Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2002, Side 34

Læknablaðið - 15.03.2002, Side 34
FRÆÐIGREINAR / BRENNSLUMEÐFERÐ VIÐ OFANSLEGLAHRAÐTAKTI neðri holæð (10,11) til að rjúfa ferilinn. Flestir þess- ara sjúklinga þurfa lyfjameðferð vegna hjartasjúk- dóms og ekki unnt að dæma um endanlegan árangur af brennsluaðgerð fyrr en eftir eitt til tvö ár. Helstu takmarkanir þessarar rannsóknar eru hversu fáir sjúklingar eru í hverjum sjúkdómsflokki. Það gerir að verkum að erfiðara er að bera árangur saman við árangur og fylgikvilla annarra. Þó má segja að hvað varðar gáttasleglahringsól (AVDRT, 26 sjúk- lingar) og aukaleiðnibrautir (WPW, CBT, 30 sjúk- lingar) séu nægilega margir í hverjum flokki til að gefa nokkum samanburð. Tvær stórar framsæjar rann- sóknir hafa birst um árangur og fylgikvilla við brennsluaðgerðir ofansleglahraðtakts (12,13). Saman- borið við okkar niðurstöður er árangur mjög svipað- ur. Fylgikvillar brennsluaðgerða eru fátíðir eða 2,2% (12). Skýra má lága tíðni fylgikvilla í þessari rann- sókn með takmörkuðum fjölda sjúklinga. Eins og fram kemur í línuriti 1 verður talsverð breyting á innbyrðis hlutfalli sjúkdóma á tímabilinu. Á þessu em einkum tvær skýringar. í fyrsta lagi fækkar sjúklingum með aukabrautir eftir því sem brennslu- aðgerðir verða fleiri og nálgast smám saman árlegan fjölda nýgengi þessara kvilla. I öðru lagi þá leiða tækni- framfarir og aukin þekking á eðli hjartsláttartruflana til þess að hægt er að meðhöndla fleiri tegundir þeirra. Svipaðar breytingar og hér eru sýndar hafa einnig sést í Osló (Otto Omig 1999 - persónulegar upplýsingar). Gáttatif (atrial fibrillation) er langalgengasta hjartsláttartruflunin frá gáttum. Reikna má með að yfir 3000 íslendingar hafi þann sjúkdóm og með auknum fjölda roskinna á þessi tala eftir að hækka. Fram á síðustu ár hefur lyfjameðferð verið eina úr- ræðið og oft hefur sú meðferð í för með sér verulegar aukaverkanir. Fyrir allmörgum árum var farið að beita skurðaðgerðum sem fela í sér að leiðni er rofin með línum í gáttum sem beini rafstraum í ákveðnar áttir (MAZE procedure) (14). Síðan var farið að brenna á svipaðan hátt (15). Þótt allmargir sjúklingar hafi hlotið bót eru þetta umfangsmiklar aðgerðir og ekki án aukaverkana. Um miðjan síðasta áratug kom fram frumleg að- ferð sem byggir á nýjum hugmyndum. í stað þess að meðhöndla sjálfar gáttirnar er ráðist á útleysandi þætti, aukaslögin sem langoftast koma frá lungna- bláæðum (16-18). Þessi aðgerð hefur reynst mjög vel við tilfallandi gáttatif (paroxysmal atrial fibrillation), en mun síður sé gáttatif orðið viðvarandi (chronic atrial fibrillation). Miklar vonir eru bundnar við að í framtíðinni verði hægt að lækna verulegan hluta sjúklinga með tilfallandi gáttatif. Við það mun að- gerðafjöldi aukast mikið en heildarkostnaður sam- félagsins minnka þar sem kostnaður við legu og lyf sparast og vinnutap minnkar. Lokaorö Hér er gerð grein fyrir árangri brennsluaðgerða vegna ofansleglahraðtakts fyrstu árin. Á þessu tíma- bili hafa orðið miklar framfarir í þekkingu og tækni. Brennslumeðferð hófst hér á landi á svipuðum tíma og á öðrum Norðurlöndum og árangur er mjög hlið- stæður því sem best gerist erlendis. Á þessum tíma hafa orðið verulegar breytingar á innbyrðis hlutfalli mismunandi sjúklingahópa og í sjónmáli er meðferð á gáttatifi (atrial fibrillation) sem mun stórauka um- fang og fjölda brennsluaðgerða. Þakkir Höfundur þakkar Árna Kristinssyni yfirlestur og góð ráð. Kærar þakkir til Elísabetar Snorradóttur fyrir innslátt greinarinnar og aðstoð við enskan texta. Þá er Kristjáni Steingrímssyni í tölvuveri Landspítala og Þórði Helgasyni verkfræðingi þökkuð þeirra hjálp. Heimildir 1. Scheinmann MM, Norady F, Hess DS, Gonzales R. Catheter- induced ablation of the atrioventricular function to control refractory supraventricular arrhythmias. JAMA 1982; 248:851-5. 2. Gallagher JJ, Svenson RH, Kasell JH, German LD, Bardy GH, Broughton A, et al. Catheter technique for closed-chest ablation of the atrioventricular conduction system: a therapeu- tic alternative for the treatment of refractory supraventricular arrhythmias. N Engl J Med 1982; 306:194-200. 3. Borggrefe M, Hindricks G, Haverkamp W, Breithardt G. Catheter ablation using radiofrequency energy. Clin Cardiol 1990; 2:127-31. 4. Gottskálksson G. Brennsluaðgeröir á hjarta. Læknaneminn 1997; 1:17-20. 5. Jackmann WM, Beckman, McClelland JH, Wang X, Friday KJ, Roman CA, et al. Treatment of supraventricular tachycardia due to atrioventricular nodal reentry by radiofrequency catheter ablation of slow pathway conduction. N Engl J Med 1992; 327: 313-8. 6. Haissaguerre M, Gaita F, Fischer B, Commenges D, Mont- serrat P, d' Ivernois C, et al. Elimination of atrioventricular nodal reentrant tachycardia using discrete slow potentials to guide application of radiofrequency energy. Circulation 1992; 85:2162-75. 7. Jentzer JH, Goyal R, Williamson BD, Man KC, Niebauer M, Daoud E, et al. Analysis of junctional ectopy during radio- frequency ablation of the slow pathway in patients with atrio- ventricular nodal reentrant tachycardia. Circulation 1994; 90: 2820-6. 8. Josephson ME. Clinical cardiac electrophysiology, techniques and interpretation. 2nd ed. Lea & Febiger, Philadelphia/ London 1993: 736 9. Tracy CM, Swartz DF, Fletcher RD, Hoops HG, Solomon AJ, Karasi PE, et al. Radiofrequency catheter ablation of ectopic atrial tachycardia using paced activation sequence mapping. J Am Coll Cardiol 1993; 21: 910-7. 10. Feld GK, Fleck RP, Chen PS, Boyce K, Bahnson TD, Stein JB, et al. Radiofrequency catheter ablation for the treatment of human type I atrial flutter: identification of a critical zone in the reentrant circuit by endocordial mapping techniques. Circulation 1992; 86:1233-40. 11. Cosio FG, Lopez-Gil M, Goicolea A, Aosibas F, Barroso JL. Radiofrequency ablation of the inferior vena cava- tricuspid valve isthmus in common atrial flutter. Am J Cardiol 1993; 71: 705-9. 12. Scheinman MM, Huang S. The 1998 NASPE prospective catheter ablation registry. Pacing Clin Electrophysiology 2000; 6:1020-8. 13. Hindricks G. on behalf of the Investigators of the Working Group on Arrhythmias of the European Society of Cardio- logy. The Multicenter European Radiofrequency Survey (MERFS). Complications of radiofrequency catheter ablation of arrhythmias. Eur Soc Cardiol 1993; 14:1644-53. 14. Cox JL, Boineau JP, Schuessler RB, Kater KM, Lappas DG. Five year experience with the maze procedure for atrial fibrillation. Ann Thorac Surg 1993; 56: 814-24. 210 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.