Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Síða 71

Læknablaðið - 15.03.2002, Síða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 1 42 Eíntala, fleirtala Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is RUNÓLFUR PÁLSSON, LYFLÆKNIR OG NÝRNASÉRFRÆÐ- ingur, sendi fyrirspurn um notkun eintölu og fleirtölu í samsettum heitum. Tilefnið var heiti á sýni sem tek- ið er úr nýra. Runólfur sagði að slíkt sýni væri oftast nefnt nýrnasýni. en honum finnst ekki rökrétt að notuð sé fleirtala í fyrri hluta orðsins þegar um er að ræða sýni úr einu (öðru) nýra. Slíkt vill hann nefna nýrasýni. Undirritaður vill taka undir þetta. Sýni úr einum eitli verði á sama hátt eitilsýni, og sýni úr einni slagæð verði slagæðarsýni. Iðorðasafn lækna verður ekki að miklu gagni við rannsókn á þessu máli. Par má finna almenn sýna- heiti, svo sem fleygsýni, nálarsýni, stroksýni, stungu- sýni, vefsýni og vefjasýni, en engin sértæk heiti á líf- færasýnum. Spytja má þó hvort draga megi einhvetja ályktun af því að til eru bæði heitin vefsýni, sem túlka má sem sýni úr einum vef, og vefjasýni, sem túlka má sem sýni úr fleiri vefjum. Sé svo, að almennu heitin verði að geta vísað til fjölda vefja, má gera ráð fyrir að sértæku heitin verði einnig að geta gefið til kynna fjölda líffæra. Gera verður þá ráð fyrir heitum til við- eigandi aðgreiningar, svo sem citilsýni og eitlasýni, garnarsýni og garnasýni, lungasýni og lungnasýni. Gefa má þá almennu skýringu að eintölumyndin eigi við um sýni úr aðeins einu líffæri, en að fleirtölu- myndin vísi til þess að sýni komi úr fleiri en einu líf- færi. Vera má að sumum læknum finnist hér full langt seilst í orðfræðilegri nákvæmni. Undirritaður fékk til dæmis engar undirtektir á orðanefndarfundi við þeirri hugmynd að glandula adrcnalis yrði endur- skírð og látin heita nýrahetta til að gefa rými fyrir fleirtöluna nýrnahettur. Honum var að bragði á það bent að Ijósastaur við götubrún bæri oftast einungis eitt ljós og hefði hingað til ekki verið amast við því heiti. í sumum tilvikum getur þó skipt máli að geta aðgreint fjölda líffæra. Nýraígræðsla er strangt tekið annað fyrirbæri en nýrnaígræðsla. Biopsia Gríska heitið biopsia er myndað úr nafnorðunum bios sem merkir líf og ops sem merkir auga. Opsis merkir hins vegar sýn, sjón eða skoðun. Að lokum kemur svo viðskeytið -ia sem oft er notað til að tákna stöðu eða ástand. Uppflettingar í erlendum læknis- fræðiorðabókum gefa til kynna að heitið biopsia sé notað á tvo vegu: 1. um þann feril eða þá aðgerð að fjarlægja vef(i) úr lifandi líkama og rannsaka með skoðun, oftast smásjárskoðun, og 2. um sýnið eða vefinn sem fjarlægður er. íðorðasafn lækna birtir og þýðir enska nafnorðið biopsy á sambærilegan hátt: 1. vefsýnitaka. 2. vefsýni, vefjasýni. A síðustu árum hafa svo komið fram heitin lífsýni og lífsýnistaka sem eru enn nákvæmari þýðingar á upprunalega gríska heit- inu. I læknisfræðilegu samhengi má oft sleppa orð- hlutanum líf- án þess að hætta sé á misskilningi. Skin biopsy verður þannig: 1. húðsýnistaka. 2. húðsýni. Til gamans eru nokkur almennu lífsýnaheitanna úr íðorðasafni lækna tilgreind og þýðingar Iðorða- safnsins lagfærðar þannig að báðar ofangreindar merkingar komi fram í hverju tilviki: brush biopsy 1. burstasýnistaka. 2. burstasýni; endoscopic biopsy 1. holspeglunarsýnistaka, holsýnistaka. 2. holspeglun- arsýni, holsýni; excision biopsy 1. brottskurðarsýnis- taka. 2. brottskurðarsýni; needle biopsy 1. nálarsýnis- taka. 2. nálarsýni; surface biopsy 1. yfirborðssýnis- taka. 2. yfirborðssýni; wedge hiopsy 1. fleygsýnistaka. 2. fleygsýni. Sjálfnæmi Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir, er ráðgjafi við dánar- meinaskráningu Hagstofu íslands. Hún sendi fyrir- spurn vegna autoimmune hepatitis en sá sjúkdómur birtist ekki sem sjálfstæð samsetning í íðorðasafninu. Hcpatitis er lifrarbólga og autoimmune vísar í ónæmissvörun sem beinist gegn eigin vef eða líffæri. íðorðasafn lækna notar heitið sjálfsnœmi sem undir- ritaður vill frekar nefna sjálfnœmi með því að beita stofnsamsetningu en ekki eignarfallssamsetningu. Autoimmunc hcpatitis verður þá sjálfnæmislifrar- bólga. Heiti á sjónusjúkdómi Eiríkur Sigurðsson, starfsmaður hjá Islenskri erfða- greiningu, sendi tölvupóst og bað um aðstoð vegna sjúkdómsheitisins rctinitis pigmcntosa. Læknisfræði- orðabók Dorlands lýsir fyrirbærinu þannig: Hópur sjúkdóma sem oftast eru arfgengir og einkennast af tapi á sjónuviðbrögðum (samkvœmt sjónurafriti), sjónurýrnun, þrengingu á sjónuœðum, kekkjun á litarefni sjónu og þrengingu á sjónsviði. Latneska heitið er hvorki nákvæmt né nægilega gegnsætt. Kctinitis merkir sjónubólga, en um slíkt er þó ekki að ræða. Pigmentosa merkir hins vegar litar- eða litaður og vísar einungis í brúnu litarkekkina sem greinast við augnspeglun. Bein þýðing gæti því verið litar- sjónubólga. Iðorðasafn lækna hefur gert tilraun til lagfæringar og birtir íslenska heitið sjónufreknur með útskýringunni: Litefnahrörnun sjónu. Undirrit- aður tók þá stefnu í svari sínu til Eiríks að blanda saman heitinu og skýringunni og leggja meiri áherslu á litarblettina til að auka á gegnsæið. Úr varð ný tillaga að íslensku heiti: litblettótt sjónuhrörnun. Nú sem fyrr væri gaman að fá að heyra viðbrögð þeirra sem telja sig málið varða. Læknablaðið 2002/88 247
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.