Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2001, Page 39

Læknablaðið - 15.09.2001, Page 39
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKUMAT fallslega mest um aukningu á mjúkvefjaröskunum (tafla IV). Frekari skoðun gagnanna sýnir að konum með stoðkerfisraskanir fækkar jafnmikið á milli áranna 1998 og 2000 og konum almennt sem fá metna 50-65% örorku. Umræða Með breyttu fyrirkomulagi örorkumats var búist við fjölgun meira en 75% öryrkja úr hópi fólks með mikla færniskerðingu af völdum sjúkdóma sem vegna tekjutengingar fékk ekki slíkt mat með gamla fyrirkomulaginu. Jafnframt var búist við fækkun þeirra sem áður hefðu verið metnir til meira en 75% örorku vegna erfiðra félagslegra aðstæðna en myndu ekki uppfylla nýja staðalinn. Erfitt var að sjá hver heildaráhrif breytingarinnar yrðu. í kjölfar gildistöku staðalsins í Bretlandi í apríl 1995 varð umtalsverð fækkun á nýjum öryrkjum (munnlegar upplýsingar frá Peter Wright trygginga- lækni í Lundúnum). Hér á landi varð raunin hins vegar önnur. Marktæk fjölgun varð á meira en 75% öryrkjum í kjölfar breytingarinnar (með samanburði áranna 2000 og 1998). Áhrif breytts fyrirkomulags örorkumats eru þó ekki að öllu leyti sambærileg milli íslands og Bretlands. Talsverður munur var á fyrir- komulagi örorkumats fyrir gildistöku staðals í lönd- unum tveimur, meðal annars vegna þess að lægra örorkustigið á íslandi (50-65% örorka) var og er ekki til í Bretlandi. Hér á landi varð samhliða aukning- unni í hærra stiginu í kjölfar gildistöku staðalsins mikil fækkun í lægra stiginu. Ekki varð marktæk breyting á heildarfjölda öryrkja. Þessi mikla aukning meira en 75 % örorku í kjölfar gildistöku staðalsins hér á landi kom á óvart og þá sérstaklega að aukninguna má rekja til kvenna sem hafa stoðkerfisröskun (einkum mjúkvefjaröskun) sem fyrstu sjúkdómsgreiningu. Talið var að þessi hópur væri líklegur til að hljóta lægra örorkustig en áður við það að hætt væri að taka tillit til félagslegra aðstæðna sem slíkra, en reyndin varð önnur. Þessi niðurstaða getur bent til þess að örorka kvenna með stoðkerfiseinkenni hafi áður verið vanmetin. Einnig kann að vera að staðallinn hafi hlutfallslega lágan þröskuld fyrir færniskerðingu vegna stoðkerfisein- kenna, enda geta slík einkenni gefið stig í níu af 14 þáttum staðalsins sem lúta að líkamlegri færni. Loks má geta þess að ekki voru gerðar breytingar á félags- legri aðstoð sveitarfélaga samhliða breyttu örorku- mati, sem kann að hafa haft áhrif á hvernig læknar skrifa örorkuvottorð fyrir sjúklinga sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Þakkir Höfundar þakka Vilhjálmi Rafnssyni prófessor ráð- leggingar varðandi tölfræðilega úrvinnslu gagna. Table III. First diagnosis according to selected main diagnostic groups (ICD) amongst more than 75% disability pensioners in lceland in 1997, 1998 and 2000. Women Men Age 1997 1998 2000 1997 1998 2000 Malignant neoplasms 58 38 28 50 41 27 Mental disorders 63 76 85 72 96 96 Diseases of the nervous system and sense organs 24 21 43 19 9 26 Diseases of the circulatory system 30 33 33 55 43 45 Chronic obstructive pulmonary diseases 10 12 24 9 11 10 Diseases of the musculo- skeletal system and connective tissue 85 87 203 43 45 61 Injury and poisoning 16 14 22 12 16 25 Other diagnoses 30 37 38 20 20 22 Total 316 318 476 280 281 312 Table IV. Musculoskeletal disorders amongst women in lceland who have had disability assessed as being more than 75% in 1998 and 2000. 1998 2000 Inflammatory poiyarthropathies 10 20 Osteoarthrosis (spine excluded) 21 63 Systemic connective tissue disorders 5 7 Dorsopathies 38 71 Soft tissue disorders 8 39 Other diagnoses 5 3 Total 87 203 Heimildir 1. Baldursson H, Jóhannsson H. Nýr staðall fyrir örorkumat á íslandi. Læknablaðið 1999; 85: 480-1. 2. Thorlacius S. Breytt fyrirkomulag örorkumats á fslandi og starfræn endurhæfing á vegum Tryggingastofnunar ríkisins. Læknablaðið 1999; 85: 481-3. 3. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S. Umfang og einkenni örorku á íslandi árið 1996. Læknablaðið 1998; 84:629-35. 4. Lög um almannatryggingar nr. 117/1973. 5. Lög nr. 62/1999. 6. Reglugerð 379/1999. 7. UK Social Security (Incapacity for Work) Act 1994. 8. Skriflegar upplýsingar frá Hagstofu íslands. 9. Bland M. An Introduction to Medical Statistics. Oxford: Oxford University Press; 1995. Læknablaðið 2001/87 723

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.