Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 36
FRÆÐIGREINAR / ÞYNGD SKÓLABARNA Mynd 7. Beinlínutengsl líkamsþyngdar og námsárangurs nemenda 14., 7. og 10. bekk áriö 2001. Bekkur: ° 10. b. 7. b. 4. b. Þyngdarstuðull (BMI) Mynd 8. Dreifing mælingar á námsárangri nemenda í 10. bekk áriö 2001, eftir þyngdarstuðulsflokkum.viömiö, sjá Rösner ogfl., 1998). 10 o____________,_____________,_____________,_ Léttir Meðalþungir Þungir Þrískiptur þyngdarstuðull (BMI) Mynd 9. Dreifing á námsárangri nemenda í 10. bekk áriö 2001, eftir þyngdar- stuöulsflokkum og kynferöi. 10 o Léttir & meðalþungir Þungir Tvískipt þyngdarstuðulsmæling (BMI) hvort samvirkni er milli þyngdar og kynferðis eða með öðrum orðum hvort ofþyngd hefur önnur áhrif á líðan stelpna en stráka. Tafla I sýnir aðhvarfslíkan fyrir tengsl þyngdar og líðanar í 10. bekk að teknu til- liti til kynferðis í þeim hópi þeirra nemenda í 10. bekk sem ekki teljast eiga við verulega vanlíðan að stríða (fá undir 70 stigum á YSR prófi). Niðurstaða grein- ingarinnar er sú að þegar tekið hefur verið tillit til kynferðis fá þungir að meðaltali 10,3 stigum hærra en meðalþungir á YSR prófi. Líðan þungra er því al- mennt verri en líðan meðalþungra. Kynferði og þyngdarstuðull skýra samtals um 8% af dreifingu líð- anarmælingarinnar. Engin samvirkni er milli kyn- ferðis og ofþyngdar þannig að fyrir bæði stráka og stelpur er ofþyngd tengd verri líðan en almennt gerist og gengur hjá meðalþungum. Sú staðreynd að tengsl virðast vera milli ofþyngd- ar og líðanar þegar litið er á of þunga annars vegar og meðalþunga og létta hins vegar en ekki þegar tengsl- in eru skoðuð sem tengsl tveggja samfelldra breyta, vekur upp spurningar um hvort tengsl þyngdar og líð- anar séu yfirhöfuð línuleg. Sé dregið upp punktarit (scatterplot) af tengslum þessara tveggja breyta og dregnar tregar línur (lowess) með 70% tilliti, má sjá skýra vísbendingu um að tengslin séu einmitt ekki línuleg. Sér í lagi virðist ferill línunnar fyrir stelpur benda í þá átt að stelpum með mjög lágan líkams- þyngdarstuðul líði ver en þeim sem eru nær meðaltal- inu en það getur tengst aukinni tíðni átraskana í þess- um hópi (mynd 6). Rétt er þó að ítreka í þessu sam- bandi að ekki mældist samvirkni á milli kynferðis og þriggja flokka líkamsþyngdarstuðuls... Engin tengsl eru milli þyngdar og námsárangurs þegar þau eru skoðuð sem beinlínutengsl (pearson’s r) heildarhópsins í 4., 7. og 10. bekk (r=-,04; P=,35). Þegar tengslin eru greind eftir bekkjum kemur hins vegar í ljós áþekkt mynstur og þegar skoðuð voru tengsl þyngdar og líðanar, það er að segja að tengslin virðast vera ólík eftir bekkjum. Þetta má sjá greini- lega á punktariti þar sem dregnar eru aðhvarfslínur fyrir nemendur í hverjum bekk sérstaklega. Þannig má ráða af halla aðhvarfslínanna fyrir tengsl þyngdar og námsárangurs að þungum nemendum í 4. og 7. bekk gangi alls ekki ver í námi en meðalþungum nemendum (mynd 7) Aðhvarfslínan fyrir 10. bekk hallar hins vegar lítillega niður á við og má af því ráða að tengsl séu milli þyngdar og námsárangurs í 10. bekk á þann hátt að hækkandi þyngdarstuðli fylgi að jafnaði lækkandi einkunnir. Tengslin eru þó ekki marktæk í 10. bekk þegar þau eru skoðuð sem bein- línutengsl (r=-,16; P=,15). Þegar litið er á námsárang- ur fyrir þrjá flokka mælingarinnar á líkamsþyngdar- stuðli má þó glögglega sjá að nemendur sem teljast þungir fá að meðaltali lægri einkunn en meðalþungir og léttir (t(26,l)=3,l, p=,01) (mynd 8). Enginn mun- ur er á meðaleinkunn léttra og meðalþungra í 10. 772 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.