Læknablaðið - 15.03.2002, Page 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NORRÆNT SAMSTARF
Norrænir læknar ræða öryggí sjúklinga
Tvisvar á ári hittist stjórn Norræna lækna-
ráðsins til skiptis á Norðurlöndum og í byrjun febrúar
var röðin komin að Islandi. í stjórninni sitja formenn
læknafélaganna fimm eða staðgenglar þeirra ásamt
framkvæmdastjórum og/eða öðrum starfsmönnum.
Formennskan færist milli landa og um þessar mundir
eru Norðmenn í forsæti.
Svo vill til að í Noregi hafa orðið töluverð um-
skipti í forystu lækna. Um áramótin tók nýr maður
við sem forseti norsku læknasamtakanna, Hans
Kristian Bakke, og með honum í för voru tveir nýir
menn, þeir Ásmund Hodne framkvæmdastjóri og
Magne Nylenna sem gegndi starfi ritstjóra norska
læknablaðsins fram til síðustu áramóta þegar hann
færði sig yfir í stól aðalritara. Læknablaðið hitti Hans
Krislian Bakke að máli og innti hann eftir því um
hvað fundurinn í Þjóðmenningarhúsinu hefði snúist.
„A þessum fundum er fjallað um sameiginleg mál-
efni norrænna lækna og að vanda var rætt um sam-
starf okkar á vettvangi Alþjóðafélags lækna og
Evrópusamtaka lækna. En það sem tók mestan tíma
var að undirbúa fund Norræna læknaráðsins sem
haldinn verður í Björgvin dagana 21.-23. maí næst-
komandi,“ sagði Hans.
Hann sagði að á fundum ráðsins væri rætt um ýmis
mál en að þessu sinni verður meginefni fundarins
öryggi sjúklinga. „Þaö verður rætt um kerfi sem eiga
að tryggja gæði meðferðar, um óhöpp sem hent geta
sjúklinga og um lækna sem ekki standa sig í starfi. Þá
verður einnig fjallað um fjármögnun og uppbyggingu
heilbrigðiskerfisins, eignarhald og annað sem haft
getur áhrif á öryggi og velferð sjúklinga," sagði
norski formaðurinn.
Hann sagði að norrænir læknar ættu margt sam-
eiginlegt þótt vissulega væri uppbygging og skipulag
heilbrigðisþjónustu með mismunandi hætti í löndun-
um. „I Noregi erum við til dæmis mjög upptekin af
því að koma á nýju kerfi í þjónustu heimilislækna,
svonefndu „fastlegesystem" sem gerir ráð fyrir því að
hver sjúklingur hafi fastan lækni sem fylgist með hon-
um hvar svo sem hann er staddur í heilbrigðiskerfinu.
Þetta kerfi tökum við upp að danskri fyrirmynd en
Danir og raunar ýmsar aðrar þjóðir hafa aðhyllst
þetta skipulag um langt árabil. Þarna sést hins vegar
vel hve ólík Norðurlönd geta verið því í Svíþjóð eru
flestir læknar starfsmenn sveitarfélaga eða léna en á
Islandi er blanda af einkarekstri og opinberum og allt
kerfið miklu opnara,“ sagði Hans.
Hann bætti því við að vissulega gætu læknar á
Norðurlöndum lært ýmislegt af íslenskum kollegum
og tók sem dæmi miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði. „Það er mjög forvitnilegt fyrir okkur að fylgjast
með gangi þess máls hér á landi því þetta er ákaflega
mikilvægt hagsmunamál sem snertir okkur ekki síður
en ykkur,“ sagði Hans Kristian Bakke að lokum. -ÞH
Hans Kristian Bakke
formaður norska lœkna-
félagsins og stjórnarfor-
maður Norrœna lœkna-
ráðsins.
Formannaráðstefna
Læknafélags íslands
Boðað er til formannafundar skv. 9. grein laga Læknafélags íslands föstudag-
inn 12. apríl 2002 í húsnæði læknasamtakanna að Hlíðasmára 8, Kópavogi.
Dagskrá:
10:00-12:30 Skýrsla formanns LÍ um afgreiðslu ályktana aðalfundar 2001, störf
stjórnar og stöðu helstu mála. Skýrslur formanna aðildarfélaga,
samninganefnda og helstu starfsnefnda eftir atvikum.
12:30-13:30 Matarhlé
13:30-15:00 1. Lœknarí vanda. Heilbrigðiseftirlit með lœknum
Frummælendur: Landlæknir og Kristinn Tómasson yfirlæknir
Vinnueftirlits ríkisins
2. Upplýsingar - auglýsingar á tölvuöld
Frummælandi: Einar Oddsson, formaður Siðfræðiráðs LÍ
3. Skipulagsmáil lœknasamtakanna, stéttarfélag/félög lœkna
Frummælandi: Sigurbjörn Sveinsson, formaður LÍ
Umræður
15:00-15:30 Kaffihlé
15:30-17:00 Áframhald umræðna
Önnur mál
Fundarlok verða að heimili formanns, Hæðarseli 28, Reykjavík.
Læknablaðið 2002/88 227