Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2001, Page 71

Læknablaðið - 15.09.2001, Page 71
LAUSAR STÖÐUR Læknir óskast til starfa íslensk erfðagreining óskar að ráða lækni til starfa í heilbrigðisupplýsingahópi á gagnagrunnssviði. Verkefnin felast í að skipuleggja og undirbúa gagnavinnslu með faraldsfræðilegum aðferðum, í tengslum við miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Um er að ræða 50-100% starf eftir samkomulagi. Við leitum að einstaklingi sem hefur Iokið kandídatsprófi í læknisfræði. Til greina kemur að ráð lengra kominn læknanema (fjórða ár eða meira). Góð tölvuþekking er mikill kostur, og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn skal fylgja afrit af síðasta prófskírteini, en það má senda á rafrænu formi, eóa í pósti til ÍE, Lynghálsi 1,110 Reykjavík. íslensk erfðagreining býður góð launakjör og möguleika á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu, samkvæmt kauprétt- aráætlun starfsmanna ÍE. Ekki síst bjóðum við áhugasömum einstaklingi tækifæri til að þjálfast í faraldsfræðileg- um aðferðum í góðum hópi hæfra samstarfsmanna. Sjá vefsíðu ÍE: www.decode.is Seroquel AstraZeneca, 960203 TÖFLUR; N 05 A H 04 (Styttur sérlyfjaskrártexti og heimildaskrá) Hver tafla inniheldur: Quetiapinum INN, fúmarat, samsvarandi Quetiapinum INN 25 mg, 100 mg eða 200 mg. Tðflurnar innihalda mjólkursykur (laktósu). Ábendlngar: Seroquel er notað til meðhöndlunar á geðklofa. Skammtar og lyfjagjöf: Seroquel á að gefa tvisvar á dag, með eða án matar. Fullorðnir: Heildardagskammtur fyrstu fjóra daga meðferðarinnar er 50 mg (dagur 1), 100 mg (dagur 2), 200 mg (dagur 3) og 300 mg (dagur 4). Eftir þessa fjóra daga er mælt með 300 mg dagskammti. Dagskammtinn má aðlaga að klínískum viðbrðgðum og þoli viðkomandi sjúklings, á bilinu 150-750 mg/dag. Aldraðir: Eins og með önnur geðlyf, skal lyfið notað með varúð hjá öldruðum, sérstaklega í upphafi meðferðar. Skammtaaukning getur þurft að vera hægari og dagsskammtur lægri en hjá yngri sjúklingum, og fer það allt eftir klínlskum viðbrögðum og þoli viðkomandi sjúklings. Klerans quetiapíns var að meðaltali um 30-50% minni hjá öldruðum samanborið við yngri sjúklinga. Börn og unglingar: Mat á öryggi og verkun lyfsins hjá börnum og unglingum er ekki fyrirliggjandi. Sjúklingar með nýrnabilun: Ekki er nauösynlegt að aðlaga skammtinn. Sjúklingar með lifrarbilun: Quetiapin umbrotnar að miklu leyti I lifur, og skal því notað með varúð hjá sjúklingum með lifrarbilun, sérstaklega í upphafi meðferðar. Upphafsskammtur lyfsins skal vera 25 mg/dag hjá sjúklingum með lifrarbilun. Skammtinn skal auka daglega um 25-50 mg þar til viðunandi skammti er náð, og fer það allt eftir klfniskum viðbrögðum og þoli viðkomandi sjúklings. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Varnaöarorö og varúöarreglur: Samtímis sjúkdómar: Lyfið skal nota með varúð fyrir sjúklinga með þekkta hjarta- og æðasjúkdóma, sjúkdóma í heilaæðum og fyrir sjúklinga sem hættir til að fá of lágan blóðþrýsting. Seroquel getur orsakað stöðubundið blóðþrýstingsfall, sórstaklega í upphafi þegar verið er að auka skammta smám saman. Flog: I klíniskum samanburðarrannsóknum var enginn munur í tíðni floga hjá sjúklingum sem fengu lyfið eða lyfleysu. Eins og með önnur geðlyf, skal gæta varúðar við meðhöndlun sjúklinga sem fengið hafa flog. Síðkomin hreyfitruflun (tardive dyskinesia): f klínískum samanburðarrannsóknum var enginn munur í tiðni extrapýramídal einkenna hjá sjúklingum sem fengu ráðlagða meðferðarskammta af lyfinu eða lyfleysu. Þetta bendir til að lyfið valdi síður síðkominni hreyfitruflun en venjuleg sefandi lyf. Hafa skal í huga að minnka skammta lyfsins eða hætta notkun þess ef vísbending og einkenni um síðkomna hreyfitruflun koma fram. Illkynja sefunarheilkenni: lllkynja sefunarheilkenni hefur verið tengt við sefandi lyfjameðferð. Klínísk einkenni eru t.d. ofurhiti, breytt andlegt ástand, vöðvastífni, óstöðugleiki í ósjálfráða taugakerfinu og hækkun á kreatínín fosfókínasa. I slíkum tilvikum skal hætta notkun á lyfinu og gefa viðeigandi lyfjameðferð Milliverkanir: Aðalverkun lyfsins er á miðtaugakerfið, og þvi skal gæta varúðar við samtímis notkun annarra lyfja sem verka á miðtaugakerfið og alkóhóls. Lyfjahvörf lithiums breytast ekki ef það er notað samtímis lyfinu. Samtímis notkun á sefandi lyfjunum risperidon eða halóperidól hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf quetiapins. Samtímis notkun á thíoridazín eykur klerans quetiapins. Lyfið örvar ekki lifrarensímin sem taka þátt í umbrotum fenazóns. Samtímis notkun á fenýtófni (örvar microsomal ensím) veldur aukningu I klerans quetiapins. Sjúklingar sem taka samtímis lyfinu og fenýtóín, eða önnur lyf sem örva lifrarensím s.s. karbamazepín, barbítúröt og rífampicín, geta þurft að auka skammtinn af lyfinu til að hafa stjóm á einkennum sjúkdómsins. Ef sjúklingur hættir að taka fenýtóín og tekur i staðinn lyf sem örva ekki lifrarensím, s.s. natrium valpróat, getur þurft að minnka skammtinn af lyfinu. Ensfmið CYP3A4 er helst ábyrgt fyrir sýtókróm P450 tengdum umbrotum quetiapins. Samtímis notkun á cfmetidfni, sem letur P450 ensímið, hefur ekki áhrif á lyfjahvörf quetiapins. Samtímis notkun á geðdeyfðartyfjunum imipramín (letur CYP2D6) eða flúoxetin (letur CYP3A4 og CYP2D6) hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf quetiapins. Samt sem áður er mælt með að gæta varúðar þegar lyfið er notað samtímis lyfjum sem letja CYP3A4 (t.d. ketókónazól eða erýthrómýcín). Meðganga og brjóstagjöf: Ekki hefur verið færð sönnun á öryggi og verkun lyfsins á meðgöngu. Þvi skal aðeins nota lyfið á meðgöngu ef kostir þess réttlæta hugsanlega áhættu af notkun þess. Ekki er vitað að hve miklu leyti lyfið útskilst í móðurmjólk. Því skal ráðleggja konum sem nota lyfiö að foröast að hafa börn á brjósti. Akstur og stjórnun annarra véla: Sjúklingum skal ráðlagt að aka ekki bifreið eða stjórna öðrum tækjum fyrr en þeir vita hvaða áhrif lyfið hefur. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin er svefnhöfgi, sem kemur helst fram f upphafi meðferðar, en hættir yfirleitt við áframhaldandi meðferð. Lyfið veldur ekki hækkun á prólaktíni líkt og mörg önnur geðlyf. Algengar (>1%): Taugakerfi: Svefnhöfgt. Almennt: Þróttleysi, svimi. Hjarta- og æðakerfi: Réttstöðuþrýstingsfall, of lágur blöðþrýstingur, hraðtaktur. Meltingarfæri: Hægðatregða, munnþurrkur, meltingartruflun. Blóð: Fækkun hvítra blóðkoma, hlutleysiskymingafæð. Efnaskipti: SGPT (ALT) hækkun, SGOT (AST) hækkun, þyngdaraukning. Öndunarfæri: Nefslímubólga. Sjaldgæfar (0,1-1%): Almennt: lllkynja sefunarheilkenni. Hjarta- og æðar: Yfirlið. Efnaskipti: Kólesterólhækkun, blóðfituhækkun. hækkun á gamma-GT. Blóð: Fjölgun eósínfikla. Taugakerfi: Rykkjakrampi, grand mal rykkjakrampi. Meðferð með lyfinu hefur tengst örlítilli skammtaháðri lækkun á skjaldkirtilshormónum, sérstaklega f heildarT4 og fríu T4. Lækkunin náði hámarki á fyrstu 2-4 vikum meðferðarinnar, en við áframhaldandi notkun varð ekki frekari lækkun. Ofskömmtun og eiturverkanir: Takmörkuð reynsla er af ofskðmmtun á lyfinu f klfnískum rannsóknum. Útlit: Tðflur 25 mg: Khnglóttar, 0 6 mm, ferskjulitaðar, kúptar og filmuhúðaðar. Tðflur 100 mg: Khnglóttar, 0 8,5 mm, gular að lit, kúptar og filmuhúðaðar. Tðflur 200 mg: Kringlóttar, 0 11 mm, hvítar að lit, kúptar og filmuhúðaðar. Pakkningar: Tðflur 25 mg: 100 stk (þynnupakkað);12.147 kr., Töflur 100 mg: 30 stk. (þynnupakkað); 7.876 kr., 100 töflur (þynnupakkað); 22.945 kr„ Tðflur 200 mg: 30 stk. (þynnupakkað); 11.474 kr„ 100 töflur (þynnupakkað); 33.735 kr. Afgreiðslutilhögun: Lyflð er lyfseðilskylt. Trygglngastofnun ríklsins greiöir lyfiö aö fullu. Ágúst 2001. Heimlldaskrá 1. ARVANITIS LA, MILLER BG: Multiple fixed doses of Seroquel (quetiapine) in patients with acute exacerbation of schizophrenia: a comparison with haloperidol and placebo. The Seroquel Trial 13 Study Group. Biological Psychiatry (1997) 42:233-46. 2. SMALL JG, HIRSCH SR, ARVANITIS LA, MILLER BG, LINK CG: Quetiapine in patients with schizophrenia. A high- and low-dose double-blind comparison with placebo. Seroquel Study Group. Arch. Gen. Psychiatry (1997) 54:549-57. 3. BRECHERM, RAK TW, MELVIN K, JONES AM: The long-term effect of quetiapine (Seroquel monotherapy on weight in patients with schitzophrenia). International Journal of Psychiatry in Clinical Practice (2000) 4:287-91. Umboö á íslandi: Pharmaco hf. AstraZeneca, Hörgatúni2, 210 Garðabæ, Sími:535 7152 Fax: 565 7366 Læknablaðið 2001/87 755

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.