Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2002, Page 34

Læknablaðið - 15.09.2002, Page 34
FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Hringja - hnoða Tillaga að einfölduðum viðbrögðum almennings við hjartastoppi utan sjúkrahúss Davíð O. Arnar Svanhildur Þengilsdóttir Bjarni Torfason Felix Valsson Gestur Þorgeirsson Hildigunnur Svavarsdóttir Jón Baldursson Jón Þór Sverrisson Þórður Þorkelsson Frá Endurlífgunarráði. Fyrirspumir og bréfaskipti: Davíð O. Arnar, Endurlífgunarráði, Landlæknisembættinu, Laugavegi 116,105 Reykjavík. davidar@landspitali.is Hjartastopp hjá fullorönum er í miklum meirihluta tilfella orsakað af sleglahraðtakti (ventricular tachy- cardia) eða sleglatifi (ventricular fibrillation). Ef slegla- tif er orsökin er rafstuð á brjóstholið það eina sem dugar til að koma aftur á reglulegum sínustakti. Þegar hjartastopp verða utan sjúkrahúss líður hins vegar oft einhver tími þar til rafstuðsgjafi kemur á vettvang, yfirleitt með sjúkrabifreið. Ef vitni eru að hjarta- stoppi utan sjúkrahúss skiptir gríðarlega miklu máli að hefja grunnendurlífgun sem allra fyrst eftir að kallað hefur verið á aðstoð. Slík viðbrögð geta lengt þann tíma sem sjúklingur er í sleglatifi eða slegla- hraðtakti og auka þannig líkur á að mögulegt sé að koma aftur á sínustakti með rafstuði (1). Jafnframt getur þetta dregið úr hættu á heilaskaða ef einstak- lingurinn lifir hjartastoppið af (2). Mikilvægi þess er augljóst þar sem hæfni þeirra sem lifa af hjartastopp fer að miklu leyti eftir því hvort heilastarfsemi hefur orðið fyrir varanlegum skaða eða ekki. Grunnendurlífgun felur í sér öndunaraðstoð, gjaman með munn-við-munn-öndun, og hjartahnoð. Mörgum leikmönnum reynist erfitt að muna ná- kvæmlega hvernig framkvæma á þessa öndun (3). Jafnframt hefur á undanförnum árum komið í ljós að talsverð tregða er meðal þeirra sem verða vitni að hjartastoppi að nota munn-við-munn-öndun, sérstak- lega hjá ókunnugum. Astæðurnar fyrir því eru marg- víslegar, hræðsla við smitsjúkdóma vegur þar sjálf- sagt þungt en aðrar ástæður eins og að gera illt verra eða jafnvel ótti við skaðbótaskyldu skipta sjálfsagt einnig máli (4,5) og draga þessar staðreyndir líklega talsvert úr því að endurlífgun sé reynd af þeim sem eru nærstaddir þegar hjartastopp verður hjá ókunn- ugum utan sjúkrahúss. I nýlegri viðhorfskönnun meðal almennings á ís- landi kom í ljós að ekki skipti máli fyrir yfirgnæfandi meirihluta hvort grunnendurlífgun utan sjúkrahúss væri einfölduð á þann hátt að einungis væri fram- kvæmt hjartahnoð (6). Þessar niðurstöður eru athygl- isverðar, en hins vegar kann að vera að raunveruleik- inn sé annar. I samantekt á starfsemi neyðarbíls á Reykjavíkursvæðinu fyrir árin 1991-1996 kom í ljós að endurlífgun var reynd af nærstöddum í 43% til- fella þegar vitni voru að (7). Rétt er að taka fram að ekki var lagt mat á gæði endurlífgunartilraunanna hjá þeim sem voru nærstaddir. A allra síðustu árum hefur verið skoðað bæði í dýralíkönum og hjá mönnum hversu mikilvægur öndunarþátturinn er í raun við endurlífgun. í ljós hef- ur komið að í hundamódeli þar sem framkallað var sleglatif dugði hjartahnoð eitt og sér til að viðhalda súrefnismettun yfir 90% í meira en 4 mínútur (8). Þessar niðurstöður og fleiri hafa hvatt til endurskoð- unar á mikilvægi öndunaraðstoðar á fyrstu mínútun- um eftir hjartastopp. í dýralíkönunum hefur verið reynt að líkja eftir aðstæðum þar sem vitni eru að hjartastoppi. Hefur verið borinn saman árangur af fullri endurlífgun með hjartahnoði og öndunarað- stoð, hjartahnoði eingöngu og engri grunnendurlífg- un í stuttan tíma en síðan hefur verið gefið rafstuð, lyf og full endurlífgun (9,10). Niðurstöður þessara rann- sókna sýna að grunnendurlífgun með hjartahnoði og öndunaraðstoð skilar sams konar árangri og hjarta- hnoð eingöngu, á fyrstu mínútunum eftir hjartastopp, en hvort tveggja er betra en engin grunnendurlífgun. í stórri en óslembaðri evrópskri könnun á endur- lífgunartækni leikmanna sem höfðu komið að eða orðið vitni að hjartastoppi utan sjúkrahúss kom í ljós að þeim sjúklingum sem eingöngu höfðu fengið hjarta- hnoð vegnaði ekki síður en þeim sem bæði fengu hnoð og blástur (11). Þeim sem enga meðferð fengu vegnaði hins vegar verst allra. Niðurstöður rann- sókna á endurlífgun utan sjúkrahúss í Reykjavík hafa einnig gefið til kynna mikilvægi grunnendurlífgunar, en í þeirri rannsókn var þó ekki gerður greinarmunur á hnoði einu sér annars vegar og hnoði ásamt blæstri hins vegar (7). Merkilegasta rannsóknin á þessu sviði hingað til birtist fyrir tæplega tveimur árum (12). Þar var borinn var saman árangur af endurlífgun með hjartahnoði og blæstri annars vegar og hjartahnoði einu og sér hins vegar hjá fólki sem fór í hjartastopp utan sjúkrahúss. Sérþjálfað fólk svaraði í síma hjá neyðarlínu borgar- innar, slembaði sjúklinga í hjartastoppi í ofangreinda hópa og gaf síðan skýrar leiðbeiningar um hvernig framkvæma ætti endurlífgun. Aðeins liðu um fjórar mínútur þar til sjúkrabifreið með rafstuðsgjafa kom á vettvang. Endapunktur rannsóknarinnar var útskrift af sjúkrahúsi og náði hún til rúmlega 500 einstaklinga. I hópnum sem hlaut eingöngu hnoð náðu 14,6% sjúk- linga að útskrifast á móti 10,4% í hinum hópnum. Þó svo að tilhneiging væri í þá átt að lifun væri betri með- al þeirra sem hlutu eingöngu hjartahnoð var mismun- urinn milli hópa hins vegar ekki tölfræðilega marktæk- ur. Þessar niðurstöður sýna hins vegar að árangur af endurlífgun með hjartahnoði einu virðist vera sams konar og ef beitt er bæði hjartahnoði og öndunarað- stoð með munn-við-munn. 646 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.