Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 7

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 7
RITST JQRIUARGREIIUAR Vinnuumhverfi á Islandi - þörf fyrir meiri umræðu | Mikið er rætt um vinnu- markað og umhverfismál í J fjölmiðlum hérlendis og tengist sú umræða ckki síst I áformum um ný eða aukin R > jk jt tækifæri á vinnumarkaði og/ eða hagræðingu sem leiðir I yfirleitt al' scr samruna t'yrir- tækja í stærri einingar og Kristinn fækkun starfsfólks. Tómasson j fréttum sem Morgun- blaðið er með á vef sínum (26.8.2002) er fjallað ítarlega um ýmsa þætti sem lúta að álveri á Austurlandi. í þessum pistlum er ekki aðaláhersla á heilsu starfsmanna sem hugsan- lega muni vinna í verksmiðjunni eða í tengslum við smíði hennar, heldur er áherslan fyrst og fremst á áhrif verksmiðjunnar og byggingu hennar á efna- hagslíf þjóðarinnar og á umhverfismál í víðtækri merkingu þess orðs, það er hver verða áhrif á há- lendið og lítt snortna náttúru þess, hver verða áhrif á loft, lands- og sjávargæði í nágrenni við verk- smiðjuna? Lítið hefur hins vegar borið á umfjöllun um heilsufar væntanlegs starfsfólks og fjölskyldna þeirra. Ekki er ljóst hvað veldur því. Hugsanlega getur það verið vegna þess að stóriðjufyrirtæki hér- lendis hafa haft nokkra forgöngu um eftirlit með heilsufari hjá starfsfólki sínu og má þar benda á álverin, járnblendið og steinullarverksmiðjuna og þar af leiðandi finnist stjórnmálamönnum og öðr- um ekki þörf á að þessi mál séu í brennidepli um- ræðunnar. Petta er mögulega rétt. Lýsir það sér ekki hvað síst í því að eitt af álfyrirtækjunum setur sér þau markmið á heimasíðu sinni að fyrir árið 2004 verði búið að ljúka áhættumati með tilliti til hættu fyrir heilsu starfsmanna og fylgst verði með að minnsta kosti 95% af áhættuvöldunum jafnframt því sem dregið verði úr efnamengun og mestu há- vaðavöldum um 40%. Jafnframt þessu verði vinnu- vistfræðilegra sjónarmiða betur gætt á hverri vinnu- stöð og slysagildrum fækkað og að starfsmanna- heilsuvernd með viðeigandi sérfræði þekkingu verði til staðar í hverri verksmiðju (1). Þetta eru virðingarverð markmið en til þess að við sem læknar og málsvarar íslensku þjóðarinnar í heilbrigðismálum getum tekið við þeim þurfum við að skoða hvaða kröfur við viljum gera um vinnu- umhverfi og hættu af því fyrir einstaklinga á ís- lenskum vinnumarkaði og fjölskyldur þeirra. Til þess að við getum komið fram með slíkar kröfur þurfum við að afla meiri upplýsinga um þær hættur, jafnt líffræðilegar, sálfræðilegar og félagslegar, sem tengjast vinnu hérlendis og svara því hvaða áhrif þær hafa á heilsu starfsmanna og fjölskyldna þeirra. Nauðsynlegt er að athuga að umræða sem þessi er grundvölluð á áhætttumati sem er lykilþáttur í öfl- ugri starfsmannaheilsuvernd. Það þarf einnig að spyrja hvernig á að bregðast við hættunni? Er hægt að fjarlægja hana eða fjarlægja starfsmann frá hætt- unni? Ef það er ekki unnt hvernig er þá hægt að veita starfsmanninum nægilega vernd á annan hátt? Og ef það er ekki hægt þá þarf að spyrja hvort áhættan sé ásættanleg? Ef svo er þarf að spyrja hvaða og hvers konar heilbrigðiseftirlit þarf og er hægt að veita það? Þetta síðastnefnda atriði er sér- staklega mikilvægt þegar litið er til framkvæmda í strjálbýli þar sem langt er í þjónustu ef skyndileg eða mikil óhöpp verða. Nú þegar einhverjar mestu framkvæmdir Is- landssögunnar eru að hefjast er mikilvægt að lækn- ar taki virkan þátt í öllu sem lýtur að starfsmanna- heilsuvernd, þar með töldu áhættumati, og tryggi að slíkt mat og nauðsynleg þjónusta verði raun- verulega veitt hér á landi. Nauðsynlegt er að und- irstrika að slík þjónusta verði ekki einvörðungu bundin stóriðnaðarfyrirtækjum sem sögulega séð fylgir veruleg áhætta vegna efnamengunar eða slysahættu heldur verði hún tengd við öll fyrirtæki. Þetta verður ekki gert nema með því að veru- lega aukið fjármagn verði lagt af hálfu opinberra aðila, fyrirtækja og rannsóknasjóða til rannsókna á vinnuslysum, áhættuþáttum, (líffræði-, sálfræði-, vinnuvistfræði- og félagslegra), sem og til rannsókna á heilsufari fólks í hinum ýmsu starfsgreinum. Það er ábyrgð okkar lækna að kalla eftir þessu! 1. Sjá heimasíðu Alcoa: www.alcoa.com/global/en/environment/goals.asp Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær geröir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Agrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og inyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://lb.icemed.is/ Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Höfundur er yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins. Læknablaðið 2002/88 619

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.