Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 65

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST útrýma hafi komið aðrir sjúkdómar, sérstaklega ald- urstengdir, svo og tengdir beitingu læknavísindanna, (iatrógenir sjúkdómar). Þá hafi heilbrigðisstéttir og stéttir tengdar þeim stuðlað að sívaxandi læknis- fræðivæðingu í takti við og í framhaldi af iðnvæðing- unni. Læknisfræðivæðingin felur í sér að almenning- ur verður háður lækningum frá vöggu til grafar. Þeg- ar á heildina er litið hafi þessi þróun ekki leitt til betri lýðheilsu, en hún hefur lengt ævina að minnsta kosti í þróuðum löndum og með enn frekari þróun í þá átt muni „bætt“ tækni og meiri þekking snúast upp í and- hverfu sína. lllich heldur því fram að það sé ekki hlut- verk heilbrigðisstétta að stýra lífi fólks heldur sé hlut- verkið að gefa ráð byggð á þekkingu og reynslu en einstaklingurinn sjálfur skal ráða því hvort hann hlítir þeim ráðum. Það beri að leggja áherslu á ábyrgð manns á eigin lífi. Þá vildi Illich meina að hin mikla lækningatækni hefði í för með sér lækningatengda (iatrógen) sjúkdóma sem í mörgum tilvikum væru verri en þeir sjúkdómar sem verið væri að lækna. Þá leiddu dýrar tæknilækningar auðugu þjóðanna til þess að þjóðir fátækra landa fengju minni og verri bráðnauðsynlega læknishjálp og þetta gilti um allar lækningar. Hlutur lyfjafyrirtækjanna í leiknum væri að þau framleiddu sífellt dýrari lyf fyrir ríku þjóðirn- ar en lyfjasveltu hinar fátækari auk þess sem lyfin sem þær fengju væru lakari. Það sem hér er talið er aðeins hluti af því sem Illich taldi læknisfræðivæðingunni til foráttu, en áhugasamir geta án efa nálgast bókina. Þegar Medical Nemesis kom út voru erfðavísindin í núverandi mynd að slíta barnsskónum. Með til- komu þeirra jókst trúin á mátt læknavísindanna enn frekar. Með þróun þeirra og notkun í lækningaskyni gátu menn hugsanlega komið í veg fyrir ýmsa sjúk- dóma sem hrjá menn einkum í lengdri elli, jafnvel lengt mannsævina. Sú mikla bjartsýni sem ríkti um þessar lækningar á síðasta tug síðustu aldar og fram á þessa öld leiddi til grófustu heilsufasísku aðgerða sem gerðar hafa verið, sem var lögleiðing gagna- grunns á heilbrigðissviði á íslandi. Þegar við sjálf- tekið ríkiseignarhald á heilbrigðisupplýsingum ein- staklinga bættist það að ríkið ákvað með lagasetn- ingu að framselja ákveðnu erlendu fýrirtæki þessar upplýsingar svo þær mættu nýtast því í ágóðaskyni voru hinar heilsufasísku aðferðir fullkomnaðar. En Geta aðrar aðgerðir undir merki lýðheilsu leitt til enn frekari heilsufasisma? Það hefur lengi verið eitt af siðfræðilegum álitamálum í læknastétt hversu langt læknar eigi að ganga í því að reyna að stjórna lífi einstaklingsins. í siðareglum lækna stend- ur að læknar eigi ekki að gefa sjúklingum sínum önn- ur ráð en þau sem þeir vita að eru virk. Það er svo sjúklingsins að ákveða hvort hann fer eftir ráðunum. í framkvæmd leiðir þessi regla oft til tvíhyggju. Sú hefð hefur skapast að sjúklingar skuli hlíta ráðum læknis. Og flestir beygja sig undir þessa hefð. Sjúk- lingur sem efast um ráð læknis síns verður sjaldnast vinsæll hjá lækni eða læknum sínum. í raun er hann ekkert aó gera annað en að nýta sér skýlaus réttindi og læknirinn ætti að fagna því að hann er að fást við hugsandi mann. í nútímaþjóðfélagi er sú hætta fyrir hendi að for- sjárhyggja lækna smiti allt heilbrigðiskerfið og um leið þá stjórnmálamenn sem stjórna kerfinu. I sumu minnir til að mynda heilsugæslukerfið okkar á einokunarverslunina, sællar minningar. Fólki er ekki frjálst að leita tii þess læknis sem það treystir best eða óskar eftir. Heilsugæslustöð er nánast eins og hverfis- verslun sem býður ákveðið úrval af vörum en kaup- andinn sem kemur með innkaupalista ræður því ekki hvaða vöru hann kaupir, því ræður afgreiðslumaður- inn. í samskiptum sjúklinga og lækna er þetta að vissu leyti eðlilegt því sjúklingurinn veit í raun ekki hvað hann er að kaupa. Þetta hefur þó breyst því að nú geta menn farið inn í tölvuna sína og fengið upp- lýsingar um sjúkdómseinkenni og sjúkdóma en sá er galli á gjöf Njarðar að ekki er alltaf hægt að treysta áreiðanleika upplýsinganna sem oft stangast á. Upp- lýsingar um heilsu og heilbrigði og kenningar um hollustu og óhollustu þessa og hins dynja á hinum al- menna borgara svo hann veit ekki sitt rjúkandi ráð. Af þessu leiðir enn fremur að alls kyns skottulækn- ingar og sala skottulyfja blómstra sem aldrei fyrr Þannig ástand er gróðrarstía fyrir allar tegundir af heilsufasisma. Heilsufarslegu valdi er beitt, fyrst af hálfu lækna, svo annarra heilbrigðisstétta og loks ríkisvaldsins og fjármagnsins. Það er auðvelt að drottna yfir fólki sem ekki veit sitt rjúkandi ráð. Þróunin er sú að stjórnmálamenn ráðskast meira og meira með heilbrigðisþjónustuna og heilbrigðis- starfsmenn og starfsmennirnir láta stjórnmálamenn- ina ráðskast með sig ef þeir fá „hæfileg“ laun. Prinsíp falla stöðugt í verði. í ræðu sem ritari þessa pistils hélt á 75 ára afmæli Læknafélags íslands benti hann á þá þróun að ábyrgð og umönnun um sjúkt fólk færðist í vaxandi mæli í hendur fólks sem aldrei hefði séð sjúklinga, hvað þá annast þá. Með því að gera umönnun sjúklinga meira og meira háð fjármálavaldi stjórnmálamanna skekkj- ast þær þjóðfélagslegu viðmiðanir um forgangsröðun sem gilt hafa í heilbrigðiskerfinu. Misvandaðir áhrifa- menn innan heilbrigðiskerfisins geta með misvitur- legum ráðum sem þjóna þeirra eiginhagsmunum haft áhrif á ákvarðanatöku stjórnmálamanna í krafti sér- þekkingar sem getur nýst á þröngu sviði en nær ekki yfir það allt. Læknavísindin stefna ekki lengur að því að lækna og lina þjáningar einstaklingsins heldur því að leita að nýjum lyfjum til að lækna sjúkdóma eða heilsu- fræðileg afbrigði frá meira eða minna eðlilegu ástandi sem breytist eftir umhverfi okkar. Læknavís- Læknablaðið 2002/88 677

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.