Læknablaðið - 15.09.2002, Page 17
FRÆÐIGREINAR / SVÆFINGALÆKNINGAR
Sjúklingahóparnir reyndust að mestu sambærileg-
ir hvað varðar aldur, kyn og líkamsþyngd. Gengið var
úr skugga um að blóðrauði sjúklinganna væri sam-
bærilegur en það máttleysi sem fylgir blóðleysi gæti
hugsanlega haft áhrif á niðurstöður.
Þeir sjúklingar sem fengu pancúróníum til vöðva-
slökunar reyndust þó vera eldri en þeir sem fengu
vecúróníum. Svæfingartími þeirra var lengri en þó
var tími frá síðasta skammti vöðvaslakandi lyfs lengri
og meðalskammtur var minni.
í fyrri könnun okkar reyndist súrefnismettun
þeirra sjúklinga sem voru vöðvaslakaðir við komu á
vöknunardeild lægri en hinna. I þessari könnun var
súrefnismettun þeirra einnig lægri en þó ekki svo að
munurinn mældist tölfræðilega marktækur. Nýleg er-
lend rannsókn hefur sýnt fram á að sjúklingar sem
eru undir áhrifum langverkandi vöðvaslakandi lyfja
eftir svæfingu þurfa súrefni aukalega til að halda uppi
súrefnismettun í blóði (2). Líkamshiti sjúklinga við
komu á vöknun var mældur og reyndist ekki hafa
áhrif en þekkt er að kæling veldur vöðvastirðleika og
gæti því truflað niðurstöður (14).
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða
mæliaðferð hentar best til að meta áhrif vöðvaslak-
andi lyfja og er skemmst frá því að segja að enn hefur
ekki fundist nein aðferð sem það metur svo óyggj-
andi sé. Mælt hefur verið með notkun taugaörva í
svæfingu en ekki hafði tekist að sýna fram á minni
eftirstöðvar vöðvaslakandi lyfja með þeim taugaörv-
um sem á markaði voru er farið var af stað með rann-
sókn þessa. (9). Ekki tókst að sýna fram á að notkun
taugaörva í svæfingu lækkaði tíðni eftirstöðva vöðva-
slökunar í þessari könnun. Til að tryggja nægilegan
vöðvastyrk að svæfingu lokinni var markmiðið að ná
TOF-hlutfalli í að minnsta kosti 70%. Fram hafa
komið þær kenningar að hlutfallið þurfi að vera að
minnsta kosti 85% til að vöðvastyrkur sjúklings sé
nægilega endurheimtur (15). Ef svo er gæti það hugs-
anlega skýrt lítinn árangur af notkun taugaörva í
þessari rannsókn en frekari rannsókna er þörf því til
staðfestingar. Nýleg rannsókn þar sem TOF-hlutfall-
ið var 80% sýndi fram á marktæka lækkun vöðva-
slökunar eftir svæfingu (11).
Hvað varðar mat á vöðvaslökun á vöknunardeild
völdum við þann kostinn að nota klínískt próf. Notkun
taugaörva er auðveld á sofandi sjúklingum en notkun
tækisins á vöknunardeild fylgja ýmis vandkvæði. Hreyf-
ingar geta truflað mælingamar og notkun tækisins
krefst því góðrar samvinnu við sjúkhng. Auk þess fylgja
viss óþægindi þeim vægu rafstuðum sem tækið gefur.
Pavlin et al (1) sýndu fram á að þrátt fyrir nægan
innöndunarkraft og innöndunarþrýsting hafa vöðvar
í öndunarvegi ekki endurheimt nægan styrk til að efri
öndunarvegir haldist opnir og hreinir fyrr en sjúk-
lingur getur haldið höfði í fimm sekúndur eða lengur.
Notuðum við því fimm sekúndna höfuðlyftuna til
marks um hvort sjúklingar væru enn undir áhrifum
vöðvaslakandi lyfja við komu á vöknunardeild. Auk
höfuðlyftunnar var handstyrkur mældur til að sjá
hvort hægt væri að finna samsvörun með höfuðlyft-
unni. Hann reyndist ekki marktækt lægri hjá þeim
sjúklingum sem voru vöðvaslakaðir en tilhneiging í
þá átt var hins vegar greinileg.
Nokkuð dregur úr nákvæmni rannsóknarinnar að
ekki reyndist mögulegt að sami aðili framkvæmdi
allar mælingamar en slíkt hefði verið æskilegt. Smá-
vægileg vandkvæði fylgdu notkun taugaörvanna
vegna ónógrar reynslu þeirra sem mælingarnar fram-
kvæmdu. Taugaörvar höfðu hlutfallslega lítið verið
notaðir á svæfingadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er
við fórum af stað með rannsóknina. Þá höfðu nýlega
verið tekin í notkun tæki sem gera kleift að mæla
nákvæmt TOF-hlutfall á auðveldan máta. Notkun
þeirra hefur færst mjög í vöxt á deildinni síðan rann-
sóknin var gerð.
Notkun vöðvaslakandi lyfja hefur á undanförnum
árum breyst í þá átt að lyf með styttri verkunartíma
hafa leyst hin eldri og langvirkari af hólrni og hefur
þróunin verið hröð. Fyrir nokkrum árum var mælst
er til þess að pancúróníum væri ekki notað við skurð-
aðgerðir (2). I dag heyrir notkun pancúróníum við
skurðaðgerðir til undantekninga en stuttverkandi lyf-
ið rókúróníum er mest notað, það var hins vegar ekki
komið á markað á Islandi er rannsókn þessari var
hleypt af stokkunum. Þrátt fyrir að rannsóknin nú
hafi ekki sýnt fram á að notkun taugaörva dragi úr
vöðvaslökun eftir svæfingu er ástæða til að mæla
áfram með notkun þeirra ekki síst við svæfingu áhættu-
sjúklinga og í löngum aðgerðum (6-9,11,16). Frekari
rannsókna er þörf þar sem markmiðið væri hærra
TOF-hlutfall.
Lokaorð
Eftirstöðvar vöðvaslakandi lyfja eru algengar (15%)
hjá sjúklingum við komu á vökunardeild. Þó ekki
hafi tekist að sýna fram á aukinn vöðvastyrk sjúk-
linga eftir svæfingu með notkun taugaörva í svæfingu
í þessari könnun er ástæða til að mæla áfram með
notkun þeirra, ekki síst við svæfingar áhættusjúklinga
og í löngum aðgerðum. Vöðvaslakandi lyf eru þess
eðlis að notkun þeirra krefst stöðugs eftirlits. Þrátt
fyrir að þekking á verkun þeirra hafi aukist og þróun
hafi orðið í mæliaðferðum til að mæla virkni þeirra er
Ijóst að enn má bæta um betur.
Þakkir
Sérstakar þakkir eru til samstarfsfólks á svæfingar-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur og hjúkrunarfræðinga
á vöknunardeild. Einnig til Vísindasjóðs Sjúkrahúss
Reykjavíkur sem veitti styrk til rannsóknarinnar og
til Sigurðar Sveinssonar vegna aðstoðar við tölfræði-
útreikninga.
Læknablaðið 2002/88 629