrif á bakteríuvöxt in vivo. Frekari rannsóknir munu von- andi leiða nánar í ljós hver áhrif lýsisins eru. Inngangur Fitusýrur gegna margvíslegum hlutverkum í líkaman- um. Fitusýrur eru til dæmis forverar ýmissa efna sem eru líkamanum nauðsynleg svo sem hormóna og boð- efna. Tvær tegundir fitusýra er mönnum nauðsynlegt að fá úr fæðu, ómega-3 (©-3) og ómega-6 (m-6) fitu- sýrur. Það sem aðgreinir þessar tvær fitusýrur og af- leiður þeirra er staða fyrsta tvítengis talið frá meþýl- enda kolefniskeðjunnar. Lýsi er ríkt af fjölómettuð- um ©-3 fitusýrum (1). Jurtaolíur innihalda hins vegar lítið af ©-3 fitusýrum en eru ríkar af ©-6 fitusýrum (1). Líkaminn getur ekki nýmyndað ©-3 fitusýrur eða breytt ©-6 fitusýrum í ©-3 fitusýrur. Ur ©-3 línólen- sýru getur líkaminn hins vegar myndað aðrar ©-3 fitu- sýrur, svo sem eikósapentaensýru (EPA) og dókósa- hexaensýru (DHA). Þessar fitusýrur eru hluti frumu- himnu frumna líkamans. Afleiður eikósapentaensýru eru til dæmis eikósanóíðar sem koma mjög við sögu í ónæmissvari. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að mikil neysla ©-3 fitusýra hafi áhrif á ýmsa sjúkdóma, til dæmis er tíðni hjarta- og æðasjúkdóma lægri á Græn- landi þar sem neysla ©-3 fitusýra er mjög mikil samanborið við önnur lönd í hinum vestræna heimi ENGLISH SUMMflRY Þórisdóttir A, Sigurðsson JR, Erlendsdóttir H, Einarsson I, Guðmundsson S, Gunnarsson E, Harðardóttir I, Haraldsson Á The effect of dietary fish oil on bacterial growth in ■rivo Læknablaðið 2001; 87: 715-8 Objective: Epidemiological studies have indicated that high intake of <o-3 fatty acids influence various diseases such as cardiovascular diseases and autoimmune disorders. These fatty acids are essential in the diet since the body can not form them de novo. Fish oil is rich in m-3 fatty acids but the ro-3 content of vegetable oil is low. The research group has shown increased survival of mice fed cod liver oil enriched diet versus mice fed corn oil enriched diet when infected with Klebsiella pneumoniae intramus- cularly. In the present study we investigated the effect of dietary fish oil on bacteriai growth in vivo. Material and methods: Mice were fed fish oil enriched diet and a control group was fed corn oil enriched diet for six weeks and then the mice were infected with Klebsiella pneumoniae intramuscularly. The mice were sacrificed at various time intervals and bacteria were counted in blood and in the infected muscle. Results: The bacteria count in blood and tissue was not significantly different between the two groups although a trend was noted towards more growth in the control group. Conclusions: We conclude that fish oil does not significantly affect bacterial growth in vivo. Hopefully, ■future research will reveal the pathophysiological effect of fish oil. Key-words: fish oil, bacterial growth, immune response, mice. Correspondence: Ásgeir Haraldsson. E-mail: asgeir@landspitali.is (2). Fleiri rannsóknir hafa bent til áhrifa lýsis til minnkunar á hjarta- og æðasjúkdómum (3) og sjálf- næmissjúkdómum svo sem gigt (4) og sóra (5). Einnig hefur því verið haldið fram að ung börn sem fá lýsisbætta mjólkurblöndu sýni hraðari þroska en þau börn sem fá blönduna án lýsis (6). Þá hafa niður- stöður bent til áhrifa lýsis á einstaklinga með les- blindu (7) og þunglyndi (8). Rannsóknarhópur okkar hefur sýnt fram á aukna lifun músa sem fengið hafa lýsisbætta fæðu miðað við viðmiðunarhóp fyrir sýkingu með Klebsiella pneu- Læknablaðið 2001/87 715

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.