Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 34
FRÆÐIGREINAR / BRENNSLUMEÐFERÐ VIÐ OFANSLEGLAHRAÐTAKTI neðri holæð (10,11) til að rjúfa ferilinn. Flestir þess- ara sjúklinga þurfa lyfjameðferð vegna hjartasjúk- dóms og ekki unnt að dæma um endanlegan árangur af brennsluaðgerð fyrr en eftir eitt til tvö ár. Helstu takmarkanir þessarar rannsóknar eru hversu fáir sjúklingar eru í hverjum sjúkdómsflokki. Það gerir að verkum að erfiðara er að bera árangur saman við árangur og fylgikvilla annarra. Þó má segja að hvað varðar gáttasleglahringsól (AVDRT, 26 sjúk- lingar) og aukaleiðnibrautir (WPW, CBT, 30 sjúk- lingar) séu nægilega margir í hverjum flokki til að gefa nokkum samanburð. Tvær stórar framsæjar rann- sóknir hafa birst um árangur og fylgikvilla við brennsluaðgerðir ofansleglahraðtakts (12,13). Saman- borið við okkar niðurstöður er árangur mjög svipað- ur. Fylgikvillar brennsluaðgerða eru fátíðir eða 2,2% (12). Skýra má lága tíðni fylgikvilla í þessari rann- sókn með takmörkuðum fjölda sjúklinga. Eins og fram kemur í línuriti 1 verður talsverð breyting á innbyrðis hlutfalli sjúkdóma á tímabilinu. Á þessu em einkum tvær skýringar. í fyrsta lagi fækkar sjúklingum með aukabrautir eftir því sem brennslu- aðgerðir verða fleiri og nálgast smám saman árlegan fjölda nýgengi þessara kvilla. I öðru lagi þá leiða tækni- framfarir og aukin þekking á eðli hjartsláttartruflana til þess að hægt er að meðhöndla fleiri tegundir þeirra. Svipaðar breytingar og hér eru sýndar hafa einnig sést í Osló (Otto Omig 1999 - persónulegar upplýsingar). Gáttatif (atrial fibrillation) er langalgengasta hjartsláttartruflunin frá gáttum. Reikna má með að yfir 3000 íslendingar hafi þann sjúkdóm og með auknum fjölda roskinna á þessi tala eftir að hækka. Fram á síðustu ár hefur lyfjameðferð verið eina úr- ræðið og oft hefur sú meðferð í för með sér verulegar aukaverkanir. Fyrir allmörgum árum var farið að beita skurðaðgerðum sem fela í sér að leiðni er rofin með línum í gáttum sem beini rafstraum í ákveðnar áttir (MAZE procedure) (14). Síðan var farið að brenna á svipaðan hátt (15). Þótt allmargir sjúklingar hafi hlotið bót eru þetta umfangsmiklar aðgerðir og ekki án aukaverkana. Um miðjan síðasta áratug kom fram frumleg að- ferð sem byggir á nýjum hugmyndum. í stað þess að meðhöndla sjálfar gáttirnar er ráðist á útleysandi þætti, aukaslögin sem langoftast koma frá lungna- bláæðum (16-18). Þessi aðgerð hefur reynst mjög vel við tilfallandi gáttatif (paroxysmal atrial fibrillation), en mun síður sé gáttatif orðið viðvarandi (chronic atrial fibrillation). Miklar vonir eru bundnar við að í framtíðinni verði hægt að lækna verulegan hluta sjúklinga með tilfallandi gáttatif. Við það mun að- gerðafjöldi aukast mikið en heildarkostnaður sam- félagsins minnka þar sem kostnaður við legu og lyf sparast og vinnutap minnkar. Lokaorö Hér er gerð grein fyrir árangri brennsluaðgerða vegna ofansleglahraðtakts fyrstu árin. Á þessu tíma- bili hafa orðið miklar framfarir í þekkingu og tækni. Brennslumeðferð hófst hér á landi á svipuðum tíma og á öðrum Norðurlöndum og árangur er mjög hlið- stæður því sem best gerist erlendis. Á þessum tíma hafa orðið verulegar breytingar á innbyrðis hlutfalli mismunandi sjúklingahópa og í sjónmáli er meðferð á gáttatifi (atrial fibrillation) sem mun stórauka um- fang og fjölda brennsluaðgerða. Þakkir Höfundur þakkar Árna Kristinssyni yfirlestur og góð ráð. Kærar þakkir til Elísabetar Snorradóttur fyrir innslátt greinarinnar og aðstoð við enskan texta. Þá er Kristjáni Steingrímssyni í tölvuveri Landspítala og Þórði Helgasyni verkfræðingi þökkuð þeirra hjálp. Heimildir 1. Scheinmann MM, Norady F, Hess DS, Gonzales R. Catheter- induced ablation of the atrioventricular function to control refractory supraventricular arrhythmias. JAMA 1982; 248:851-5. 2. Gallagher JJ, Svenson RH, Kasell JH, German LD, Bardy GH, Broughton A, et al. Catheter technique for closed-chest ablation of the atrioventricular conduction system: a therapeu- tic alternative for the treatment of refractory supraventricular arrhythmias. N Engl J Med 1982; 306:194-200. 3. Borggrefe M, Hindricks G, Haverkamp W, Breithardt G. Catheter ablation using radiofrequency energy. Clin Cardiol 1990; 2:127-31. 4. Gottskálksson G. Brennsluaðgeröir á hjarta. Læknaneminn 1997; 1:17-20. 5. Jackmann WM, Beckman, McClelland JH, Wang X, Friday KJ, Roman CA, et al. Treatment of supraventricular tachycardia due to atrioventricular nodal reentry by radiofrequency catheter ablation of slow pathway conduction. N Engl J Med 1992; 327: 313-8. 6. Haissaguerre M, Gaita F, Fischer B, Commenges D, Mont- serrat P, d' Ivernois C, et al. Elimination of atrioventricular nodal reentrant tachycardia using discrete slow potentials to guide application of radiofrequency energy. Circulation 1992; 85:2162-75. 7. Jentzer JH, Goyal R, Williamson BD, Man KC, Niebauer M, Daoud E, et al. Analysis of junctional ectopy during radio- frequency ablation of the slow pathway in patients with atrio- ventricular nodal reentrant tachycardia. Circulation 1994; 90: 2820-6. 8. Josephson ME. Clinical cardiac electrophysiology, techniques and interpretation. 2nd ed. Lea & Febiger, Philadelphia/ London 1993: 736 9. Tracy CM, Swartz DF, Fletcher RD, Hoops HG, Solomon AJ, Karasi PE, et al. Radiofrequency catheter ablation of ectopic atrial tachycardia using paced activation sequence mapping. J Am Coll Cardiol 1993; 21: 910-7. 10. Feld GK, Fleck RP, Chen PS, Boyce K, Bahnson TD, Stein JB, et al. Radiofrequency catheter ablation for the treatment of human type I atrial flutter: identification of a critical zone in the reentrant circuit by endocordial mapping techniques. Circulation 1992; 86:1233-40. 11. Cosio FG, Lopez-Gil M, Goicolea A, Aosibas F, Barroso JL. Radiofrequency ablation of the inferior vena cava- tricuspid valve isthmus in common atrial flutter. Am J Cardiol 1993; 71: 705-9. 12. Scheinman MM, Huang S. The 1998 NASPE prospective catheter ablation registry. Pacing Clin Electrophysiology 2000; 6:1020-8. 13. Hindricks G. on behalf of the Investigators of the Working Group on Arrhythmias of the European Society of Cardio- logy. The Multicenter European Radiofrequency Survey (MERFS). Complications of radiofrequency catheter ablation of arrhythmias. Eur Soc Cardiol 1993; 14:1644-53. 14. Cox JL, Boineau JP, Schuessler RB, Kater KM, Lappas DG. Five year experience with the maze procedure for atrial fibrillation. Ann Thorac Surg 1993; 56: 814-24. 210 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.