Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 35

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 35
FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Pað má vera að munn-við-munn öndun á fyrstu mínútunum eftir hjartastopp geri beinlínis ógagn. Þannig getur hún stuðlað að aukinni þenslu í maga og uppköstum. Enn mikilvægara er kannski að hún get- ur truflað hjartahnoð og valdið umtalsverðum töfum á framkvæmd þess (13). Það hefur sýnt sig að slík töf veldur verulegu falli á blóðþrýstingi og þar með blóð- flæði til kransæða og heila sem skilar sér í lakari út- komu (14). Á höfuðborgarsvæðinu ná 17% þeirra sem fara í hjartastopp utan sjúkrahúss að útskrifast (7). Þrátt fyrir að þessi tíðni sé með því besta sem gerist er nauðsynlegt að leita leiða til að bæta þennan árangur enn frekar. Lykilatriði í því að bæta lifun þeirra sem fara í hjartastopp utan sjúkrahúss er að fá fleiri til að taka þátt í grunnendurlífgun í þeim tilfellum sem vitni eru að. Þetta er gríðarlega mikilvægt til að lengja þann tíma sem sjúklingur er í sleglatakttruflun áður en rafleysa tekur við. Mögulegt er að koma aft- ur á sínustakti með rafstuði ef takttruflun eins og sleglatif er enn til staðar, en þegar slíkt hefur þróast yfir í rafleysu er oft litlu hægt að bjarga. Líkur á árangursríku rafstuði við sleglatifi minnka um allt að 10% með hverri mínútu sem líður frá upphafi takt- truflunarinnar (2). Viðbragðstími sjúkrabifreiða á höfuðborgarsvæðinu við hjartastoppi er að meðaltali 4,6 mínútur (7). Það getur því skipt sköpum að beita einfaldri meðferð eins og grunnendurlífgun til að lengja þann tíma sem sjúklingur er með takttruflun sem svarar rafstuði. Með hliðsjón af ofangreindum niðurstöðum um þátt öndunaraðstoðar í grunn- endurlífgun kemur til greina að draga úr mikilvægi beitingu munn-við-munn-öndunar við hjartastoppi utan sjúkrahúss ef það yrði til að auka þátttöku al- mennings í grunnendurlífgun. Annað mikilvægt atriði í þá átt að auka hlutfall þeirra sem lifa af hjartastopp utan sjúkrahúss er að fá rafstuðsgjafa á staðinn fyrr en nú er. Sem stendur er einungis hægt að fá rafstuðsgjafa á vettvang með því að kalla til sjúkrabifreið. Þetta undirstrikar mikilvægi þessa að kalla til sjúkrabifreið með því að hringja í 112 sem allra fyrst eftir að sjúklingur fer í hjartastopp. Einnig þarf að hugleiða hvort ekki sé tímabært að fjölga rafstuðsgjöfum, til dæmis í formi sjálfvirkra eða hálfsjálfvirkra rafstuðsgjafa (automated/semi- automated external defibrillators) sem komið yrði fyrir á völdum stöðum utan sjúkrahúsa. Endurlífgunarráð hefur fjallað ítarlega um það hvort ástæða sé til að einfalda framkvæmd grunnend- urlífgunar utan sjúkrahúss hjá fólki með hjartastopp og vitni eru að. Nýlegar alþjóðlegar leiðbeiningar um endurlífgun (Guidelines 2000) mæla með fullri end- urlífgun ef vitni hafa þjálfun í slíku en hjartahnoði eingöngu ef vitni að hjartastoppi hafa enga þjálfun hlotið (15). Með hliðsjón af þeim rannsóknarniður- stöðum sem eru fyrirliggjandi og nýlegum alþjóðleg- um leiðbeiningum um endurlífgun leggjum við til eftirfarandi nálgun: Ef vitni eru að hjartastoppi sem hafa þjálfun í endurlífgun, og treysta sér vel til að framkvæma slíkt, skal hefja hjartahnoð og munn við munn öndun tafarlaust eftir að kallað hefur verið á hjálp með því að hringja í neyðarlínu (sími 112). Ef vitni hafa ekki hlotið þjálfun í grunnendurlífgun eða treysta sér ekki til að framkvæma fulla endurlífgun, hver svo sem ástæðan er, skulu þeir hefja hjartahnoð strax og hjálp hefur verið tilkvödd. Skulu þeir ýta á mitt brjósthol um það bil 80-100 sinnum á mínútu. Með hjartastoppi er átt við einstakling seni hnígur niður, er meðvitundarlaus og svarar ekki áreiti. Ekki þarf lengur að staðfesta púlsleysi enda hefur komið í ljós að slíkt er ekki áreiðanlegt og jafnframt getur það tafið fyrir því að hjartahnoð sé hafið (15). Við teljum að þetta ætti að geta orðið til þess að fleiri taki þátt í grunnendurlífgun utan sjúkrahúss ef þeir verða vitni að hjartastoppi. Hjá jafn vel upplýstri þjóð og Islendingum ætti að stefna að því að grunn- endurlífgun sé reynd hjá sem allra flestum sem fara í hjartastopp sem vitni eru að. Hjartastopp er ekki eina ástæða skyndidauða hjá fullorðnum. I nýlega birtri rannsókn kom í ljós að 19% af skyndidauða á Reykjavíkursvæðinu (allir ald- urshópar) reyndist vera af annarri orsök en hjarta- stoppi (16). Svokallaðar ytri aðstæður, slys (þar með talið bílslys), sjálfsvíg, köfnun vegna ásvelgingar eða aðskotahluts, reyndust orsök í2/ tilfella. Innri ástæður eins og blæðingar (til dæmis rof á æðagúl eða heila- blóðfall) og vöggudauði voru orsök í þriðjungi til- fella. I mörgum af ofangreindum aðstæðum er hins vegar nokkuð ljóst hvenær áverki eða sjálfsvígstil- raun hefur átt sér stað. í slíkum tilfellum kann að vera að hjartahnoð eingöngu sé ekki nægilegt við endurlífgun. Ef fyrirkomulag eins og lýst er að ofan yrði tekið upp hérlendis þarf að kynna það vel fyrir almenningi. Jafnframt er rétt að leita eftir samstarfi við neyðar- línu um að koma þessum boðum til þeirra sem hringja og tilkynna hjartastopp eða skyndilegt með- vitundarleysi. Það hefur sýnt sig að ítarlegar síma- leiðbeiningar frá starfsmönnum neyðarlínu geta auk- ið hlutfall þeirra sem fá grunnendurlífgun á vettvangi um allt að 50% (17). Rétt er að ítreka enn og aftur að hér er fyrst og fremst átt við viðbrögð við hjartastoppi hjá fullorðn- um sem á sér stað utan sjúkrahúss og í þéttbýli þar sem von er á sjúkrabifreið innan fárra mínútna, en í dreifbýli þar sjúkrabifreið er yfirleitt mun lengur á vettvang er ekki rétt að mæla með að sleppa munn við munn öndunaraðstoð. Hjá börnum og þeim sem fara í öndunarstopp til dæmis eftir drukknun, lyfja- eitrun og hengingartilraun þarf áfram að framkvæma fulla endurlífgun með munn-við-munn-öndunarað- stoð og hjartahnoði. Ef einstaklingur fellur niður, missir meðvitund en vafi er á hvort hann sé í hjarta- stoppi eða ekki skal kalla til sjúkrabíl og hefja hjarta- Læknablaðið 2002/88 647

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.