Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Síða 61

Læknablaðið - 15.03.2002, Síða 61
S M A S J A I N eru tengdar tilteknum sérgreinum lækn- inga. Þetta hefur að sjálfsögðu ekki gengið alveg átakalaust fyrir sig en spítalinn mark- aði sér þá stefnu að yfirmenn væru ekki fleiri en skynsamlegt er. Við viljum hafa tvo yfirmenn í hverri grein, lækni og hjúkrunar- fræðing, og skilgreina ábyrgðarsvið þeirra í erindisbréfi. Við ætlum ekki að raða upp mönnum hlið við hlið með óskilgreind hlutverk. Með þessu lagi fækkar yfirmönnum tölu- vert. Eftir samráð við Læknafélag íslands og læknaráð Landspítala var ákveðið að auglýsa þessar stöður. Þar með er ekki sagt að við viljum losna við þá sem gegnt hafa þessum yfirmannsstöðum úr starfi, síður en svo. Við höfum reynt að koma til móts við þá sem ekki hafa fengið yfirlæknisstöður og gera þeim lífið bærilegt því við viljum halda í þá. Þetta ferli er um það bil hálfnað og við munum halda áfram út þetta ár að ráða nýja yfirlækna og leggja niður eldri stöður.“ Tengslin við háskólann Ein aðalröksemdin fyrir staðsetningu spít- alans við Hringbraut er sú að með því styrk- ist tengslin við Háskóla Islands. „Þegar spítalinn var sameinaður var sagt að það yrði gert undir merkjum háskóla- sjúkrahúss. Þessu var almennt fagnað í röð- um starfsmanna, bæði á spítalanum og í há- skólanum. Við höfum svo verið að ræða það í okkar hóp hvert innihald slíks sam- starfs geti verið. í maí í fyrra undirrituðum við Páll Skúlason háskólarektor samkomu- lag um meginlínur í slíku samstarfi og erum nú að vinna að útfærslu ýmissa þátta þess. Meðal þeirra þátta sem taka þarf afstöðu til er að tugir starfsmanna vinna hjá báðum stofnunum. Það getur verið flókið mál því þarna er um að ræða tvær sjálfstæðar stofn- anir, hvora með sína réttarstöðu. Við viljum fjölga þeim starfsmönnum sem vinna við báðar stofnanir. Að þessu erum við að vinna og það styttist í að við munum aug- lýsa sameiginlegar stöður." Læknar hafa kvartað undan því að við sjúkrahúsið starfi fjölmargir læknar sem sinna kennslu og rannsóknum á spítalanum en hafa ekki akademíska stöðu. Þeir segja að þetta geti hamlað þeim í samstarfi við erlenda starfsbræður og stofnanir. Er verið að huga eitthvað að þessum málum? „Hluti af samkomulaginu frá því í vor var að háskólinn lýsti því yfir að hann myndi veita þeim starfsmönnum háskóla- nafnbót sem til þess eru hæfir. Að því er unnið að starfsmenn geti fengið það metið hvort þeir eru hæfir til að kenna. Standist þeir slíkt mat mun skólinn veita þeim þá nafnbót sem þeim hæfir. Þannig gætu orðið til mismunandi stöður, til dæmis klínískur dósent, rannsóknardósent og svo framvegis, hver með sína skilgreiningu. Að þessu er verið að vinna og það tekur sinn tíma því þetta þarf að fylgja föstum reglurn." Samkeppni við útlönd Að lokum spurði ég Magnús hvort hann sæi fyrir sér að Vatnsmýrin yrði öflugur vett- vangur fræða og heilbrigðisstarfs í framtíð- inni. „Já, það tel ég alveg raunhæft. Spítalinn vill vera þar og Háskóli íslands hefur uppi áform um mikla uppbyggingu á þessu svæði, þekkingarþorp er það nefnt. íslensk erfðagreining er komin á svæðið og mér finnst sjálfsagt að rannsóknastarfsemin á Keldum verði flutt í Vatnsmýrina. Auk þess vildi ég sjá fyrirtæki sem starfa á sviði heil- brigðismála hasla sér völl þarna, lyfjafyrir- tæki og þróunarfyrirtæki í heilbrigðistækni. Þá væri búið að móta það umhverfi sem þyrfti til að standast samkeppni við útlönd. Við höfum enga aðra við að keppa hér inn- anlands. Við eigum að finna okkur verðuga keppinauta í útlöndum, svo sem háskóla- sjúkrahús, til þess að bera okkur saman við og gera það opinberlega, segja frá því sem við gerum vel og einnig ef við stöndum okkur illa. Það á ekkert að draga fjöður yfir það. Sjúklingar eru smám saman að fá auk- inn rétt í samfélaginu. Fyrr eða síðar fylgir þeim rétti að geta valið um að fara til út- landa eftir bestri mögulegri þjónustu. Þetta er að gerast í löndunum í kringum okkur, svo sem í Bretlandi, og því skyldi það ekki gerast hér einnig? Við erum að búa okkur undir þá samkeppni," segir Magnús Péturs- son forstjóri Landspítala - háskólasjúkra- húss. -ÞH Rannsóknir í heilsugæslunni Mikill áhugi er á þvi' meðal lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem sinna vísindarannsóknum að fá upplýsingar úr efnivið Heilsugæsl- unnar. Stjórnendum og starfsmönn- um hennar er bæði ljúft og skylt að taka þátt í öllu því sem til framfara horfir í heilbrigðismálum og eru því lilbúnir til samvinnu um flest hvað. Að ýmsu þarf þó að gæta og vil ég biðja þá sem hyggja á samvinnu við Heilsugæsluna að hafa eftirfarandi atriði í huga: 1. Það er áhuga- og hagsmunamál Heilsugæslunnar og starfsmanna hennar að vera virkir þátttakend- ur í þeim vísindarannsóknum sem nota efnivið hennar. Því þarf að huga að samstarfi við heilsugæsl- una áður en rannsóknaráætlun liggur fyrir. 2. Einstökum starfsmönnum Heilsu- gæslunnar er frjálst að vinna að rannsóknum á sínum efniviði í samráði við viðkomandi yfirlækni. 3. Vinna við rannsóknir og upplýs- ingaöflun í vinnutíma kostar tíma og fjármuni. Því þurfa óskir um slíkt að berast til lækningafor- stjóra sem leggur málið fyrir fram- kvæmdastjórn Heilsugæslunnar til frekari ákvörðunar um þátttöku og hugsanlega gjaldtöku. 4. Svo kann að fara að Heilsugæslan geti ekki sinnt öllum þeim beiðn- um sem til hennar berast, því munu þær rannsóknir hafa for- gang þar sem starfsmenn Heilsu- gæslunnar eru meðal aðstandenda rannsóknanna. 21. febrúar 2002 Lúðvík Ólafsson lækningaforstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík Læknablaðið 2002/88 237
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.