Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2003, Page 15

Læknablaðið - 15.10.2003, Page 15
FRÆÐIGREINAR / TALÍDÓMÍÐ Talídómíð: lyf hörmunga og hjálpræðis Yfirlitsgrein - Fyrri hluti: Tilurð talídómíðs, sameindargerð og fyrsti ferill Þorkell Jóhannesson Þetta er fyrri hluti greinar höfundar um talídómíð. Síðari hluti greinarinnar mun birtast í nóvembertölublaði Læknablaðsins. Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, Lyfjafræðistofnun Háskóla íslands, Pósthólf 8216,128 Reykjavík. Fax: 568 0872, dr. thorkell@simnet. is Lykilorð: sameindargerð, svefnlyf róandi lyf fóstur- skemmdir, taugaskemmdir. Ágrip Talídómíð var upphaflega svefnlyf, róandi lyf og kvíðastillandi lyf, sem byrjað var að nota árið 1955. Það þótti hafa iítil eiturhrif og blíða verkun. Talídó- míð var í raun illa rannsakað lyf bæði í dýratilraunum og til lækninga, en var engu að síður auglýst af mikilli áfergju, meðal annars handa þunguðum konum. Talí- dómíð náði þess vegna ótrúlegri útbreiðslu. Árið 1961 varð ljóst að talídómíð gat í venjulegum skömmtum valdið alvarlegum skemmdum í úttauga- kerfi og einnig hörmulegum fósturskemmdum. Talí- dómíð var því víðast tekið af markaði og notkun þess bönnuð. Fáum árum síðar vaknaði engu að síður áhugi á að nota talídómíð á aðrar ábendingar en áður. Um það er fjallað í síðari hluta þessa yfirlits svo og um rannsóknir er lúta að verkunum og verkunar- háttum talídómíðs. Inngangur Talídómíð var tekið að nota í Þýskalandi sem róandi lyf, kvíðastillandi lyf og svefnlyf snemma árs 1955 (1). Forrannsóknir á gildi lyfsins í dýrum voru að meira eða minna leyti í molum og sama átti undantekning- arlítið við rannsóknir á verkun lyfsins í mönnum. Slíkt var þó engan veginn einsdæmi í þá tíð. Það var hins vegar með fádæmum hve mikilli útbreiðslu notkun talídómíðs náði á fáum árum víða um lönd. Var það ekki síst vegna þess hve hættulítið tah'dómíð þótti í samanburði við barbitúrsýrusambönd, sem þá og lengi áður höfðu verið nær alls ráðandi róandi lyf og kvíðastillandi lyf og svefnlyf (2). Því kom það mönnum í opna skjöldu að talídómíð, tekið í venju- ENQLISH SUMMARY JóhannessonÞ Thalidomide: Drug of horror and last resort A review. Part 1: Origin, molecular structure and first pattern of use Læknablaðið 2003; 89: 751-6 Thalidomide was originally a hypnotic, sedative and anxiolyt- ic drug that was first used in 1955. It was considered to have little toxicity and have smooth activity. Thalidomide was in fact poorly studied both in animals and for therapeutic pur- poses. It was nevertheless agressively advertised, and inter legum skömmtum, gæti valdið skemmdum í úttauga- kerfinu (3). Um líkt leyti eða litlu sfðar olli það svo skelfingu víða um heimsbyggðina að talídómíð gat valdið alvarlegum fósturskemmdum, ef það var tekið snemma í meðgöngu (4). Lyfið var því víðast tekið af markaði á árunum 1961-1963 og öll venjuleg notkun þess stranglega bönnuð. Saga talídómíðs var þó ekki öll. Það sérstaka hef- ur gerst að talídómíð er nú viðurkennt lyf og notað á ný, þótt með ströngum skilyrðum sé, og við aðrar og mikilvægari ábendingar en áður var (5). Talídómíð er því ekki lengur einungis lyf hörmunga, heldur getur einnig verið síðasta haldreipi eða hjálpræði sjúklinga með alvarlega eða banvæna sjúkdóma. Þar að auki eru vissar vonir bundnar við að talídómíðlík lyf með færri hjáverkanir og hreinni eða öflugri lyfhrif muni leysa talídómíð sjálft af hólmi. Árið 1963 stakk höfundur niður penna og birti í Læknablaðinu grein með hugleiðingum um hvað læra mætti og hverjar ályktanir mætti draga af hörmulegri reynslu af talídómíði með tilliti til rann- sókna á nýjum lyfjum (6). Mjög nýlega hefur höfundi enn fremur verið bent á heilsíðuviðtal við hann í Morgunblaðinu árið 1968 um talídómíð og þau tíma- mót sem urðu í kjölfar þess í rannsóknum á nýjum lyfjum (7). Einmitt þá voru hafin skaðabótamál á hendur framleiðanda talídómíðs í Þýskalandi. Skrif þau sem hér birtast eru því nokkurs konar framhald af fyrri pistlum. Efni þessa yfirlits skiptist í fjóra kafla. Er fyrsti kaflinn um tilurð talídómíðs, sameindargerð og fyrsta feril og er í meginatriðum saga talídómíðs til 1963 eða alia for use in pregnancy, and accordingly it was a much used drug. During the year 1961 it became evident that inta- ke of thalidomide in therapeutic doses could result in severe peripheral neuritis and, when taken early in pregnancy, in horrendous damage to the fetus. Thalidomide was thus shortly afterwards generally removed from the market and its use prohibited. Nevertheless, interest rose a few years later to use thalidomide on other indications than before. This is the topic of Part 2 of this review as weil as discussion of stu- dies pertinent to the mechanisms of action of thalidomide. Key words: molecular structure, hypnotic, sedative, po- lyneuritis, fetal damage. Correspondence: Þorkell Jóhannesson, dr. thorkell@simnet. is Læknablaðið 2003/89 751

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.