Læknablaðið - 15.09.2002, Qupperneq 77
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 29
Draugagangur og umhyggja
Að fjallgöngu lokinni
Skólafélagarnir og kollegarnir fjórir höfðu lokið
göngu um Síldarmannagötur frá Botnsdal yfir í
Skorradal. Gangan þótti fremur létt og móttökurnar
í Skorradal voru höfðinglegar. Þegar sest var að
veisluborði barst talið að brennslu hitaeininga á
göngu sem þessari og hvort maður bætti á sig grömm-
um eður ei þegar upp væri staðið. Þá heyrðist í Sveini:
„Mér finnast kaloríur vondar og spýti þeim alltaf út
úr mér.“
Draugagangur
Á hveiju kvöldi kom Friðrik heim með kippu af bjór
og tæmdi allar dósirnar sex á meðan hann horfði á
sjónvarpið. Kvöld eitt þegar hann var að tæma síð-
ustu dósina sá hann tveggja metra draug koma ask-
vaðandi í gegnum útidyrnar sem kýldi hann fyrir-
varalaust í magann. Síðan hvarf draugurinn á brott út
um eldhúsgluggann. Næsta kvöld var Friðrik að ljúka
við annan bjórinn þegar honum birtist draugurinn á
ný og áður en maðurinn vissi af fékk hann bylmings-
högg í hausinn. Eftir þessa reynslu hætti Friðrik að
drekka. Engu að síður kom draugurinn þriðja kvöld-
ið og nefbraut Friðrik.
Daginn eftir kom Friðrik á stofu til heimilislæknis-
ins og sagði farir sínar ekki sléttar.
„Hvað get ég gert?“ spurði Friðrik.
„Það er víst ekki neitt við þessu að gerasagði
læknirinn. „Þessi draugur er víst alveg einstaklega
leiðinlegur."
Umhyggja eftir aögerð
Ungur maður lagðist inn á skurðdeild til minni háttar
aðgerðar. Daginn eftir leit kunningi hans við á deild-
inni til að athuga hvernig sjúklingnum farnaðist. Vin-
urinn var aldeilis forviða að sjá hverja konuna eftir
aðra, bæði lækna og hjúkkur, koma að rúmi sjúk-
lingsins og spyrja hvernig hann hefði það og hvort
hann þarfnaðist einhvers.
„Þetta er nú meiri umhyggjan sem þú færð,“ sagði
vinurinn. „Það er ekki að sjá að það ami neitt að þér.“
„Ég veit,“ sagði sjúklingurinn, „en þetta er búið
að vera svona frá því ég sagði einni hjúkkunni að það
hefði þurft að sauma tuttuguogsjö spor eftir að ég var
umskorinn."
Illa brugöiö
Kona nokkur sem var einstaklega mikil um sig og
þykk undir húð hringdi á leigubíl og bað hann að
koma fljótt. Veðrið var sérdeilis napurt þennan dag
og konan því vel dúðuð. Þegar bfllinn birtist gekk
hún hröðum skrefum í áttina að honum og sagði:
„Góðan daginn. Fæðingardeild Landspítalans alveg í
hvelli.“ Leigubflstjóranum var illa brugðið og konan
komst ekki hjá því að sjá hvernig hann fölnaði upp og
ók sér í sætinu. „Hafðu engar áhyggjur, vinur, ég er
bara orðin of sein í vinnuna.“
Á bakið
Sjúklingurinn var orðinn langþreyttur á þjónustu
spítalans og kvartaði við lækninn. „Ég hata þennan
stað,“ sagði maðurinn. „Það er alltaf farið með mann
eins og hund.“ „Það er nú ekki rétt hjá þér,“ sagði
læknirinn. „Svona, veltu þér nú á bakið.“
Pláss fyrir plástur
Tveimur vikum eftir að sjúklingurinn útskrifaðist af
hjartadeildinni mætti hann í endurkomu lil hjarta-
læknisins. „Þetta er orðið hálfgert bras hjá mér með
plásturinn sem hjúkkan ráðlagði mér að líma á mig á
sex klukkustunda fresti þegar hún útskrifaði mig um
daginn.“ „Og hvert er þá vandamálið?" spurði lækn-
irinn. „Ég er kominn með svo marga plástra að það
er orðið lítið pláss fyrir fleiri.“
Gamall karl
Kona gekk að smávöxnum ellilegum manni sem sat á
bekk í almenningsgarði. „Ég kemst ekki hjá því að
taka eftir því hversu glaður þú ert á svipinn," sagði
konan. „Hvert er eiginlega leyndarmálið á bak við
svona langt og gefandi líf?“
„Ég reyki þrjá pakka af sígarettum á dag, drekk
sex flöskur af vodka á viku, borða ruslfæði og hreyfi
mig aldrei nema ég megi til,“ sagði maðurinn.
„Þetta er með ólíkindum," sagði konan alveg for-
viða. „Og hvað ertu svo gamall?"
„Tuttuguogsex ára.“
Þrjóskur eiginmaöur
„Maðurinn minn er svo þrjóskur,“ sagði eiginkonan
við nágrannakonu sína, „að hann fór ekki til tann-
læknis fyrr en hann var orðinn fimmtíu og þriggja ára
gamall.“
„Hvað varð eiginlega þess valdandi að hann fór þá
til tannlæknisins?“ spurði nágrannakonan.
„Hann var kominn með svo margar holur að það
heyrðist bergmál þegar hann talaði.“
Bjarni Jónasson
Bjarni.Jonasson@hg.is
Læknablaðið 2002/88 689