Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2002, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.09.2002, Qupperneq 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KJARAMÁL UNGLÆKNA fræðingsleyfi. í okkar hópi ríkir mikil samstaða um að fá þessu hnekkt. Okkur finnst að þessi frítökuregla eigi að gilda um alla sem koma nálægt sjúklingum eins og alla aðra á íslenskum vinnumarkaði.“ Undir þetta sjónarmið hafa landlæknir og yfir- læknir Vinnueftirlitsins tekið í bréfi til ráðherra þar sem þeir skora á stjórnvöld að finna lausn á deilunni þar sem jafnt verði „hugað að almennum vinnuvernd- arsjónarmiðum sem og öryggishagsmunum almenn- ings“. Vandamálið er meðal annars það að í lögum um vinnuvernd er hugtakið „læknir í starfsnámi“ ekki til og tilraunir til að skilgreina það af hálfu stjórn- valda hafa ekki náð fram að ganga. Ur þessu þarf þó að skera fyrr en síðar því ákvæði vinnutímatilskipunar Evrópusambandsins taka brátt gildi en þar er meðal annars kveðið á um að vikuleg- ur vinnutími skuli ekki vera lengri en 58 stundir. Það ákvæði tekur gildi árið 2004 og því fer víðs fjarri að núverandi vinnutími unglækna rúmist innan þess. Meðal þeirra samningsákvæða sem felld voru niður í síðustu kjarasamningum var að unglæknar skyldu fá álagsgreiðslur fyrir vaktir sem færu fram úr tilteknum vaktafjölda á mánuði en árið 1997 var felldur úr gildi réttur þeirra til að neita vöktum sem færu fram úr 80 yfirvinnustundum á mánuði. „Barátta okkar snýst fyrst og fremst um það að við njótum sömu mannréttinda og aðrir þegnar þjóðfé- lagsins. Við höfum engan áhuga á að standa í stríði eða kærumálum þótt við höfum neyðst til þess,“ segir Oddur. Hann bætir því við að staða unglækna á fs- landi sé mjög ólík því sem gerist í öðrum löndum. Þar hefst framhaldsnámið oftast daginn sem kandídatsár- inu lýkur og menn fá sjaldnast afslátt af því þótt þeir vinni sem unglæknar á sjúkrahúsum. Samningsrétturinn er aöalatriðið Sjálfstæði í samningamálum er annað meginatriði í baráttu unglækna. Málflutningur þeirra fyrir Félags- dómi í vor miðaðist við það að FUL hefði sjálfstæðan samningsrétt og í því skyni hafði félagið sagt sig úr lögum við Læknafélag íslands. En sér Oddur það fyrir sér sem framtíðarlausn að FUL standi utan heild- arsamtaka lækna? „Nei, að sjálfsögðu viljum við vera í félagi með kollegum okkar. Við viljum hins vegar hafa sjálfstæði í samningamálum. Staðan er sú að LÍ tekur enn til sín félagsgjöldin okkar og heldur eftir lögboðnum hluta þeirra. Sigurbjörn formaður hefur stutt við bakið á okkur í deilunni um vinnutímamálin og mér hefur verið boðið að sitja aðalfund LÍ sem ég mun gera. Við finnum hins vegar fyrir því að eldri læknum finnst við eiga að vinna mikið eins og þeir þurftu að gera á sínum unglæknisárum. Hagsmunirnir fara sem sé ekki saman og þess vegna er það okkur svo nauð- synlegt að fá sjálfstæðan samningsrétt. Raunar teljum við Félagsdóm hafa staðfest það með úrskurði sínum að við séum sjálfstætt félag með samningsrétt sem ekki verður hægt að ganga framhjá í næstu samning- um. Þessi barátta okkar hefur einnig borið þann ár- angur að nú er verið að semja frumvarp til breytinga á lögum LÍ sem mun veita okkur samningsrétt ef samþykkt verður,“ segir Oddur Steinarsson formað- ur Félags ungra lækna. 670 Læknablaðið 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.