Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2002, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.09.2002, Qupperneq 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Stöndum við sameínaðir eða föllum við sundraðir? Sigurður Björnsson Höfundur á sæti í stjórn Læknafélags íslands. Sjónarmið þau er fram koma í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki að taka sem samþykktir stjórnar LÍ. í NÚGiLDANDi lögum Læknafélags íslands segir í 2. grein að tilgangur félagsins sé að efla hag og sóma hinnar íslenzku læknastéttar og auka kynni og stétt- arþroska félagsmanna, stuðla að aukinni menntun lækna og glæða áhuga þeirra á því er að starfi þeirra lýtur, efla samvinnu lækna um allt sem horfir til fram- fara í heilbrigðismálum og beita sér fyrir bættu heilsu- fari landsmanna. Um þessi markmið ætti ekki vera ágreiningur meðal lækna á Islandi. IVII kafla laganna segir svo í 16. grein um kjara- samninga: „LI sér um gerð kjarasamninga lækna í samráði við svæðafélög og önnur félög lækna, eftir því sem við á hverju sinni. Þeir einir greiða atkvæði um kjarasamning, sem taka laun eftir honum.“ I samræmi við þetta verkefni LI og langa hefð gerði samninganefnd félagsins samning um kjör sjúkrahúslækna við fjármálaráðherra sem undirritað- ur var 2. maí síðastliðinn. Þá þegar var ljóst að djúp- stæður ágreiningur var meðal lækna um þennan samning og það svo að fulltrúi Félags ungra lækna undirritaði ekki samninginn og sagði sig úr samn- inganefnd LÍ í mótmælaskyni. Stjórn FUL hvatti síðan félagsmenn þess til að taka ekki þátt í atkvæða- greiðslu um samninginn. Þá hvatti stjórn Skurð- læknafélags Islands sína menn til að greiða atkvæði gegn samningnum. Greidd voru atkvæði um kjara- samninginn hinn 16. maí og tóku einungis 57,8% at- kvæðisbærra félaga þátt í henni. Fylgjandi voru 61,1%, andvígir 37,6%. Eftirmálar samnings þessa eru læknum kunnir. Félag ungra lækna hefur sagt skilið við Læknafélag Islands. Ungir læknar hafa verið tregir til að ráða sig til starfa samkvæmt hinum nýja kjarasamningi, sem þeir telja sig raunar óbundna af, og hafa óskað eftir því að semja sjálfir um eigin kjör. Stjórnvöld halda fast við að bindandi samningur sé í gildi enda sé LÍ hinn rétti samningsaðili. Þá hafa sjúkrahúsyfirvöld treyst á það að læknar með sérfræðimenntun gangi í störf unglækna þar sem þeim sé ekki stætt á öðru vegna skyldu lækna við sjúklinga og vinnuveitendur. Þannig hefur Landspít- ali búið við óviðunandi ástand nú yfir sumar(frís)- mánuðina. Sjúkrahúslæknar, sem hafa verið við störf hafa lagt á sig mikla aukavinnu, sumir við að ganga í störf yngri kollega sem eru í réttindabaráttu. Lítið hefur frétzt af því að unnið sé að lausn mála nú þegar haustar og læknanemar, sem sinnt hafa unglækna- stöðum á sjúkrahúsum, setjast aftur á skólabekk. Ekki má dragast lengur að stjórnvöld og stjórnendur spítala leysi málin. Því miður getur Læknafélag ís- lands lítið komið þar að þar sem FUL hefur sagt sig úr lögum við LÍ. Að mínu áliti er það mikið óheillaspor að yngstu læknarnir skuli ekki lengur eiga aðild að Læknafélagi íslands. Ef til vill er unnt að skilja sárindi þeirra yfir fyrrgreindum kjarasamningi sem margir eldri læknar eru einnig óhressir með. Eg tel að ungir læknar geti mun betur beitt sér fyrir umbótum á starfsaðstöðu og kjörum innan LI en utan þess. Ósennilegt er að FUL geti, hreinlega vegna eðlis félagsins og hins hraða gegnumflæðis félagsmanna, orðið nægilega sterkur bakhjarl fyrir unga lækna í baráttu þeirra við að ná fram markmiðum sínum. Reyndar hef ég saknað virk- ari þátttöku ungra lækna í félagsstarfi LI á undan- förnunt árum, stundum hefur mér virzt að unglæknar væru feimnir við að láta til sín taka á vettvangi LÍ. Enginn vafi er á því að brotthvarf FUL úr LI veik- ir heildarsamtök lækna á íslandi og gerir þeint erfið- ara um vik að standa við þau fyrirheit sem greint var frá í upphafi þessa pistils. Þannig eru bæði LÍ og FUL veikari eftir en áður. Títtnefndur kjarasamningur sjúkrahúslækna er að mínu mati einnig meingallaður frá sjónarhóli sjúkra- húsanna. Nú er sjúkrahúslæknum sem jafnframt sinna sjúklingum á læknastofum gert að minnka starfshlut- fall sitt á sjúkrahúsum um 20% þannig að læknir sem til þessa hefur verið í fullu starfi við sjúkrahús og haft samningsbundinn rétt til stofuvinnu er framvegis skráður í 80% starfshlutfall. Við það styttist vinnu- vika hans á sjúkrahúsinu úr fimm virkum dögum í fjóra, sem mun kalla á aukna yfirvinnu eða fjölgun lækna við sjúkrahúsin ef halda á uppi óskertri þjón- ustu. Fjölgun starfa er kostnaðarsöm, og er í litlu samræmi við stefnu um aukið aðhald og bann við ný- ráðningum sem verið hefur í gildi. Gerð kjarasamninga fyrir sjúkrahúslækna er flók- ið verk, vanþakklátt og umdeilt eins og tvennir síð- ustu kjarasamningar bera með sér. Nú er í gildi samn- ingur, sem einungis 35,3% atkvæðisbærra lækna sam- þykkti. Ekki verður hjá því komizt að leita nýrra leiða við að semja um kjör lækna. Störfin eru það ólík orðin, tækifærum lil vinnu annars staðar fer fjölgandi svo sem við sjálfstæðan stofurekstur, störf hjá líf- tæknifyrirtækjum, tryggingafélögum, kennslu og ýmiskonar ráðgjöf auk starfa erlendis um lengri eða skemmri tíma. Sjúkrahúslæknum er mismunað í launum eftir því hvers konar störfum þeir sinna auk læknisstarfa á 656 Læknablaðið 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.