Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 23

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAVÍKKANIR Samanburður á árangri og fylgikvillum kransæðavíkkana hjá konum og körlum Ragnar Danielsen SÉRFRÆÐINGUR í L1TLÆKNINGUM OG HJARTASJÚKDÓMUM Kristján Eyjólfsson SÉRFRÆÐINGUR f HJARTASJÚKDÓMUM Hjartadeild Landspítala Hring- braut, 101 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskrif: Ragnar Danielsen, Hjartadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. rcignarda@landspitali. is Lykilorð: kransœðavíkkanir, konur, árangur. Ágrip Markmið: Umdeilt er hvort árangur kransæðavíkk- ana sé jafn góður hjá konum og körlum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman milli kynj- anna árangur og fylgikvilla eftir kransæðavíkkunar- aðgerð hér á landi. Aðferðir: Á árunum 1987-2000 voru alls gerðar 3355 kransæðavíkkanir, 798 hjá konum (24%) og 2557 hjá körlum (76%). Sjúkraskrár sjúklinga voru kannaðar afturvirkt með tilliti til klínískra þátta í sjúkrasögu, árangurs við kransæðavíkkun og fylgikvilla í sjúkrahúslegu eftir aðgerð. Niðurstöður: I samanburði við karla voru fleiri konur eldri en 65 ára, með háþrýsting, of háa blóð- fitu og án fyrri sögu um reykingar, en tíðni sykur- sýki var svipuð hjá kynjunum. Fyrri saga um hjartadrep og segaleysandi meðferð var sambæri- leg, en hlutfallslega færri konur höfðu áður farið í opna hjáveituaðgerð eða kransæðavíkkun. Hvikul hjartaöng fyrir aðgerð var algengari hjá konunum, þær fóru oftar hálfbrátt í víkkun og á kransæðamynd voru þær sjaldnar með þriggja æða sjúkdóm en karlar. Kransæðavíkkun á tveim eða fleiri þrengslum, endurþrengslum eða bláæða- græðlingum, var jafn algeng hjá báðum kynjum. Góður víkkunarárangur var svipaður hjá konum og körlurn (93% á móti 91%; p=0,06) svo og notk- un stoðneta. Fylgikvillar og dánartíðni á sjúkra- húsi (0,5% á móti 0,3%; NS) voru álíka hjá konurn og körlum, ef frá er talið að hlutfallslega fleiri kon- ur fengu blæðingu á stungustað í nára (1,25% á móti 0,12%; p<0,001) og gervigúl á náraslagæð (2,1% á móti 0,6%; p<0,001). Ályktun: Frumárangur kransæðavíkkana hér á landi er góður og sambærilegur hjá konum og körlum. Dánarlíkur á sjúkrahúsi eru lágar og helstu fylgikvillar álíka algengir hjá kynjunum, nema hvað náravandamál á stungustað eru tíðari hjá konum. Inngangur Umdeilt er hvort árangur kransæðavíkkunarað- gerða sé jafn góður hjá konum og hjá körlum. í sumum rannsóknum er frumárangur víkkunarað- gerðar lakari hjá konum og fylgikvillar algengari (1-5), en langtíma árangri er ýmist lýst sem svipuð- um (2, 3, 5), eða verri (6). Frumárangur valdra víkkunaraðgerða virðist líka hlutfallslega lakari ENGLISH SUMMARY Danielsen R, Eyjólfsson K Percutaneous coronary intervention in women compared with men Læknablaðið 2003; 89; 759-64 Introduction: The literature gives contradictory findings as to whether percutaneous coronary intervention (PCI) is equally successful in women and men. The objectives of this study were to compare between the sexes success and complications after PCI in lceland. Methods: During the years 1987 to 2000 a total of 3355 PCI's were performed, 798 (24%) in women and 2557 (76%) in men. Detailed records are held for all patients regarding clinical background, the outcome of PCI and in-hospital complications, and these were retrospectively assessed. Results: Compared with men, relatively more women were older than 65 years, hypertensive, hyperlipidemic, and non-smokers, but the prevalence of diabetes was similar. A prior history of myocardial infarction, or thrombolytic therapy was comparable for the sexes, while women less frequently had a history of a previous coronary bypass operation or PCI. Unstable angina pect- oris was more common in women, they more often und- erwent subacute PCI, and were less likely than the men to have 3-vessels disease. PCI on two or more lesions, restenosis, or vein grafts, was comparable in the sexes. The primary success rate for PCI was comparable in women and men (93% versus 91 %; p=0.06), and the use of stents was similar. Complications after PCI and in- hospital mortality (0.5% versus 0.3%; NS) was equally frequent, with the exception that women had more groin bleeding at the entry-site (1.25% versus 0.12%; p<0.001) and pseudoaneurysms (2.1% versus 0.6%; p<0.001). Conclusion: The primary success of PCI in lceland is similar in the sexes. In-hospital mortality is low and complications comparable, with the exception that women more frequently developed entry-site groin sequels than men. Key words: percutaneous coronary intervention, complications. Correspondence: Ragnar Danielsen, ragnarda@landspitali.is Læknablaðið 2003/89 759
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.