Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 25

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 25
FRÆÐIGREINAR / BIÐLISTAR, KYN, ALDUR Tafla II. Aögerðir meö lengsta biölista í maí 2001 og fjöldi sjúklinga sem eftir þeim bíöa, skipt niður í hópa. Nafni aögeröar fylgir aögeröarnúmer samkvæmt NOMESCO-flokkunarkerfinu. Deild Aögerö Fjöldi á biölista Fjöldi karla Fjöldi kvenna Eldri hópur Yngri hópur Almenn skurödeild LSH Hringbraut Aðgerð til að stöðva bakflæði úr maga i vélindi í kviðarholsspeglun (JBCOl) 287 118 169 Fædd 1953 eða fyrr: 145 Fædd 1954 eða síðar: 141 Augndeild LSH Hringbraut Augasteinsþeyting meö ísetningu gerviaugasteins í afturhólf (CJE20) 625 204 421 Fædd 1922 eða fyrr: 322 Fædd 1923 eða síðar: 303 Sameinuö bæklunar- lækningadeild LSH Frumendurnýjun mjaðmarliöar að fullu, með liðgervi, meö sementi (NFB40) 124 58 66 Fædd 1930 eöa fyrr: 61 Fædd 1931 eða síðar: 63 Reykjalundur (endurhæfing) Endurhæfing * 945 328 617 Fædd 1944 eöa fyrr: 473 Fædd 1945 eða síðar: 471 Háls-, nef- og eyrna- deild LSH Fossvogi Hálskirtlataka 218 111 107 Fædd 1981 eða fyrr: 106 Fædd 1982 eða síöar: 112 Lýtalækningadeild LSH Hringbraut Brjóstlögun með minnkun brjósts og tilfærslu geirvörtureits (HAD30) ** 288 Fæddar 1967 eða fyrr: 147 Fæddar 1968 eða síðar: 141 * Þar sem fjölbreytilegar ástæöur liggja aö baki beiöni um endurhæfingu var erfitt aö skilgreina stóran hóp viö nákvæmlega sömu aöstæöur. ** Hér var aö sjálfsögöu ekki hægt aö bera saman biötíma kynja þar sem eingöngu konur gangast undir brjóstaminnkun. Þetta var þó sú aögerö sem langflestir biöu eftir á lýtalækningadeildinni og lá því beinast viö aö líta nánar á hana. Umræöa Rannsókn okkar hefur sýnt fram á marktækan mun á biðtíma mismunandi sjúklingahópa eftir aðgerðum á ýmsum sjúkradeildum á Reykjavíkursvæðinu. I sum- um tilvikum kom þessi munur fram við samanburð eftir aldri og í öðrum tilvikum eftir kyni. Biðtímamunurinn sem fannst getur skipt verulegu máli, enda getur biðin haft umtalsverð áhrif á heilsu og líðan fólks. Dönsk rannsókn leiddi til dæmis í ljós að flestir sjúklingar á biðlista eftir bæklunaraðgerð- um höfðu stöðuga verki, áttu erfitt með að bjarga sér sjálfir, juku mjög lyfjanotkun sína, lögðust gjarnan inn á sjúkrahús og einangruðust félagslega. Einnig olli langur biðtími verri bata eftir brjósklosaðgerðir (6). Spænsk rannsókn leiddi í ljós að lífsgæði sjúk- linga sem biðu eftir aðgerð vegna góðkynja stækkun- ar á blöðruhálskirtli voru mun verri en samanburðar- hóps í sama aldursflokki (7). I svipaðri rannsókn gerðri í Hollandi kom fram skerðing á lífsgæðum hjá sjúklingum á biðlista eftir kransæðavíkkun (8). Það sama var uppi á teningnum í Kanada en þar var rann- sóknarhópurinn sjúklingar sem biðu eftir kransæða- hjáveituaðgerð. Sjúklingar sem biðu lengur en þrjá mánuði eftir aðgerðinni voru sérlega illa settir, töp- uðu miklu af líkamlegri og félagslegri færni á biðtím- anum og fengu mun frekar aukaverkanir í kjölfar að- gerðar (9). Það vekur þó athygli að samkvæmt hollenskri rannsókn, sambærilegri þeim er lýst var hér að ofan, voru einungis 15% sjúklinga sem biðu eftir bæklunar- og augnaðgerðum óánægð á biðtímanum, jafnvel þótt hann væri allt að sjö mánuðir (10). Aþekkar nið- urstöður fengust í Bretlandi þar sem þeir sem lengst Tafla III. Samanburöur á miögildi biötima kynja og tveggja aldurshópa á biölistum sex heilbrigðisstofnana. Biötíminn er gefinn í vikum. Deild Biö karla Biö kvenna P-gildi Biö eldri hóps Biö yngri hóps P-gildi Almenn skurödeild LHS Hringbraut 73 60 < 0,05 67 66 em* Augndeild LHS Hringbraut 15 17 em 18 14 < 0,001 Bæklunardeild LHS Hringbraut 33 28 em 33 30 em Reykjalundur 17 21 < 0,05 26 17 < 0,025 Háls-, nef- og eyrnadeild 29 33 < 0,05 33 21 < 0,01 Lýtalækningadeild LHS Hringbraut 82 75 em * em = ekki marktækt. biðu báru sig síst verr en hinir og geðheilsa þeirra reyndist betri (11). Rannsóknir benda þó í langflestum tilvikum til að langur biðtími sé til ills, enda verða sjúklingar á bið- listum í meiri eða minni mæli fyrir andlegum og lík- amlegum óþægindum á biðtímanum. Stjórnvöld virð- ast enda telja langa biðlista vera til óþurftar og leggja áherslu á styttingu þeirra, jafnvel með löggjöf. Misræmi á biðtíma eftir kyni og aldri eins og kom fram í þessarri rannsókn hefur fundist á sjúkrahúsum víðs vegar um heiminn. í Bandaríkjunum þurfa konur nær undantekningarlaust að bíða lengur eftir líf- færaígræðslum en karlar og eru einnig síður settar á slíka biðlista (12-14). Auk þess hefur komið fram að eldra fólk bíður lengur en yngra fólk eftir nýma- ígræðslu (13) og börn lengur en fullorðnir eftir lifrar- Læknablaðið 2002/88 637

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.