Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2001, Page 38

Læknablaðið - 15.09.2001, Page 38
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKUMAT festur af tryggingaráði og heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra (6). Staðallinn byggir á breskum ör- orkumatsstaðli (7). I staðlinum er litið til þátta sem segja til um vinnufærni til almennra starfa. Staðallinn fjallar um bæði líkamlega færni (að ganga á jafn- sléttu, að ganga í stiga, að sitja á stól, að standa, að rísa á fætur, að beygja sig og krjúpa, að nota hend- urnar, að lyfta og bera, að teygja sig, tal, heyrn, sjón, stjórn á hægðum og þvagi, endurtekinn meðvitundar- missir) og andlega færni (að ljúka verkefnum, daglegt líf, álagsþol, samskipti við aðra). Nánara fyrirkomu- lagi örorkumats hefur áður verið lýst (1). Örorku- bætur eru bundnar við aldurinn 16 til 66 ára. Samkvæmt 13. grein almannatryggingalaganna er Tryggingastofnun ríkisins (TR) heimilt að veita ör- orkustyrk þeim sem skortir að minnsta kosti helming starfsorku sinnar eða stundar fullt starf, en verður fyrir verulegum aukakostnaði sökum örorku sinnar (4). Petta ákvæði stendur óbreytt. Vegna tengingar örorkuskírteinis lífeyristrygginga við greiðsluþátttöku sjúklinga í læknisþjónustu, sjúkra-, iðju- og talþjálfun og lyfjum, var fyrirkomu- lag örorkumats orðið úrelt og vinnuletjandi (2). Breyttu fyrirkomulagi örorkumats er ætlað að koma betur til móts við fólk sem hefur verulega skerta færni og umtalsverðan sjúkrakostnað vegna sjúk- dóms, en getur samt stundað vinnu og gat vegna tekjutengingar örorkumatsins áður ekki fengið ör- orkuskírteini. Ef tekjur viðkomandi fara yfir ákveðin tekjumörk, fær hann einungis örorkuskírteinið, en engar örorkubætur. Staðlinum er jafnframt ætlað að tryggja að örorkumat sé samræmt og sanngjarnt. Búast mátti við að gildistaka staðalsins myndi hafa í för með sér einhverja fjölgun meira en 75% Table 1. The number of new disability pensioners in lceland in 1997, 1998 and 2000 according to gender and grade of disability. Women Men 1997 1998 2000 1997 1998 2000 More than 75% disability 316 318 476 280 281 312 50-65% disability 194 198 71 57 83 23 Total 510 516 547 337 364 335 Table II. Age distribution of new more than 75% disability pensioners in lceland in 1997, 1998 and 2000. Age Women Men 1997 1998 2000 1997 1998 2000 16-20 ii 23 íi 16 29 27 21-25 6 8 12 6 10 6 26-30 10 12 11 9 11 8 31-35 18 14 21 11 19 12 36-40 20 19 29 23 15 20 41-45 26 22 48 22 18 28 46-50 34 32 49 19 25 29 51-55 45 37 57 34 36 45 56-60 38 42 80 37 33 48 61-66 108 109 158 103 85 89 16-66 316 318 476 280 281 312 öryrkja sem vegna tekna hefðu áður ekki hlotið slíkt mat, en jafnframt einhverja fækkun vegna þeirra sem áður voru metnir til meira en 75% örorku að hluta vegna erfiðra félagslegra aðstæðna en myndu ekki uppfylla nýja staðalinn. Ekki var hins vegar vitað hvort heildarniðurstaðan yrði fjölgun eða fækkun meira en 75% öryrkja. Hér verður skoðað hvaða áhrif staðallinn hefur haft á niðurstöður örorkumats. Skoðuð eru síðustu tvö heilu árin fyrir breytinguna og fyrsta heila árið eftir breytinguna. Efniviður og aðferðir Unnar voru upplýsingar um fjölda nýrra öryrkja árin 1997, 1998 og 2000 úr upplýsingakerfi TR og skipt- ingu þeirra með tilliti til örorkustigs, kyns, aldurs og fyrstu (helstu) sjúkdómsgreiningar samkvæmt ICD flokkunarskránni. Þetta er sú sjúkdómsgreining sem tryggingalæknirinn hefur efsta (ef þær eru fleiri en ein), það er að segja sú greining sem hann telur skipta mestu máli. Aflað var upplýsinga frá Hagstofu Islands um fjölda Islendinga á aldrinum 16-66 ára umrædd þrjú ár (8). Við tölfræðilega úrvinnslu var notað kí-kvaðrats marktæknipróf (9). Unnið var úr hrágögnum. Ekki þótti ástæða til að aldursstaðla þau. Niðurstöður Tafla I sýnir fjölda nýrra öryrkja árin 1997, 1998 og 2000. Þar sést að litlar breytingar urðu milli áranna 1997 og 1998. Á milli áranna 1998 og 2000 fjölgaði hins vegar marktækt konum sem metnar voru til meira en 75% örorku (p<0,0001). Körlum fjölgaði einnig lítillega, en sú aukning var ekki tölfræðilega marktæk (p=0,25). Þegar bæði kynin eru skoðuð saman var aukningin marktæk (p<0,0001). Á milli þessara ára varð marktæk fækkun hjá bæði konum og körlum sem fengu metna 50-65% örorku (p<0,0001), en ekki varð marktæk breyting á heildarfjölda ör- yrkja (þeirra sem fengu metna 50%, 65% eða meira en 75% örorku) á milli áranna, hvorki kvenna (p=0,42) né karla (p=0,22). í töflu II, sem sýnir aldursdreifingu þeirra sem fengu metna meira en 75% örorku, sést veruleg fjölgun á milli áranna 1998 og 2000 hjá konum eldri en 30 ára. Hins vegar er aldursdreifing áþekk árin 1997 og 1998. Tafla III sýnir fyrstu sjúkdómsgreiningu hjá meira en 75% öryrkjum samkvæmt nokkrum aðalgreiningarflokk- um Hinnar alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeina- skrár. Taflan sýnir að sjúkdómsgreiningar breyttust ekki umtalsvert á milli áranna 1997 og 1998. Á milli áranna 1998 og 2000 er meginbreytingin hins vegar marktæk aukning á stoðkerfisröskunum hjá konum (p<0,0001). Einnig sést að frá 1997 til 2000 hefur orðið nokkur fækkun tilvika þar sem metin er meira en 75% örorka vegna illkynja æxla. Aukning meira en 75% örorku á milli áranna 1998 og 2000 kemur fram hjá konum eldri en 30 ára og þar munar hlut- 722 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.