Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2001, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.09.2001, Qupperneq 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR / PERSÓNUVERND stofuþjónustu á eina hendi og veita heilbrigðisráð- herranum vald til að ákvarða hvar tiltekin læknisverk verða innt af hendi. Petta er sagt gert „til að auka möguleika heilbrigðisyfirvalda til stýringar heilbrigð- isþjónustu“ og að gert sé ráð fyrir „að ein samninga- nefnd skipuð af ráðherra semji um greiðslur fyrir ferliverk og vinnu á stofum og að náið samráð sé á milli þeirrar nefndar og samninganefndar ríkisins, þegar um er að ræða aðila, sem vinna samkvæmt báðum samningunum". Þá er gert ráð fyrir að ráð- herra geti sett læknum gjaldskrá vegna vottorða, sem rituð eru fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Það er mín skoðun, að verði þessar hugmyndir að veruleika verði sjálfstæður atvinnurekstur lækna í uppnámi, þjónustan við sjúklingana muni versna og biðlistar eftir læknishjálp fyrir utanspítalasjúklinga verða lengri en við höfum áður átt að venjast hér á landi. Markmið okkar hlýtur að vera það, að öll þessi þjónusta sé fjármögnuð með sama hætti og að lækn- um sé frjálst að veita þjónustuna innan eða utan sjúkrahúsa eftir því, sem þeir sjálfir kjósa og faglegar aðstæður bjóða. Það er afar mikilvægt, að við höldum vöku okkar af þessum sökum og veitum samningamönnum okkar og öðrum fulltrúum allan þann stuðning sem verða má í þeirri orrahríð, sem framundan er. Aðalfundur Læknafélags íslands 12. og 13. október Aðalfundur Læknafélags Íslands verður haldinn dagana 12. og 13. október næstkomandi. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í salar- kynnum LÍ að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Sam- kvæmt 7. grein laga LI er öllum læknum frjálst að sitja aðalfundinn með málfrelsi og tillögurétti en atkvæðisrétt hafa eingöngu kjörnir fulltrúar aðild- arfélaga. Sú hefð hefur skapast að halda fundinn á föstu- degi og laugardegi og að morgni laugardags er efnt til málþings um eitthvert efni sem brennur á læknastéttinni. Að þessu sinni hefur stjórn LR lagt til að fjallað verði um starfsumhverfi lækna. Þar verði rætt um heilbrigðiskerfið hérlendis frá sjónarhóli hagfræðinnar, læknar fjalli um fram- gangskerfi lækna innan sjúkrahúsanna og einka- rekstur í heilbrigðiskerfinu og loks verði ráðuneyti heilbrigðismála boðið að senda fulltrúa til að fjalla um framtíðarsýn heilbrigðisyfirvalda. Nánar verður sagt frá dagskrá fundarins í októberblaði Læknablaðsins. -ÞH Ámínning frá Persónuvernd Tilkynnið um vinnslu persónuupplýsinga! Forstjóri Persónuverndar hefur sent Lækna- félagi íslands bréf með ósk um að félagið árétti enn við lækna sem beita rafrænni tækni við vinnslu persónuupplýsinga að tilkynna Persónuvernd á þar til gerðu formi á vefsíðu www.personuvernd.is um vinnsluna. Samkvæmt 32. gr. laga nr. 77/2000 ber meðal annars öllum læknum, sem vinna með heilsu- farsupplýsingar á tölvutæku formi, að tilkynna Persónuvernd um þá vinnslu persónuupplýsinga sem þeir hafa með höndum. Frestur tilkynninga rann út 1. júlí síðastliðinn og vekur það athygli Persónuverndar hve fáar tilkynningar hafa enn komið frá læknum. A framangreindri heimasíðu er tilkynningareyðublað sem fylla skal út og smella á hnappinn Tilkynna vinnslu. Almennt gildir um tilkynningaskylduna sú regla að senda skal tilkynningu þegar ný vinnsla hefst. Verði breytingar á tilkynntri vinnslu, svo sem ef unnið er með aðra tegund upplýsinga, upplýsing- arnar eru afhentar öðrum eða gerðar tiltækar á annan hátt en tilgreint var í hinni upphaflegu tilkynningu eða þær notaðar á annan hátt eða í öðrum tilgangi en þeim upphaflega, skal senda Persónuvernd nýja tilkynningu. Abyrgðaraðili (heilsugæslustöð / sjúkra- hús / sjálfstætt starfandi læknir) skal senda Persónu- vernd nýja tilkynningu með uppfærðum upplýsingum þegar liðin eru þrjú ár frá því að upphafleg tilkynning var send Persónuvernd nema hann hafi áður tilkynnt um breytta vinnslu. Allar tilkynningar sem Persónu- vemd berast mynda eina skrá sem er almenningi aðgengileg á heimasíðu Persónuvemdar. Þar geta einstaklingar meðal annars kannað öryggi þeirrar vinnslu sem til dæmis fer fram hjá viðkomandi heilsugæslustöð. Læknablaðið 2001/87 729
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.