Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / TALÍDÓM ÍÐ Barbitúrsýra; ímíð af þvagefni (atóm nr. 1, 2, 3) og malónsýru (atóm nr. 4, 5, 6). löllum barbitúrsýrusam- böndum eru tvö viðhengi við C5 (Rl, R2). Glútetímíð (a-etýl-a- fenýlglútarímíð. Glútarímíð er ímíð afglút- arsýru; glútarímíð kemur einnigfyrir í sameind talí- dómíðs). Talídómíð f a -tallmíðóglútarímíð; talímíð (hœgri hluti sam- eindarinnar) er ímíð aftal- sýru (1,2-bensentvíkar- boxílsýra)). * Ósamhverft (handhverft) kolefnisatóm. ...........ímíðbindingar. Gvanín (2-amínóhýpóxant- ín) er annar tveggja svo- kallaðra púrínbasa, sem í kjamasýrum (DNA/RNA) er tengdur ríbósa (RNA) eða deoxíríbósa (DNA) og nefhist þá gvanósín ósund- urgreint. Talídómíð er talið sœkja í gvanósínraðir í vissum genum (sjá síðari hluta greinarinnar). o R II Ki p R r2 0(5) (3)NH L(6) (2), Barbitúrsýra H2 c2h5 H h /(4)\ / \ • h2C(5) <3)C---c^ ^;ch 0=cl6) (2)C=0 HC H \o/ N H Glútetímíð þar um bil. Síðari kaflar um rannsóknir á verkunum og verkunarháttum talídómíðs og notkun þess til lækninga munu birtast í annarri grein í næsta blaði. Mikið hefur verið ritað um talídómíð í áranna rás (ekki síst á allra síðustu árum) og þar á meðal verið ritaðar bækur. Ber þar hátt nýlega bók Trent Steph- ens og Rock Brynner, Dark Remedy (8). Verður oft tii hennar vitnað hér á eftir. Tilurð talídómíðs, sameindargerð og fyrsti ferill Heimildir eru fyrir því að talídómíð hafi fyrst verið samtengt í Sviss árið 1954 (6,9) og þá líklega af lyfja- verksmiðjunni Ciba. Ciba hafði þá í undirbúningi að markaðssetja lyfið glútetímíð á árinu 1955. Glút- etímíð (Doriden®) var talið virkara lyf en talídómíð. Glútetímíð líkist allnokkuð talídómíði og raunar einnig barbitúrsýrusamböndum (samanber formúlur). Aðrar heimildir herma að snemma árs 1954 hafi talí- dómíð verið samtengt í lyfjaverksmiðjunni Chemie Grúnenthal í þorpinu Stolberg nærri Aachen í Vest- ur-Pýskalandi. Þar var unnið að framleiðslu pen- icillíns. Er svo að skilja að talídómíð hafi orðið til við samtengingu á efnum sem væru peptíð og gætu haft áhrif á sýkla líkt og penicillínsambönd (8). Þessi skoðun styðst við ummæli í ritgerð Kunz, Keller og Múckter frá 1956 (10), en þeir unnu hjá Chemie Grúnenthal. Sennilega verður seint skorið úr því hvort réttara er í þessu máli. Er það ekki síst vegna þess að mikið af gögnum varðandi talídómíð glatað- ist eða týndist, viljandi eða óviljandi, jafnvel áður en bóta var krafist af fyrirtækinu árið 1968 (8). Talídómíð er a-talímíðóglútarímíð og líkist nokk- uð glútetímíði eins og áður er nefnt (sbr. formúlur). I sameind talídómíðs eru fjórar ímíðbindingar, tvær í glútarímíðhluta sameindarinnar (vinstra megin) og tvær í talímíðhlutanum (hægra megin). Þá er ósam- hverft (handhverft) kolefnisatóm í sameindinni (merkt með stjörnu). Talídómíð sem er á markaði er að jöfnu blanda (racemísk blanda) tveggja hand- hverfa (enantíómera): (+)-(R)-talídómíðs og (-)-S- talídómíðs. Bæði in vivo og in vitro á sér greiðlega stað viðsnúningur annarri handhverfunni í hina (chiral inversion), einkum í bæsnu (basísku) um- hverfi og sér í lagi fyrir tilstilli albúmíns í sermi. Vís- bendingar eru í þá veru að fósturskemmandi verkun talídómíðs sé bundin við S-talídómíð eða tiltekin um- brotsefni þess (11). Báðar handhverfurnar, R- og S- talídómíð, virðast hins vegar hafa svefnframkallandi verkun (12). Ímíðbindingarnar í sameind talídómíðs eru ó- stöðugar og opnast með vatnsrofi (hydrolysis) við pH>6. Myndast þannig samtals ein tólf umbrotsefni. Einungis þau vatnsrofsumbrotsefni sem hafa talímíð- hluta sameindarinnar heilan hafa sannast að valda fósturskemmdum (11). Kemur þetta vel heim við þá staðreynd að glútetímíð hefur aldrei verið sett í sam- band við talídómíðlíkar fósturskemmdir (8). Sterkar vísbendingar eru til þess að verkun talídómíðs á æðar og fóstur sé að rekja til umbrotsefnis (umbrotsefna) sem verið gæti síðara umbrotsefni slíks vatnsrofsum- brotsefnis (13). 752 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.