Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 57

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LYFJAEFTIRLIT / KJARAMÁL UNGLÆKNA skattlagningarheimildir. í því tilfelli sem hér er til skoðunar nægir einföld orðskýring til að útiloka að heimilt sé að leggja gjaldið á einstaka lækna sem kaupa lyf í heildsölu í eigin nafni. í frumvarpi með lögum nr. 108/2000 kemur fram skýr vilji löggjafans til að taka af öll tvímæli um hverjir skuli vera eftirlits- skyldir aðilar samkvæmt lögunum. Einstakir læknar eru þar ekki taldir upp. í Ijósi alls ofangreinds gerir undirritaður þá kröfu að stofnunin láti af hinni ólögmætu innheimtu og endurgreiði þau gjöld sem þannig hafa verið inn- heimt. Virðingarfyllst, fyrir mína hönd persónulega og Læknafélags íslands Sigurbjörn Sveinsson, læknir formaður Unglæknar vilja vera í félagi með kollegum sínum Málefni unglækna hafa verið í sviðsljósinu í sumar. Þeir voru óánægðir með niðurstöðu kjarasamninga sem gerðir voru í vor og boðuðu verkfall en Félags- dómur úrskurðaði það ólöglegt. Þeir hafa sagt sig úr lögum við Læknafélag Islands en vilja þó helst ekki segja skilið við kollega sína. Og þeir vilja losna undan vinnuálagi sem þeir telja ómanneskjulegt og lítt fjöl- skylduvænt. Enn er þó allt í uppnámi hjá þeim og engin lausn í sjónmáli. Læknablaðið tók hús á Oddi Steinarssyni for- manni Félags ungra lækna þar sem hann var í feðra- orlofi í Kópavoginum og bað hann að lýsa þeirri stöðu sem kjaramál unglækna eru í. „Staðan er mjög óljós eins og er. Samráð okkar, LÍ og landlæknis, að úrskurði Félagsdóms uppkveðnum, skilaði litlum sem engum árangri og nú er ráðherra búinn að skipa starfshóp sem er að taka til starfa. Raunar láðist honum að skipa fulltrúa frá okkur og LI í hópinn en því var kippt í liðinn þegar bent hafði verið á það. Ráðherra hefur ekkert viljað kveða upp úr um okkar mál að öðru leyti en því að ræða um hugsanlega endurskoðun á vaktakerfi sjúkrahús- anna. Það mun þó ekki breyta miklu fyrir okkur. Við sendum spítölunum bréf þar sem við boðuð- um málssókn vegna brota á vinnuréttindum okkar ef ekki yrðu gerðar breytingar á túlkun spítalanna á réttindum okkar. Þeir svöruðu með því að vísa á samráðsnefndina sem engu skilaði svo nú erum við að velta því fyrir okkur hvort ekki sé rétt að ítreka bréfið. Við viljum hins vegar ná sáttum við þá. En ef ég má fara aðeins aftur í tímann þá er ástæð- an fyrir óánægju okkar þær athugasemdir sem við gerum við kjarasamninginn frá því í vor. Þar er í fyrsta lagi búið að selja frá okkur frítökuréttinn án þess að bæta okkur það, í öðru lagi ná engin vinnu- verndarákvæði yfir unglækna og í þriðja lagi fengum við minni kjarabætur en aðrir læknar út úr samning- unum. Þess eru nokkur dæmi að menn hafa þurft að endurgreiða 50.000-75.000 krónur sem þeir höfðu fengið greitt í krafti ákvæða í eldra samningi um álagsgreiðslur vegna ónógs hvíldartíma en þessi ákvæði féllu brott í nýja samningnum," segir Oddur. Þröstur Haraldsson Oddur Steinarsson formaður Félags ungra lœkna. Vinnuverndin nái til allra Vinnuálagið á unglæknum er mikið og helsta baráttu- mál þeirra er að draga úr því. „í kjarasamningum lækna er ákvæði um að þeir fái frítökurétt sem nemur hálfri annarri klukkustund fyrir hverja klukkustund sem hvíldartíminn fer undir 11 stundir á sólarhring. Þetta gildir ekki um hóp sem heitir „læknar í starfs- námi“ sem hefur aldrei verið skilgreint en er látið ná yfir kandídata og aðra lækna sem ekki eru með sér- Læknablaðið 2002/88 669

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.