Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2002, Page 73

Læknablaðið - 15.09.2002, Page 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 20 Faraldsfræði í dag Klínísk faraldsfræðí Mörg helstu hugtök kKnískrar faraldsfræði hafa nú þegar verið kynnt til sögunnar, svo sem næmi, sér- tæki, aðgreiningarhæfni, og forspárgildi. Öll hafa þessi hugtök hlutverk við val og túlkun klínískra prófa en gagnsemi hvers þeirra fer eftir aðstæðum. Næmi og sértæki prófs segja til um líkur á að prófið reynist jákvætt meðal þeirra sem hafa sjúkdóminn og neikvætt meðal þeirra sem hafa hann ekki. Saman segja næmi og sértæki til um aðgreiningarhæfni prófsins eða getu þess til að greina á milli sjúkra og heilbrigðra einstaklinga. Því eru upplýsingar um næmi og sértæki gagnlegastar áður en við gerum prófið (þessar upplýsingar ber að nota til að ákveða hvort á að framkvæma tiltekna rannsókn eða próf). Þegar niðurstaða prófsins liggur íyrir er mest um vert að átta sig á líkunum á að sjúklingur með tiltekna niður- stöðu hafi raunverulega sjúkdóminn. Þá eru upplýs- ingar um forspárgildi (positive, negative predictive value) prófsins rnjög gagnlegar en næmi og sértæki hafa mun minna vægi. Forspárgildi er þannig notað til að túlka niðurstöður rannsóknar sem þegar hefur verið framkvæmd. Forspárgildi prófs er háð bæði næmi og sértæki þess en einnig algengi sjúkdómsins í viðkomandi þýði. f þessu sambandi vega þó áhrif al- gengis mun meira en áhrif næmis og sértækis þar sem þær stærðir liggja á mun þrengra bili en algengi. Næmi og sértæki almennra prófa og rannsókna liggja á bilinu 50-99% (ef gildin eru undir 50% eru próf yfirleitt ekki talin nógu góð til að vera notuð). Því er breytileiki þessara gilda yfirleitt ekki meiri en svo að nemi tvöföldun. Miklu nteiri breytileika gætir í al- gengi, en gildi þess getur margfaldast frá einu þýði til annars. Þær upplýsingar sem felast í næmi annars vegar en sértæki hins vegar má einnig sameina og setja fram sem líkindahlutfall (likelihood ratio). Þetta hugtak endurspeglar hlutfall tveggja stærða, annars vegar líkanna á því að ákveðin prófniðurstaða komi fyrir meðal einstaklinga sem hafa sjúkdóminn og hins vegar líkanna á að slík niðurstaða komi fyrir meðal einstaklinga án sjúkdómsins. Líkindahlutfall segir til um getu prófs til að umbreyta líkum á sjúkdómi áður en prófið er framkvæmt (pre-test probability), en þær líkur eru einfaldlega það sama og algengi sjúk- dómsins, yfir í líkur á sjúkdómi í Ijósi tiltekinnar niðurstöðu (posterior eða post-test probability). Líkindahlutfall fyrir jákvæða prófniðurstöðu (Likelihood ratio - positive test result, LRP) segir til urn gagnsemi slíkrar niðurstöðu með því að bera saman líkurnar á jákvæðri niðurstöðu meðal þeirra sem hafa sjúkdóminn (það er næmi) og líkurnar á jákvæðri niðurstöðu meðal þeirra sem ekki hafa sjúk- dóminn (það er fölsk jákvæðni sem er (1-sértæki)). LRP er því reiknað sem næmi/(l-sértæki). Besta prófið til að staðfesta sjúkdóm (rule in) er það sem hefur hæst LRP (eða þar sem líkurnar á jákvæðri niðurstöðu eru miklu hærri meðal þeirra sem hafa sjúkdóminn en meðal þeirra sem hafa hann ekki). Líkindahlutfall fyrir neikvæða prófniðurstöðu (Likelihood ratio - negative test result, LRN) lýsir hins vegar styrk slíkrar niðurstöðu með því að bera saman líkurnar á neikvæðri niðurstöðu meðal þeirra sem hafa sjúkdóminn (það er fölsk neikvæðni eða (1- næmi)) og líkurnar á neikvæðri niðurstöðu nteðal þeirra sem ekki hafa sjúkdóminn (sértæki). LRN er því reiknað sem (l-næmi)/(sértæki). Æskilegasta próf- ið til að útiloka sjúkdóm (rule out) er það sem hefur lægst LRN (eða þar sem Iíkurnar á neikvæðri niður- stöðu eru miklu lægri meðal þeirra sem hafa sjúk- dóminn en meðal þeirra sem ekki hafa hann). Líkindahlutfall sameinar þannig næmi og sértæki (eða andstæður þeirra, falska jákvæðni og falska nei- kvæðni) í eina stærð. Þar sem næmi og sértæki eru óháð algengi sjúkdóms er líkindahlutfall það einnig og er það því að mörgu leyti þjálla í notkun en for- spárgildi (predictive value) sem er háð algengi. Líkindahlutfall hefur ýmsa kosti umfram það að vera óháð algengi. Það sameinar tvennar upplýsingar (næmi og sértæki) í eina tölu, það endurspeglar lík- indadreifingu rannsóknarniðurstaðna (almennt eru minni líkur á að fá mjög afbrigðilega niðurstöðu en niðurstöðu sem er nálægt meðaltali eða eðlilegu gildi) og þar með endurspeglar það hið almenna klíníska viðhorf að láta mjög afbrigðilegar niðurstöður vega þyngra til sjúkdómsgreiningar eða annarrar ákvarð- anatöku en smávægileg frávik frá meðaltali eða eðli- legum gildum. María Heimisdóttir mariah@decode.is Læknablaðið 2002/88 685

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.