Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2003, Page 16

Læknablaðið - 15.10.2003, Page 16
FRÆÐIGREINAR / TALÍDÓM ÍÐ Barbitúrsýra; ímíð af þvagefni (atóm nr. 1, 2, 3) og malónsýru (atóm nr. 4, 5, 6). löllum barbitúrsýrusam- böndum eru tvö viðhengi við C5 (Rl, R2). Glútetímíð (a-etýl-a- fenýlglútarímíð. Glútarímíð er ímíð afglút- arsýru; glútarímíð kemur einnigfyrir í sameind talí- dómíðs). Talídómíð f a -tallmíðóglútarímíð; talímíð (hœgri hluti sam- eindarinnar) er ímíð aftal- sýru (1,2-bensentvíkar- boxílsýra)). * Ósamhverft (handhverft) kolefnisatóm. ...........ímíðbindingar. Gvanín (2-amínóhýpóxant- ín) er annar tveggja svo- kallaðra púrínbasa, sem í kjamasýrum (DNA/RNA) er tengdur ríbósa (RNA) eða deoxíríbósa (DNA) og nefhist þá gvanósín ósund- urgreint. Talídómíð er talið sœkja í gvanósínraðir í vissum genum (sjá síðari hluta greinarinnar). o R II Ki p R r2 0(5) (3)NH L(6) (2), Barbitúrsýra H2 c2h5 H h /(4)\ / \ • h2C(5) <3)C---c^ ^;ch 0=cl6) (2)C=0 HC H \o/ N H Glútetímíð þar um bil. Síðari kaflar um rannsóknir á verkunum og verkunarháttum talídómíðs og notkun þess til lækninga munu birtast í annarri grein í næsta blaði. Mikið hefur verið ritað um talídómíð í áranna rás (ekki síst á allra síðustu árum) og þar á meðal verið ritaðar bækur. Ber þar hátt nýlega bók Trent Steph- ens og Rock Brynner, Dark Remedy (8). Verður oft tii hennar vitnað hér á eftir. Tilurð talídómíðs, sameindargerð og fyrsti ferill Heimildir eru fyrir því að talídómíð hafi fyrst verið samtengt í Sviss árið 1954 (6,9) og þá líklega af lyfja- verksmiðjunni Ciba. Ciba hafði þá í undirbúningi að markaðssetja lyfið glútetímíð á árinu 1955. Glút- etímíð (Doriden®) var talið virkara lyf en talídómíð. Glútetímíð líkist allnokkuð talídómíði og raunar einnig barbitúrsýrusamböndum (samanber formúlur). Aðrar heimildir herma að snemma árs 1954 hafi talí- dómíð verið samtengt í lyfjaverksmiðjunni Chemie Grúnenthal í þorpinu Stolberg nærri Aachen í Vest- ur-Pýskalandi. Þar var unnið að framleiðslu pen- icillíns. Er svo að skilja að talídómíð hafi orðið til við samtengingu á efnum sem væru peptíð og gætu haft áhrif á sýkla líkt og penicillínsambönd (8). Þessi skoðun styðst við ummæli í ritgerð Kunz, Keller og Múckter frá 1956 (10), en þeir unnu hjá Chemie Grúnenthal. Sennilega verður seint skorið úr því hvort réttara er í þessu máli. Er það ekki síst vegna þess að mikið af gögnum varðandi talídómíð glatað- ist eða týndist, viljandi eða óviljandi, jafnvel áður en bóta var krafist af fyrirtækinu árið 1968 (8). Talídómíð er a-talímíðóglútarímíð og líkist nokk- uð glútetímíði eins og áður er nefnt (sbr. formúlur). I sameind talídómíðs eru fjórar ímíðbindingar, tvær í glútarímíðhluta sameindarinnar (vinstra megin) og tvær í talímíðhlutanum (hægra megin). Þá er ósam- hverft (handhverft) kolefnisatóm í sameindinni (merkt með stjörnu). Talídómíð sem er á markaði er að jöfnu blanda (racemísk blanda) tveggja hand- hverfa (enantíómera): (+)-(R)-talídómíðs og (-)-S- talídómíðs. Bæði in vivo og in vitro á sér greiðlega stað viðsnúningur annarri handhverfunni í hina (chiral inversion), einkum í bæsnu (basísku) um- hverfi og sér í lagi fyrir tilstilli albúmíns í sermi. Vís- bendingar eru í þá veru að fósturskemmandi verkun talídómíðs sé bundin við S-talídómíð eða tiltekin um- brotsefni þess (11). Báðar handhverfurnar, R- og S- talídómíð, virðast hins vegar hafa svefnframkallandi verkun (12). Ímíðbindingarnar í sameind talídómíðs eru ó- stöðugar og opnast með vatnsrofi (hydrolysis) við pH>6. Myndast þannig samtals ein tólf umbrotsefni. Einungis þau vatnsrofsumbrotsefni sem hafa talímíð- hluta sameindarinnar heilan hafa sannast að valda fósturskemmdum (11). Kemur þetta vel heim við þá staðreynd að glútetímíð hefur aldrei verið sett í sam- band við talídómíðlíkar fósturskemmdir (8). Sterkar vísbendingar eru til þess að verkun talídómíðs á æðar og fóstur sé að rekja til umbrotsefnis (umbrotsefna) sem verið gæti síðara umbrotsefni slíks vatnsrofsum- brotsefnis (13). 752 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.