Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2001, Side 68

Læknablaðið - 15.09.2001, Side 68
Yasmin - SCHHRING TÖFLUR, filmuhúðaðar: G 03 AA Hver tafla inniheldur: Drospirenunum INN 3 mg og Etinylestradiolum INN 30 míkróg. Lactosum. Ábendingar: Getnaðarvörn—Skammtar og lyfjagjöl: Aður en byrjað er aðtaka lyfið, eða notkun þess er hafin á ný, ber að skrá nákvæma sjúkrasögu konunnar (og fjölskyldusögu) og útiloka þungun. Konu skal bent á að lesa fylgiseðil lyfsins nákvæmlega og fara eftir þeim ráðum sem þar eru gefin. Minna ber konur á að getnaðarvarnartöflur til inntöku veita ekki vörn gegn HlV-smiti (eyðni) né öðrum kynsjúkdómum. Yasmin: Taka verður töflunar á svipuðum tíma á hverjum degi í þeirri röð sem töfluspjaldið sýnir. Taka skal eina töflu á dag í 21 dag samfleytt. Byrja skal á næsta spjaldi eftir 7 daga hlé og eiga tíðablæðingar sér venjulega stað á þeim tima. Pær hefjast að jafnaði á 2. til 3. degi eftir að síðasta tafla var tekin og kunna að standa yfir enn þegar byrjað er á næsta töfluspjaldí. Hvernig byrjað er að taka lyfið: -Ef ekki hefur verið notuð hormónagetnaðarvörn síðasta mánuðinn er rétt er að byrja að taka töflurnar á fyrsta degi tíðahringsins (þ.e. á fyrsta degi tíðablæðinga). -Þegar skipt er frá annarri tegund getnaðarvarnartaflna sem inniheldur blöndu hormóna má byrja að taka töflurnar daginn eftir venjulegt töflulaust tímabil eöa eftir töku síðustu óvirku töfluna af fyrri getnaðarvarnartöflutegundinni. Frábendingar: Ekki ber að nota getnaðarvarnartöflur sem innihalda blöndu hormóna í eftirfarandi tilvikum. Komi eitthvert þessara tilvika fram í fyrsta skipti þegar getnaðarvarnartöflur eru notaðar, ber að hætta töku þeirra strax. - Segamyndun í bláæðum eða sjúkrasaga um slíkt (segamyndun í djúpum bláæðum, blóðreksstifla í lungum). - Segamyndun í slagæðum eða sjúkrasaga um slíkt (t.d. heilablóðfall, hjartadrep) eða fyrirboði um það (t.d. hjartaöng og skammvinn blóðþu rrðaráföll). Aukaverkanir: Greint hefur verið frá eftirfarandi aukaverkunum við notkun lyfsins: Algengar (= 1%): Innkirtlakerfi: Blæðingartruflanir, milliblæðingar, verkir í brjóst- um.Taugakerfi: Höfuðverkur, geðdeyfð. Hjarta- og æðakeríi: Mígreni. Meitingarfær'r. Ogleði. Æxiunarfæri og brjóst Hvítleit útferð, sveppasýking í leggöngum. Sjaidgæfar (0,1-1%): Almennt: Vökvasöfnun, breytingar á likamsþyngd. Taugakerfi: Breytingar á kynhvöt. Hjarta- og æðakerfi: Háþrýstingur, lágþrýstingur. Meltingarfærr. Uppköst. Huð og húðbeðskerfi: Þrymlabólur, eksem, ofsakláði. Æxlunarfæri og brjóst Sliðurbólga. Mjög sjaidgæfar (<0,1%) Ónæmiskerfi: Astmi. Innkirtlakerfi: Seyting úr brjóstum. Eyra og völundarhús: Heyrnaskerðing. Hjarta- og æðakerfi: Segarek. Sjá einnig varnaðarorð og varúðarreglur varðandi alvarlegar aukaverkanir getnaðarvarnartaflna. Pakkningar og verð 1. Febrúar 2001: Yasmin : 21 stk x 3 (þynnupakkað) 3.072 kr. Afgreiðslutilhögun: Lyfið er lyfseðlisskylt. Greiðslufyrirkomulag: 0. Nánari.upplýsingar í texta Sérlyfjaskrár. Handhafi markaðsleyfis: Schering AG. Umboðsmaðurá íslandi:Thorarensen Lyf ehf. Heimildir: Foidart J-M et al. Eur.J.Contracept Reprod Health Care 2000; 5:124-34 UIS 01-29 Yasmin® er einfasa, lágskammta getnaðarvarnartafla, með nýrri tegund gestagens; dróspírenón. Dróspírenón er afleiða af 17-alfa spirólaktóni og hefur aðallega prógestógen áhrif, en einnig andmíneralkortikóíð- og andandrógen eiginleika, en það gerir Yasmin® einstaka í sinni röð. Ekkert annað gestagen hefur þessa eiginleika dróspírenóns og það er ekki í neinni annarri getnaðarvarnatöflu á markaðnum. www.femalelife.com THORARENSEN LYF Vatnagarðar 18-104 Rcj-kjavík Sími 530 7100 ■ Fax 530 7101

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.