Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 67

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST indin munu aldrei, að minnsta kosti ekki með núver- andi aðferðum, stuðla að því sem við gætum kallað alntenna heilsu og sem byggist á því að Iifa í sátt og samlyndi við sjálfan sig og umhverfi sitt. Sjúkdómum verður ekki útrýmt. Til þess þyrfti að breyta einstaklingunum þannig að lækningaaðferðir gætu orðið altækar, það er að segja gera alla menn eins andlega og líffræðilega. Sú stefna sem nú er í tísku meðal lífeðlisfræðinga og lyfjaframleiðenda að skraddarasauma lyf handa hverjum einstaklingi er heimskuleg og getur orðið hættuleg fyrir framtíð mannkynsins, enda mundu slík einstaklingstengd lyf vera svo dýr að aðeins hinir ríkustu mundu geta veitt sé slíkan munað. Enn ein aðferðin til að breikka bilið milli ríkra og fátækra. En snúum okkur aftur að Illich og kenningum hans. I upphafi sagði ég frá því hvað orðið nemesis þýddi. en ég ætla að gera nánari grein fyrir því annarri þýð- ingu Illich úr grískri goðafræði en hún fjallar um Tantalus konung sem guðirnir buðu í mat á Ólymps- tindi. Hann stal „Ambrósíu", ódáinsfæðu guðanna. Þeir refsuðu honurn með eilífri vist í Hadesar-heim- um og dæmdu hann til að þola eilíft hungur og þorsta. Þegar hann beygir sig niður til að drekka úr ánni sem hann stendur í lækkar varnsborðið og þegar hann teygir hendurnar upp eftir ávöxtum á greinunum fyrir ofan hann hækka greinarnar upp fyrir seilingar- hæð hans. Atferlisfræðingar gætu litið svo á að refsi- nornir læknifræðivæðingar hafi dæmt hann í ævilanga sjálfsáskapaða refsivist. Það sem Illich á við er að læknisfræðivæðingin hafi skapað þörf fyrir „Ambrósíu". Okkur dreymir um ódáinsfæðu sem heldur okkur ungum og frískum til æviloka og við erum jafnvel reiðubúin til að fresta þeim lokum. A áttunda og níunda áratugnum reið alda ör- eindaerfðafræðinnar yfir lækningaheiminn. I henni hefur læknisfræðivæðingin (medical nemesis) náð hámarki. í samfloti með lyfjaiðnaðinum hefur ör- eindalíffræðin orðið hluti af iðnaði, sem ekki hlítir akademískum vísindasiðareglum og telst því frekar til iðnaðar en vísinda. Hvað þetta snertir hafa kenningar Illich ekki að- eins orðið að veruleika heldur hefur medikalisasjón- in gengið feti lengra og læknar misst stjórn á henni. Þeir sem ráða ferðinni í þessum þætti læknisfræðinn- ar eru eigendur hlutabréfa í lyfja- og líftæknifyrir- tækjum og fyrirtækin fylgja sömu lögmálum og önnur fýrirtæki þar sem ágóðasjónarmiðið ríkir ofar hverri kröfu. Hér skapast grundvöllur bæði fyrir lækninga- fasisma og lækningakapítalisma. Illich var mjög gagnrýninn á forvarnir og taldi þær leiða til aukinnar læknisfræðivæðingar og að þær gerðu takmarkað gagn. Um læknisfræðivæðingu for- varna segir hann. „Eftir því sem lækningar hafa í vaxandi mæli beinst að meðferð sem er gagnslítil, dýr og sársauka- full hafa forvarnir gegn sjúkdómum orðið að tísku fyrir tilstilli líkamsviðhaldsmanna.“ Forvarnir stuðla að því að gera heilbrigða einstak- linga að sjúklingum með því að uppgötva sjúkdóma eða forstig sjúkdóma, helst þegar á fósturskeiði, sem annaðhvort hefðu ekki valdið einstaklingnum nein- um skaða eða læknast af sjálfu sér. Það að taka slíkt ástand til meðferðar leiðir svo í meira eða minna mæli til vandamála tengdum meðferðinni, sem geta gert þann sem var áður frískur verður að ævilöngum sjúklingi. Voru kenningar Illich réttar eða rangar? Bæði og. Réttar hvað það snertir að læknisfræðivæðing tröll- ríður nútíma menningarþjóðfélögum. Rangar hvað það snertir hverjir ráða ferðinni. Læknar og aðrar heilbrigðisstéttir hafa misst tökin á þróuninni. Hún er komin í hendurnar á hinu yfirþjóðlega fjármálavaldi. Auðmagnið og þeir sem stjórna því ráða ferðinni. Heilbrigðisstéttirnar eru nú í hlutverki bakradda sem þjóna því hlutverki að styrkja kór heilsukapítalist- anna. Þróunin leiðir ef svo heldur sem horfir til lækn- ingafasisma sem ekki verður stjórnað af heilbrigðis- stéttum heldur yfirþjóðlegu fjármagnsflæði, sem ákveður hverjir skuli njóta ávaxta læknavísindanna. Heimildir 1. Islenska alfræðibókin. Örn og Örlygur, 1990. 2. íslensk heilbrigðisáætlun til ársins 2000. 3. íslensk heilbrigðisáætlun til ársins 2010. 4. Illich Ivan. Medical Nemesis, Open Forum/Ideas in Progress. Marion Boyars publisher. 1975. Útgáfa Sérlyfjaskrár SÉrlyfjaskrá hefur verið gefin út einu sinni á ári og útgáfan miðuð við 1. apríl undanfarin ár. Vegna seinkunar á útgáfu Sérlyfjaskrár í ár hefur Lyfja- stofnun sent eftirfarandi upplýsingar til þeirra sem málið varðar. Hjá Lyfjastofnun stendur yfir endurskoðun á allri textavinnslu, útgáfu Sér- lyfjaskrár og heimasíðu. Stefnt er að því að birta samantekt á eiginleikum lyfs (SPC/Summary of Product Characteristics) á heimasíðu Lyfjastofnunar. SPC mun koma í stað sérlyfjaskrártexta nema fyrir þau sérlyf þar sem ekki er til SPC á tölvutæku formi, þar mun sérlyfjaskrártexti vera látinn standa óbreyttur. Sérlyfjaskrá verður gefin út í bókarformi en textar verða styttir frá því sem verið hefur og verða valdir kaflar úr SPC til birtingar. Reiknað er með því að Sérlyfjaskrá komi út seinna á þessu ári. Stefnt er að því að uppfæra heimasíðuna mánaðarlega og gefa Sérlyfjaskrá út einu sinni á ári eins og verið hefur. Með þessum breytingum er Lyfjastofnun að laga sig að breyttum áherslum í allri upplýsingagjöf.. Læknablaðið 2002/88 679

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.