Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2002, Side 67

Læknablaðið - 15.03.2002, Side 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMEINING SJÚKRAHÚSDEILDA Spítalinn er á vakt allan sólarhringinn allt áríð - Bráðadeildirnar á Hringbraut og í Fossvogi sameinaðar og vaktakerfi lagt niður Nýr sími lækna fyrir bráöainnlagnir á Landspítala há- skólasjúkrahúsi: 543 2100 PAÐ HEFUR EFLAUST EKKI FARIÐ FRAMHJÁ NEINUM AÐ verið er að sameina deildir og starfsemi sjúkrahús- anna í Reykjavík. Ein þeirra deilda sem gengur í gegnum slíkt ferli er slysadeildin í Fossvogi en hún hefur verið sameinuð bráðadeildinni við Hringbraut og heyrir undir slysa- og bráðasvið spítalans. Þann 1. mars var gerð sú breyting á starfsemi þessara deilda að vaktaskipting þeirra var afnumin. Þess í stað eru bráðadeildir spítalans nú opnar allan sólarhringinn allt árið. Samkvæmt nýja skipulaginu verður Slysa- og bráðadeild í Fossvogi opin slösuðum og veikum allt árið en eins og áður verður Bráðamóttakan við Hringbraut að mestu leyti tilvísunarmóttaka þar sem fólk kemur eftir að hafa verið skoðað af lækni. Hún verður einnig opin allan sólarhringinn og þangað verður meðal annars beint hjartasjúklingum og krabbameinssjúklingum sem eru í meðferð á Fand- spítalanum Hringbraut. Þar verður móttaka fyrir veik börn og við Hringbraut verður einnig móttaka fyrir bráðatilfelli á kvennadeild og geðdeild. Á Slysa- og bráðadeild í Fossvogi geta allir komið beint inn af götunni. Þar verður vinnulaginu breytt nokkuð en skipting í bráðamóttöku og slysamóttöku sem áður gilti fyrir lækna deildarinnar þykir ekki henta lengur. Nýja skipulagið er þannig að allir sem EmS Betl koma inn fara í svonefnda forgreiningu þar sem ákvörðun er tekin um meðferð. Sé það mat hjúkrun- arfræðings í forgreiningu að viðkomandi þurfi mikill- ar aðhlynningar og jafnvel innlagnar við fer hann inn á það sem nefnt er bráðavakt. Þar er tekið við þeim tilfellum þar sem þarf fjölmenna áhöfn og mikið rými. Hinir fara á svonefnda gönguvakt þar sem tekið er við þeim sem ekki þurfa á slíkri þjónustu að halda, einfaldari eða léttari tilvik sem oftast leiða til þess að viðkomandi getur farið heim aftur. Nýtt símkerfi Sameining sjúkrahúsanna og ofannefndar breytingar á starfsemi bráðamóttökunnar munu hafa áhrif á flæði sjúklinga um spítalann. Að sögn stjórnenda deildarinnar má hugsa sér að einstaklingur komi í Fossvog og fái þar fyrstu aðhlynningu og meðhöndl- un en þurfi síðan í vissum tilfellum að flytjast niður á Hringbraut á viðeigandi deild til frekari meðferðar. Slíkir flutningar verða óhjákvæmilegir meðan spítal- inn starfar á tveimur stöðum. Stjórnendur deildar- innar leggja áherslu á að tryggja gott og hnökralaust samband milli deilda svo að flutningar og samskipti verði örugg og hröð. Um mánaðamótin var nýtt símkerfi tekið í notkun á spítalanum og við það breytast símanúmerin. í flestum tilvikum eiga læknar að hringja í aðalnúmer sjúkrahússins sem er 543 1000. En liggi mikið við og læknir þurfi að komast í beint samband við bráða- móttöku getur hann hringt í 543 2100. Starfsmenn segja að breytingarnar sem gerðar hafa verið á skipulagi og vinnulagi auki hagræði en séu engin stórbylting. Helsta breytingin felst í því að leggja niður akútdagakerfið sem skipti bráðainnlögn- um milli Fossvogs og Hringbrautar. Vinnulag verður áfram að mestu óbreytt við Hringbraut. Slysa- og Stjórnendur slysa- og bráðasviös Landspítalans, talið frá vinstri: Brynjólfur Mogensen sviðstjóri lœkninga, Gyða Baldursdóttir deildarstjóri bráðamótlöku á Hringbraut, Jón Baldursson yftrlœknir slysa- og bráðamóttöku, Guðbjörg Pálsdóttir deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi og Margrél Tómasdóttir sviðstjóri hjúkrunar. Læknablaðið 2002/88 243 L

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.