Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMEINING SJÚKRAHÚSDEILDA Spítalinn er á vakt allan sólarhringinn allt áríð - Bráðadeildirnar á Hringbraut og í Fossvogi sameinaðar og vaktakerfi lagt niður Nýr sími lækna fyrir bráöainnlagnir á Landspítala há- skólasjúkrahúsi: 543 2100 PAÐ HEFUR EFLAUST EKKI FARIÐ FRAMHJÁ NEINUM AÐ verið er að sameina deildir og starfsemi sjúkrahús- anna í Reykjavík. Ein þeirra deilda sem gengur í gegnum slíkt ferli er slysadeildin í Fossvogi en hún hefur verið sameinuð bráðadeildinni við Hringbraut og heyrir undir slysa- og bráðasvið spítalans. Þann 1. mars var gerð sú breyting á starfsemi þessara deilda að vaktaskipting þeirra var afnumin. Þess í stað eru bráðadeildir spítalans nú opnar allan sólarhringinn allt árið. Samkvæmt nýja skipulaginu verður Slysa- og bráðadeild í Fossvogi opin slösuðum og veikum allt árið en eins og áður verður Bráðamóttakan við Hringbraut að mestu leyti tilvísunarmóttaka þar sem fólk kemur eftir að hafa verið skoðað af lækni. Hún verður einnig opin allan sólarhringinn og þangað verður meðal annars beint hjartasjúklingum og krabbameinssjúklingum sem eru í meðferð á Fand- spítalanum Hringbraut. Þar verður móttaka fyrir veik börn og við Hringbraut verður einnig móttaka fyrir bráðatilfelli á kvennadeild og geðdeild. Á Slysa- og bráðadeild í Fossvogi geta allir komið beint inn af götunni. Þar verður vinnulaginu breytt nokkuð en skipting í bráðamóttöku og slysamóttöku sem áður gilti fyrir lækna deildarinnar þykir ekki henta lengur. Nýja skipulagið er þannig að allir sem EmS Betl koma inn fara í svonefnda forgreiningu þar sem ákvörðun er tekin um meðferð. Sé það mat hjúkrun- arfræðings í forgreiningu að viðkomandi þurfi mikill- ar aðhlynningar og jafnvel innlagnar við fer hann inn á það sem nefnt er bráðavakt. Þar er tekið við þeim tilfellum þar sem þarf fjölmenna áhöfn og mikið rými. Hinir fara á svonefnda gönguvakt þar sem tekið er við þeim sem ekki þurfa á slíkri þjónustu að halda, einfaldari eða léttari tilvik sem oftast leiða til þess að viðkomandi getur farið heim aftur. Nýtt símkerfi Sameining sjúkrahúsanna og ofannefndar breytingar á starfsemi bráðamóttökunnar munu hafa áhrif á flæði sjúklinga um spítalann. Að sögn stjórnenda deildarinnar má hugsa sér að einstaklingur komi í Fossvog og fái þar fyrstu aðhlynningu og meðhöndl- un en þurfi síðan í vissum tilfellum að flytjast niður á Hringbraut á viðeigandi deild til frekari meðferðar. Slíkir flutningar verða óhjákvæmilegir meðan spítal- inn starfar á tveimur stöðum. Stjórnendur deildar- innar leggja áherslu á að tryggja gott og hnökralaust samband milli deilda svo að flutningar og samskipti verði örugg og hröð. Um mánaðamótin var nýtt símkerfi tekið í notkun á spítalanum og við það breytast símanúmerin. í flestum tilvikum eiga læknar að hringja í aðalnúmer sjúkrahússins sem er 543 1000. En liggi mikið við og læknir þurfi að komast í beint samband við bráða- móttöku getur hann hringt í 543 2100. Starfsmenn segja að breytingarnar sem gerðar hafa verið á skipulagi og vinnulagi auki hagræði en séu engin stórbylting. Helsta breytingin felst í því að leggja niður akútdagakerfið sem skipti bráðainnlögn- um milli Fossvogs og Hringbrautar. Vinnulag verður áfram að mestu óbreytt við Hringbraut. Slysa- og Stjórnendur slysa- og bráðasviös Landspítalans, talið frá vinstri: Brynjólfur Mogensen sviðstjóri lœkninga, Gyða Baldursdóttir deildarstjóri bráðamótlöku á Hringbraut, Jón Baldursson yftrlœknir slysa- og bráðamóttöku, Guðbjörg Pálsdóttir deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi og Margrél Tómasdóttir sviðstjóri hjúkrunar. Læknablaðið 2002/88 243 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.