Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 69

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SNEMMSKIMUN tilvik þrístæðu af Iitningum 13 og 18. Næmið reyndist um 96% fyrir öllum helstu alvarlegunt litningagöll- um. Ég tel hins vegar afar ólíklegt að við munum nokkurn tímann ná 100% næmi.“ Dregiö úr inngripum Spencer bætti því við að með því að beita samþættri snemmskimun, það er lífefnaskimun og hnakkaþykkt- armælingu með samþættu líkindamati á fyrsta þriðj- ungi meðgöngu, væri hægt að fækka verulega þeim konum sem þyrftu að fara í inngrípandi greiningar- próf með legvatnsástungu eða fylgjuvefssýnatöku. Þeim hefur farið ört fjölgandi á síðustu árum en ástæð- ur þess eru meðal annars þær að konur eignast börn eldri en fyrr og að glasafrjóvgunum hefur fjölgað. „Nú þurfa um það bil 5% þungaðra kvenna að fara í legvatnsástungu eða fylgjuvefssýnatöku sem getur verið hættulegt inngrip. Ég held að það sé raun- hæft markmið að lækka þetta hlutfail niður í hálft prósent, við unt 90% næmi eftir sem áður.“ OSCAR-kerfið hefur mælst vel fyrir meðal kvenna á upptökusvæði Harold Wood sjúkrahússins. „Meðan konum var boðið uppá skoðun á öðrum þriðjungi með- göngu þáðu um það bil 80% kvenna boðið en nú fara um 95% allra þungaðra kvenna í skimun á fyrsta þriðj- ungi,“ segir Spencer. Þess má geta að bresk heilbrigðis- yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að frá og með árinu 2004 standi öllurn þunguðum konurn til boða að fara í samþætta snemmskimun, það er lífefnavísa- og hnakka- þykktarmælingu með samþættu líkindamati. Spencer segir að til þess að hægt sé að bjóða upp á OSCAR verði að vera næg þekking og þjálfaður mannafli á deildinni, svo ekki sé minnst á nauðsyn- legan tækjabúnað. „Það þarf líka að halda uppi reglu- legu og öflugu gæðaeftirliti með starfseminni. Það þarf að ná til allra þátta starfseminnar - rannsókna, ráðgjafar og þjónustu - og allra starfshópa sem ná- lægt henni koma, tæknimanna og ráðgjafa ekki síður en lækna og meinefnafræðinga. Við verðum að vita að kerfið virki rétt,“ segir Spencer sem hefur tekið þátt í að semja leiðbeiningar um gæðaeftirlit í með- göngurannsóknum. Allt til reiöu hér á landi Hér á landi hitti dr. Kevin Spencer að máli ýmsa þá sem hann hefur átt samstarf við á undanförnum árum, auk þess sem hann ræddi við landlækni. Hvernig líst honum á aðstæður hér á landi? „Mér sýnist allt vera til reiðu hér til þess að bjóða upp á samþætta snemmskimun. Fólkið er til staðar, tækin, þekkingin og viljinn hjá stjórn spítalans. Hins vegar á eftir að taka um það ákvörðun hvort þessi þjónusta skuli standa öllum konum til boða og hvort þær þurfi að greiða fyrir hana. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir gæti þessi þjónusta hafist strax. Landa- fræðin setur þó strik í reikninginn hvað það varðar að bjóða upp á klukkustundarskimun eins og við gerum. Úti á landi væri hægt að taka sýni og gera ómskoðun sem síðan yrði unnið úr í höfuðborginni. Konur á Iandsbyggðinni gætu fengið svarið daginn eftir og sennilega myndi það einnig gilda um konur í Reykja- v£k þar sem þær eru ekki að jafnaði það margar að það myndi tæplega svara kostnaði að manna rann- sóknarstofuna allan daginn,“ sagði dr. Kevin Spencer. Cozaar MSD TÖFLUR; C 09 C A 01 Virkt innihaldsefni: Losartanum INN, kalíumsalt, 12,5 mg, 50 mg eða 100 mg. Abendingar: Háþrýstingur. Hjartabilun þegar meðferð með ACE hemlum er ekki lengur talin henta. Ekki er mælt með að skipta yfir í meðferð með Cozaar ef hjartasjúklingar eru í jafnvægi á ACE hemlum. Skammtar og lyfjagjöf: SkammlastœrÖir handa fullorðnum: Háþrýstingur: Venjulegur upphafs- og viðhaldsskammtur fyrir flesta sjúklinga er 50 mg einu sinni á dag. Hámarksblóðþrýstingslækkandi áhrif lyfsins nást 3-6 vikum eftir að meðferð er hafin. Hjá sumum sjúklingum næst aukinn árangur með því að auka skammtinn í 100 mg einu sinni á dag. Hjá sjúklingum með minnkað blóðrúmmál (t.d. þeim sem fá stóra skammta af þvagræsilyfjum) skal íhuga að hafa upphafsskammtinn 25 mg einu sihni á dag (sjá Vamaðarorð og varúðarreglur). Ekki er þörf á að breyta upphafsskammti aldraðra sjúklinga eða sjúklinga með skerta nýmastarfsemi, þ.m.t. sjúklinga sem fá kvið- eða blóðskilun, en gefa sjúklingum með sögu um skerta lifrarstarfsemi lægri upphafsskammt (sjá Vamaðarorð og varúðarreglur). Lyfið má gefa með öðmm háþrýstingslyfjum. Hjartahilun: Upphafsskammtur lyfsins hjá sjúklingum með hjartabilun er 12,5 mg einu sinni á dag. Skammtinn ætti að auka vikulega (t.d. 12,5 mg á dag, 25 mg á dag, 50 mg á dag) upp í hinn venjulega viðhaldsskammt sem er 50 mg einu sinni á dag, háð þoli sjúklingsins. Lósartan er venjulega gefið samhliða þvagræsilyfjum og dígitalis. Skammtastœrðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Lyfið má gefa með eða án matar. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Varnaöarorð og varúöarreglur: Ofnæmi. Ofsabjúgur (sjá Aukaverkanir). Lágþrýstingur og truflun á jóna- og vökvajafnvœgi: Hjá sjúklingum mcð minnkað blóðrúmmál (þ.e. þeir sem meðhöndlaðir eru með stórum skömmtum af þvagræsilyfjum) geta einkenni um lágþrýsting komið fyrir. Þennan vökvaskort á að leiðrétta fyrir gjöf lyfsins eða nota lægri upphafsskammt af því (sjá Skammtastærðir handa fullorðnum). Skert lifrarstarfsemi: Þar sem marktækt hærri blóðþéttni lósartans hefur komið fram í hjá sjúklingum með skorpulifur, skal íhuga að gefa sjúklingum scm hafa haft skerta lifrarstarfsemi minni skammta af lósartani (sjá Skammtar og Lyfjahvörf). Skert nýmastarfsemi: Sem afleiðing af hömlun renín-angíótensín keifisins, hafa brcytingar á nýmastarfsemi, þ.m.t. nýmabilun, sést hjá næmum einstaklingum; þessar breytingar á nýmastarfsemi geta gengið til baka ef mcðferð er hætt. Önnur lyf sem hafa áhrif á rcnín-angíótensín kerfið geta aukið þvagefni og kreatínín í sermi hjá sjúklingum með þrengsli í báðum nýmaslagæðum eða hafa eitt nýra og þrengsli í nýmaslagæðinni til þess. Svipuð áhrif hafa sést hjá losartani; þessar breytingar á nýmastarfsemi geta gengið til baka, ef meðferð er hætt. Milliverkanir: Ekki þekktar. Meðganga og brjóstagjöf: Cozaar á ekki að nota á meðgöngu og kona með bam á brjósti á ekki að nota Cozaar. Aukaverkanir: Lyfið þolist almennt vel. Almennt hafa aukaverkanir verið vægar og tímabundnar og hafa ekki orðið til þess að hætta hafi þurft meðferð. Heildartíðni aukaverkana sem sést hafa eftir notkun lyfsins hafa verið sambærilegar við lyfleysu. í klínískum samanburðarrannsóknum á háþrýstingi var svimi eina aukaverkunin sem skráð var sem lyfjatengd aukaverkun, sem hafði hærri tíðni en þegar lyfleysa var notuð, hjá > 1 % sjúklinga sem fcngu lósartan. Auk þess hafa skammtaháð áhrif á stöðutengdan blóðþrýsting komið fram hjá < 1% sjúklinga. Útbrot áttu sér stað í sjaldgæfum tilvikum, en tíðni þeirra í klínískum samanburðarrannsóknum var lægri en þegar lyfleysa var gefin. í þessum tvíblindu klínísku samanburðarrannsóknum á háþrýstingi, komu eftirfarandi aukaverkanir fram í tengslum við gjöf lyfsins hjá £ 1% sjúklinga, án tillits til annarra lyfja. Tíðni þcssara aukaverkana var yfirleitt svipuð og þegar lyfleysa var notuð. Almennar: Kviðverkir, máttleysi/þreyta, brjóstverkur, bjúgur/þroti. Hjarta- og œðakerfi: Hjartsláttarónot, hraðtaktur. Meltingarfœri: Niðurgangur, meltingartruflanir, ógleði. Stoðkerfi: Bakverkir, vöðvakrampar. Taugakerfilgeðrœn einkenni: Svimi, höfuðverkur, svefnleysi. Ondunarfœri: Hósti, nefstífla, hálsbólga, kvillar í ennis- og kinnholum (sinus disordcr), sýking í efri loftvegum. Lyfið hefur almennt verið vel þolað í klínískum rannsóknum á hjartabilun. Aukaverkanir voru þær sem við var að búast hjá þessum sjúklingahópi. Algengustu aukaverkanimar tengdar töku lyfsins voru svimi og lágþrýstingur. Eftirfarandi aukaverkanir hafa einnig sést eftir almenna notkun lyfsins: Ofnœmi: Bráðaofnæmi, ofsabjúgur þ.á m. þroti í barkakýli og raddböndum sem lokar öndunarveginum og/eða þroti í andliti, vörum, koki og/eða tungu, hafa í sjaldgæfum tilvikum sést hjá sjúklingum á lósartan meðferð. Sumir þessarra sjúklinga hafa áður fengið ofsabjúg af völdum annarra lyfja, þ.á m. ACE hemla. Æðabólga hefur sjaldan sést, þar með talið purpuralíki sem svipar bæði til purpuralíkis Henochs og Schönleins, með kviðverkjum, maga- og gamablæðingum, liðverkjum og nýmabólgu. Meltingarfœri: Lifrarbólga (sjaldgæf), truflanir á lifrarstarfsemi. Blóð: Blóðleysi. Stoðkerfi: Vöðvaverkir. Taugakcrfilgcðrccn einkenni: Mígreni. Öndunarfœri: Hósti. Húð: Ofsakláði, kláði. Breytingar á blóðgildum: í klínískum samanburðarrannsóknum á háþrýstingi komu klínískt mikilvægar breytingar í sjaldgæfum tilvikum fram á stöðluðum rannsóknagildum í tengslum gjöf lósartans. Hækkað kalíum í blóði (>5,5 mmól/1 (ca 1,5%)); væg hækkun á lifrarensímum kom sjaldan fyrir, og gekk venjulega til baka ef meðferð var hætt. Afgreiösla: Lyfseðilsskylda. Greiðsluþátttaka: B. Pakkningar og verö (apríl, 2002): Töflur 12,5 mg: 28 stk 2459 kr. Töflur 50 mg: 28 stk. 3825 kr: 98 stk. 11160 kr. Upphafspakkning 12,5 mg og 50 mg: 35 stk. 3825 kr. Töflur 100 mg: 28 stk. 5790 kr, 98 stk. 17176 kr. Handhafi markaösleyfis: Merck Sharp & Dohme B.V., Haarlem, Holland. Umboðsaðili á Islandi: Farmasía ehf, Síðumúla 32, 108 Reykjavík. Uppbygging LIFF rannsóknarinnar: Framsækin, fjölstöðva, tvíblind, samanburðarannsókn, þar sem sjúklingar með háþrýsting (höfðu verið í meðferð eða ekki) og stækkaðan vinstri slegil mctið út frá EKG voru slembivalin í tvo hópa og fengu lósartan eða atonólól í minnst 4 ár. Meginmarkmið: Að bera saman langtíma verkun af lasartani og atanólóli m.t.t. áfalla og dauða (dauða af völdum hjarta- eða æðasjúkdóma, hjarta- eða heilaáföll). Þátttakendur voru 9193 menn og konur á aldrinum 55 - 80 ára. Læknablaðið 2002/88 681

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.