Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 53

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TILLAGA TIL LAGABREYTINGA LÍ heldur skrá yfír félagsmenn LÍ vegna aðildarfé- laganna. Stjórn hvers aðildarfélags skal senda stjóm LI ársskýrslu sína ásamt skrá yfir félaga minnst mánuði fyrir aðalfund LI. Nú óskar aðildarfélag þess, að aðalfundur LÍ taki eitthvert mál til meðferðar, og skal þá tilkynning um það ásamt greinargerð send stjórn LÍ minnst fjórum vikum fyrir þann fund. VII. KAFLI. Um kjaramál, stöður og vinnudeilur 17. gr. Kjarasamningar LI sér um gerð kjarasamninga lækna í samráði við (taka út svæðafélög og önnur félög lækna) aðildar- félög að LI eftir því sem við á hverju sinni. Einstök aðildarfélög að LI geta farið með kjarasamninga félaga sinna í samræmi við lög viðkomandi félags og umboð félagsmanna í því félagi. Aðeins eitt félag fer með umboð til sanminga fyrir félagsmann í aðildarfélagi að Ll. LI fer með samningsumboö félaga með einstaklings- bimdinni aðild að LI þegar það á við. Tilkynna þarf stjórn LI og samningsaðila breytingar á sanmingsaðild og samningsumboöi a.m.k. þremur mánuðum fyrir lok samningstímabils þess kjarasamn- ings, sem gildir fyrir félagsmenn viðkomandi félags. Þeir einir greiða atkvæði um kjarasamning sem taka laun eftir honum. Til að samræma kaup og kjör lækna skal stjórn Læknafélags íslands halda kjaramálafundi. Til slíkra funda skal boða formenn (taka út svæðafélaga) að- ildarfélaga, samninganefnda, (taka út Sérfræðinga- félags ísl. lækna, Félags yfirlækna, Félags ísl. heimilis- lækna, Félags ungra lækna, félags eldri lækna, svo) og aðra þá, sem stjórnin telur ástæðu til. Kjaramálafund skal að jafnaði boða með (taka út 2ja) tveggja vikna fyrirvara. 18. gr. Um stöður (Laganefnd er að skoða þetta ákvœði. Athuga þarf annars vegar að ekki er skylt að auglýsa stöður hjá hinu opinbera nema með hálfsmánaðar fyrirvara og að einkareknum fyrirtækjum er ekki skylt að auglýsa stöður lœkna.) Stjórn LÍ skal vara lækna og viðkomandi atvinnu- rekendur við stöðum eða embættum, sem hún telur varhugaverð eða óaðgengileg fyr-ir lækna. 19. gr. Félagsskyldur í vinnudeilum Ef LI eða aðildarfélag á í deilu við sjúkrasamlag, Tryggingastofnun ríkisins, bæjarfélag, ríki eða aðra hliðstæða aðila, getur enginn félagi leyst sig undan þeim skyldum, sem deilan leggur honum á herðar, með því að segja sig úr félögunum. VIII. KAFLI. Um siðamál 20. gr. Siðareglur Læknafélag Islands setur félagsmönnum siðareglur, Codex Ethicus. Stjómir LI og aðildarfélaganna skulu hafa eftirlit með og stuðla að því, að siðareglurnar, svo og lög og samþykktir félaganna, séu höfð í heiðri. Stjórnimar skulu vera læknum til ráðuneytis um siða- reglur lækna og um samskipti lækna innbyrðis og þær skulu fjalla um meint brot á Codex Ethicus og á lögum og samþykktum LI og aðildarfélaganna. Um meðferð mála gilda reglur, sem eru í viðauka við lög þessi. 21. gr. Siðanefnd LÍ Á vegum félagsins starfar Siðanefnd og er hlutverk hennar að fjalla um siðamál, sem til hennar er vísað. Um skipan nefndarinnar og starfshætti gilda reglur, sem eru í viðauka við lög þessi. 22. gr. Brottvísun úr félaginu Stjórn LÍ getur, að höfðu samráði við stjórn viðkom- andi aðildarfélags, sé um það að ræða, vísað félags- manni úr félaginu fyrir alvarlega vanrækslu skyldu- starfa, velsæmisbrot eða fyrir ítrekuð brot. (Taka út þótt hvert þeirra um sig varði aðeins sektum. Enn- fremur ef hann neitar að greiða sektir. Sama gildir, ef félagsmaður sækir um eða tekur við embætti, stöðu eða starfi þrátt fyrir aðvörun stjórnarinnar.) Urskurð stjórnanna um brottvísun skal taka fyrir á næsta aðalfundi LÍ til staðfestingar eða synjunar. IX. KAFLI Ymis ákvæði 23. gr. Upplýsingar til kandídata Stjórn LÍ skal sjá um, að kandídatar í læknisfræði frá Háskóla íslands, svo og íslenskir eða erlendir ríkis- borgarar, sem tekið hafa kandídatspróf erlendis, en Læknablaðið 2002/88 665

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.