Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2002, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.09.2002, Qupperneq 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ / MÁLEFNI LÍ sjúkrahúsunum. Launakerfi eins og það sem nú er unnið eftir er að mínu mati óhagkvæmt fyrir sjúkra- húsin á sama hátt og ég tel það vera óhagkvæmt fyrir heilsugæzluna, það felur í sér misrétti milli sérgreina og einstakra lækna og það sundrar læknastéttinni eins og dæmin sanna. Sem kunnugt er hefur Skurðlæknafélag íslands unnið að því undanfarna mánuði að ná til sín samn- ingsrétti fyrir skurðlækna á sjúkrahúsum, þar sem þeir telja að samninganefnd LÍ geti ekki barizt fyrir hagsmunum skurðlækna en þurfi stöðugt að leita málamiðlana milli hagsmuna hinna ýmsu sérgreina. Vitna þeir til betri árangurs í samningum við Trygg- ingastofnun ríkisins fyrir læknisverk utan spítala, þar sem meira tillit er tekið til mismunandi sjónarmiða sérgreinafélaganna enda koma þau sjálf að þeim samningum. Af framansögðu má vera ljóst að ræða þarf endur- skipulagningu læknasamtakanna á aðalfundi LÍ í næsta mánuði, ekki sízt gerð kjarasamninga. Þá er nauðsynlegt að breyta lögum félagsins vegna brott- hvarfs Félags ungra lækna ef ekki tekst að finna ung- læknum leið inn í LÍ fyrir aðalfund. Sjálfstæður stofurekstur lækna er þjóðhagslega hagkvæmur. Þar eru leyst af hendi læknisverk sem ekki krefjast innlagna á sjúkrahús, iðulega verk sem ekki er aðstaða fyrir á sjúkrahúsum þar sem tekist er á við viðameiri læknisverk og stærri aðgerðir. Á stof- unum nýtist sérþekking margra lækna sem einnig starfa á sjúkrahúsum. Þar með styttast biðlistar eftir skurðaðgerðum og aukið svigrúm skapast á sjúkra- húsunum til þeirra verkefna, sem einungis verður sinnt þar. Samvinna og eðlileg verkaskipting milli sjúkra- húsanna og læknastofa er nauðsynleg og þarf að ná til allra þátta starfseminnar, þjónustu við sjúklinga, kennslu heilbrigðisstétta og vísindastarfa. Ekkert er rangt við að hvetjandi áhrif fræðilegrar og rekstrar- legrar samkeppni fái að njóta sín, þiggjendum, veit- endum og greiðendum þjónustunnar til hagsbóta. Nauðsynlegt er að hið stóra nýstofnaða háskóla- sjúkrahús, með heilbrigðisyfirvöld að bakhjarli, fari gætilega með yfirburðaaðstöðu sína í heilbrigðiskerf- inu og leiti leiða í samvinnu við aðra þætti þess til að tryggja landsmönnum áfram góða og hagkvæma heil- brigðisþjónustu. Þar munu þau geta treyst á stuðning og samvinnu við samtök lækna. Aðalfundur Læknafélags íslands 11.-12. október Aðalfundur Læknafélags Islands verður haldinn dagana 11. og 12. október næstkomandi í húsakynnum LÍ að Hlíðasmára 8. Fundurinn hefst með setn- ingu Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra en síðan tekur við hefðbundin dagskrá aðalfundar. Samkvæmt 7. gr. laga LI er öllum læknum frjálst að sitja aðalfundinn með málfrelsi og tillögurétti en atkvæðisrétt hafa eingöngu kjörnir fulltrúar aðild- arfélaga. Að morgni laugardagsins 12. október verður haldið Læknaþing. Efni Læknaþings verður: Reglur General Medical Council í Bretlandi um skyldur skráðra lækna, kynning lækna á starfsenii sinni með tilliti til nýrrar tækni og símenntun lækna. umræður verða í lokin. Að Læknaþingi loknu heldur dagskrá aðalfundar áfram. Nánar verður sagt frá dagskrá fundarins í októberblaði Læknablaðsins. Framkvæmdastjóraskiptí hjá LÍ í byrjun ÁGÚST lét Ásdís J. Rafnar, hrl., af starfi framkvæmdastjóra hjá Læknafélagi Islands. Ásdís hóf störf hjá félaginu í febrúar 1999. Þá voru um- brotatímar hjá LÍ, mannahald félagsins og rekstur skrifstofu hafði verið endurskipulagður og tók LÍ af fullum þunga þátt í ákafri þjóðfélagsumræðu um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þetta hvort tveggja hafði gengið nærri innviðum félagsins og átt þátt í þeirri atburðarás sem leiddi til framkvæmda- stjóraskipta á þeim tíma. Þess vegna var aðkoma nýs framkvæmdastjóra allt annað en auðveld. Ásdís tók við starfi sínu af fullum styrk frá upp- hafi og lauk því verki sem hafið var við endurskipu- lagningu rekstursins af miklum myndugleik. Það var öllum ljóst sem með Ásdísi unnu frá upphafi að kraf- an um gegnsæi og málefnalega og réttláta stjómsýslu lá til grundvallar öllum verkum hennar fyrir Lækna- félagið. Hún vakti yfir öllu, smáu og stóru, hvort sem það varðaði fjárhag félagsins eða lögfræðilega úr- vinnslu mála sem til meðferðar voru. Þó tókst henni að vinna störf sín þannig að hvorki skyggði nokkurn tíma á kjörna fulltrúa lækna né tók hún frumkvæði við stefnumótun í málefnum þeirra. Ásdís er nú horfin til framhaldsnáms í London og óskum við henni allra heilla á þeim vettvangi. Stjórn Læknafélags íslands þakkar henni ágætt samstarf á liðnum árum og störf sem sér stað. Sigurbjörn Sveinsson Læknablaðið 2002/88 657
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.