Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 17

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 17
FRÆÐIGREINAR / TALÍDÓMÍÐ Fyrstu rannsóknir með talídómíð í dýrum birtust í fyrrnefndri ritgerð starfsmanna Grunenthal (10). Þeir notuðu mýs, rottur, marsvín, kanínur og hunda við tilraunir sínar. Talídómíð hafði afar lítil bráð eit- urhrif - og reyndar einnig enga eða vafasama svefn- verkun í dýrunum. Jafnvel gefið í stórum skömmtum hafði talídómíð engin áhrif á samhæfingu hreyfinga eða getu dýranna til þess að rétta sig við úr liggjandi stöðu (hvorttveggja er próf um svefn eða svæfingu) eða getu músa til þess að halda sér föstum á stöng sem snerist (svokallað „Haltereflexe”). Þeir fundu hins vegar að hreyfingar dýranna voru mun minni eftir gjöf talídómíðs en án. Þetta mátti svo ógagnrýn- ið túlka á þann veg að talídómíð hefði sérstaka ró- andi verkun án umtalsverðrar svefnverkunar ( . . „dass die Versuchstiere schon kurze Zeit nach der Applikation hinsichtlich ihrer Motilitat erheblich reduziert waren, ohne dass bei höheren Dosen nar- kotische Effekte beobachtet werden könnten”). í rit- gerðinni leggja höfundarnir áherslu á þessa sérstöðu talídómíðs og það réttlæti klíníska rannsókn á lyfinu. Það var þó einmitt hér sem þremenningunum í Chemie Grúnenthal urðu á alvarleg og örlagarík mis- tök. I stað þess að standa að skipulagðri klínískri rannsókn á talídómíði dreifðu þremenningarnir hreinlega lyfinu til lækna án þess að skipuleggja með nokkrum hætti notkun þeirra á því eða hirða um skil frá þeirra hendi (8). Einn þessara lækna var Jung (1). Lýsti hann í ritgerð róandi verkun talídómíðs á alls 300 sjúklinga. Ritgerðin er mjög gróf í sniðum og framsetning niðurstaðna einfaldlega í molum. Grein- in birtist í þýsku tímariti næst á eftir grein þremenn- inganna (10) og myndi nú í dag væntanlega vera köll- uð „keypt grein”. Það vekur sömuleiðis athygli að Jung hafði fengið talídómíð til klínískrar notkunar í ársbyrjun 1955 og ekki aðeins í formi taflna, heldur einnig hylkja, stauta og mixtúru. Lyfið var sem sagt komið í klíníska notkun í heilum fjóruni lyfjaformum fullu ári áður en fyrsta ritgerðin um lyfhrif lyfsins birtist! Talídómíð kom allra fyrst á markað í lyfjablöndu (meðal annars með aspiríni) síðla árs 1956. Tæpu ári síðar var það svo sett á markað í Þýskalandi sem ró- andi lyf með heitinu Contergan® og var þá selt án lyfseðils. Chemie Grúnenthal hafði í frammi mikla áróðursherferð vegna talídómíðs. Á því var hamrað hve lítt eitrað það væri og lyfið væri ekki barbitúr- sýrusamband og verkun þess væri blíð. Talídómíð var svo markaðssett í öllum heimshlutum, eða alls í 46 löndum, með fjölda mismunandi sérlyfjaheita (sbr. mynd 1). Þegar hæst stóð gengi talídómíðs á árinu 1961 mátti segja að það „ætti” markaðinn fyrir róandi lyf og svefnlyf í flestum löndum. Á fáum árum hafði starfsmannafjöldi hjá Chemie Grúnenthal í Stolberg einnig þrefaldast (8). Meðal furðulegustu tilburða Chemie Grúnenthal var samt þegar fyrirtækið tók að senda bréf til þýskra lækna og segja að talídómíð væri besta róandi lyfið handa þunguðum konum og mæðrum með börn á brjósti. Áróðurinn var svo stíft rekinn að þungaðar konur hirtu jafnvel ekki um að nefna að þær hefðu fengið talídómíð í meðgöngu (8). Síðar kom svo sú ábending, óvíst á hverjum forsendum, að talídómíð gagnaðist vel gegn klígju í meðgöngu (6). í þessu sambandi er rétt að nefna að frá gamalli tíð hafði sú skoðun verið ríkjandi að lyf og fjarræn efni kæmust yfirleitt ekki yfir fylgju til fósturs. Á árunum milli 1950 og 1960 höfðu samt birst allmargar rann- sóknir, og raunar einnig fyrr, sem greinilega sýndu að efni með sameindaþunga minni en 1000 (sameinda- þungi talídómíðs er 258) gætu hæglega borist yfir fylgju frá móður til fósturs (6). Mynd 1 Myndin sýnir töflubréf(t eigu Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafrœði) með fjórum töflum af Softenon - forte, en í hverri töflu eru 100 mg af talídó- míði. Softenon - forte var eitt afmörgum tugttm sér- lyfja sem innihéldu talídó- míð og sett voru á markað í nœr fimmtiu löndum. Á myndinni sést einnig ógreinilega firmaheitið Grunenthal. Á töflubréfið er enn fremur prentað (sést ekki á mynd- inni): „Ein neuartiges barbitursaurefreies Schlafmittel” (og þýðing á textanum á ensktt, frönsku og spœnsku), en einmitt þessu var mjög haldið á loft við kynningu á talídómíði. (Ljósm.: Þorkell Þorkelsson.) Læknablaðið 2003/89 753
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.