Læknablaðið - 15.09.2002, Qupperneq 30
FRÆÐIGREINAR / STARFSENDURHÆFING
Tafla I. Afstaöa til starfsendurhæfingar á Reykjalundi.
Ánægöir Hlutlausir Óánægöir Fjöldi
Ánægja meö fræöslu1 80,0% 12,5% 7,5% 40
Ánægja meö æfingar og verkefni1 75,0% 15,0% 10,0% 40
Heildaránægja meö starfsendurhæfingu2 62,5% 30,0% 7.5% 40
1 Afstaöa til fræöslu og til æfinga og verkefna var mæld meö fimm eininga mælistiku. Þeir sem voru mjög
eöa talsvert ánægöir eru flokkaöir sem ánægöir, þeir sem sögöust hvorki né eru flokkaöir sem hlutlausir
og þeir sem voru talsvert eöa mjög óánægöir eru flokkaöir sem óánægöir.
2 Heildaránægja var mæld meö mælistiku sem náöi frá 0 (mikil óánægja) til 10 (mikil ánægja). Gildi 0 til
3 eru flokkuö sem óánægja, gildi 4 til 6 sem hlutleysi og gildi 7 til 10 sem ánægja.
Tafla II. Afstaöa til fulls starfsnáms í Hringsjá.
Ánægöir Hlutlausir Óánægöir Fjöldi
Ánægja meö námsefni1 80,0% 6,7% 13,3% 15
Ánægja meö undirbúning fvrir starf1 100,0% 0,0% 0,0% 15
1 Afstaöa til fræöslu og til æfinga og verkefna var mæld meö fimm eininga mælistiku. Þeir sem voru mjög
eöa talsvert ánægöir eru flokkaöir sem ánægöir, þeir sem sögöust hvorki né eru flokkaöir sem hlutlausir
og þeir sem voru talsvert eöa mjög óánægöir eru flokkaöir sem óánægöir.
Tafla III. Afstaöa til tölvunámskeiös í Hringsjá.
Ánægöir Hlutlausir Óánægöir Fjöldi
Ánægja meö námsefni1 84,2% 10,5% 5,3% 19
Ánægja með undirbúning fyrir starf1 84,2% 10,5% 5,3% 19
Heildaránægja meö tölvunámskeið2 63,1% 31,6% 5,3% 19
1 Afstaöa til fræöslu og til æfinga og verkefna var mæld meö fimm eininga mælistiku. Þeir sem voru mjög
eöa talsvert ánægöir eru flokkaöir sem ánægöir, þeir sem sögöust hvorki né eru flokkaöir sem hlutlausir
og þeir sem voru talsvert eöa mjög óánægöir eru flokkaöir sem óánægöir.
2 Heildaránægja var mæld meö mælistiku sem náöi frá 0 (mikil óánægja) til 10 (mikil ánægja). Gildi 0 til
3 eru flokkuö sem óánægja, gildi 4 til 6 sem hlutleysi og gildi 7 til 10 sem ánægja.
að vera tilbúnir til að fara í þessa endurhæfingu af
heilindum og ytri aðstæður þurfa að vera heppilegar.
Við komu á Reykjalund fer fram vinnuprófun og
kortlagning á færniskerðingu og hæfni og styrk-
leikum hvers og eins. Að því loknu er gerður samn-
ingur um markmið og leiðir að settu marki. Unnið er
einstaklingsbundið og í hópum. Mikil áhersla er á
fræðslu og kennslu. Lögð er áhersla á að bæta líkams-
vitund og vinnustellingar, auka vinnuþol og styrktar-
og úthaldsþjálfun. Skjólstæðingurinn er aðstoðaður
við að setja sér raunhæf markmið miðað við færni og
getu. Megináhersla í endurhæfingunni er á vinnuefl-
ingu með því að auka vinnuþol með fræðslu, æfingum
og vinnuprófun við ýmis verk, bæði innan staðar og
utan. Einnig er lögð áhersla á vinnuaðlögun þar sem
athugað er hvort hægt sé að breyta vinnuumhverfi,
vinnutíma og vinnuferli. Veittur er stuðningur við at-
vinnuumsóknir og athugun á vinnumarkaði. Meðal-
dvalartími á Reykjalundi er um tveir mánuðir.
í Hringsjá fer fram starfsendurhæfing fyrir ein-
staklinga sem vegna afleiðinga sjúkdóma eða slysa
þurfa að endurmeta og styrkja stöðu sína á vinnu-
markaði. Fólk fær kennslu, þjálfun og ráðgjöf sem
miðar að því að það verði fært um að vinna störf á al-
mennum vinnumarkaði eða takast á við frekara nám.
Almenn þekking og færni er endurnýjuð og aukin
eftir þörfum, en einnig er veitt sérhæfing sem tekur
mið af skrifstofu- og þjónustustörfum, meðal annars
með kennslu í tölvunotkun og bókhaldi. Raunhæft
sjálfsmat, aukið sjálfstæði, sjálfstraust og þor og
aukin lífsgæði eru einnig höfð að leiðarljósi. Staða
einstaklingsins er metin og hann lærir að þekkja sjálf-
an sig betur, óskir sínar, hæfileika, getu og takmark-
anir. Stundaskrá er fjórar til sex kennslustundir dag-
lega. Einnig eru einstaklingsviðtöl hjá náms- og
starfsráðgjafa og einstaklingviðtöl og umræðutímar
hjá sálfræðingi. Hver einstaklingur er að jafnaði í
starfsþjálfun í eitt og hálft ár. Auk þess er boðið uppá
skemmri (30 til 60 kennslustunda) tölvu- og bók-
haldsnámskeið. Kennt er í litlum hópum og getur
hver unnið á sínum hraða. Nemendum námskeiða er
boðið upp á náms- og starfsráðgjöf.
Til að meta viðhorf matsþega til endurhæfingar-
matsins, til þeirra starfsendurhæfingarúrræða sem
vísað var til í kjölfar þess og áhrif þessa ferlis á sjálfs-
traust og sjálfsbjargarviðleitni þeirra, var gerð við-
horfskönnun hjá þeim sem metnir voru af matsteym-
inu árið 2000. Það ár var fyrsta heila almanaksárið
sem starfsemin fór fram.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin er byggð á viðhorfskönnun sem Félags-
vísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir T’R í októ-
ber 2001. Reynt var að finna þá 109 einstaklinga sem
metnir höfðu verið af matsteymi á árinu 2000. Viðtöl-
in voru tekin í síma. Þátttakendum var heitið nafn-
leynd og fullum trúnaði. Við úrvinnslu var notuð lýs-
andi tölfræði. Engar persónutengdar upplýsingar
voru notaðar í úrvinnslu. Könnunin var gerð með vit-
und Persónuverndar.
Niðurstöður
Svör fengust frá 83 af 109 matsþegum, eða 76,1%.
Brottfall (23,9%) mátti einkum rekja til þess að ekki
náðist til viðkomandi, meðal annars vegna búsetu
erlendis þegar könnunin fór fram eða að fólk vildi
ekki taka þátt í könnuninni.
Allir 83 þátttakendumir höfðu hitt endurhæfing-
arlækni, 80 (96%) félagsráðgjafa, 79 (95%) sjúkra-
þjálfara og 55 (66%) sálfræðing matsteymis. Fjörutíu
einstaklingum (48%) hafði að tillögu matsteymis ver-
ið vísað í atvinnulega endurhæfingu á Reykjalundi,
19 (23%) á tölvunámskeið í Hringsjá og 15 (18%) í
fullt starfsnám í Hringsjá.
Tafla I sýnir afstöðu til starfsendurhæfingar á
Reykjalundi. Reyndist drjúgur meirihluti þátttak-
enda ánægður með fræðsluna þar og þær æfingar og
verkefni sem þeir tóku þátt í og talsverður meirihluti
var í heildina ánægður með endurhæfinguna.
Töflur II og III sýna afstöðu til starfsendurhæfing-
ar í Hringsjá. I töflu II sést að fjórir af hverjum fimm
vom ánægðir með námsefni og allir með þann undir-
búning sem fullt starfsnám veitti fyrir vinnu. Tafla III
sýnir að 84,2% þátttakenda voru ánægðir með náms-
642 Læknablaðið 2002/88