Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 46
FRÆÐIGREIN / NOTKUN NÁTTÚRUEFNA Tafla 1. Skipting þátttakenda eftir aldri og kyni. (N=220). Fjöldi þátttakenda Fjöldi í úrtaki Hlutfall af öllum þátttakendum (%) Aldur 20-29 ára 21 49 9,5 30-39 ára 29 49 13,2 40-49 ára 39 48 17,7 50-59 ára 31 50 14,1 60-69 ára 32 48 14,5 70-79 ára 47 58 21,4 80 ára og eldri 21 38 9,5 Kyn Karlar 105 168 47,7 Konur 115 172 52,3 sjúkdóm (28). í Afkomendarannsókninni eru afkom- endur einstaklinga sem tóku þátt í Hóprannsókn Hjartaverndar sem hófst árið 1968. Flestir eru þeir búsettir á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Meirihluti þátt- takenda í rannsókninni hafa hvorki fengið kransæða- stíflu né eru þeir afkomendur fólks sem hefur fengið slíkt (29). Urtakið var lagskipt slembiúrtak sem dreift var yfir aldursflokkanna 20-29, 30-39, 40-49, 50-59, 60-69 og 70 ára og eldri og skipt jafnt milli kynja. Urtak var tekið með 50 manns úr hverjum aldursflokki, nema 100 í þeim elsta. Lokaúrtakið var 350 einstaklingar en 10 manns voru búsettir erlendis, fundust ekki eða voru látnir. Ástæður þess að úrtak var tekið úr lista Hjartaverndar en ekki þjóðskrá eru tvær. í fyrsta lagi var ætlunin var að nota þennan spurningalista til rannsókna hjá Hjartavernd og þótti því tilhlýðilegt að þeir sem prófuðu listann væru þátttakendur í hóp- rannsóknum þar. 1 öðru lagi þótti slembiúrtak úr þessu þýði í lagi þar sem það var tekið úr uppruna- legu slembiúrtaki Hjartaverndar úr þjóðskrá. í lok spurningalistans voru nokkrar spurningar um spurningalistann. Siðfræði Leyfi var fengið hjá Vísindasiðanefnd og Persónu- vernd vegna rannsóknarinnar. Úrvinnsla gagna Við tölfræðilega útreikninga var notað SPSS forrit (30). Við samanburð á tíðnitölum var notað kí- kvaðrat próf þegar það var hægt. Ef fjöldi svara var minni en fimm í einhverjum flokki reyndist ekki unnt að framkvæma þetta tölfræðipróf. Niðurstöður Fyrstu tveir fasar rannsóknarinnar voru eingöngu hugsaðir í aðferðafræðilegum tilgangi og eru niður- stöðurnar kynntar sem slíkar. í niðurstöðum úr fasa III var hins vegar lögð áhersla á þrennt: í fyrsta lagi hvernig gagnasöfnun gekk með spurningalistanum, í öðru lagi algengi notkunar umspurðra lyfja og efna, og í þriðja lagi hvaða lyf og efni voru algengust. Forprófun listans (fasar I og II) Sex karlar og fjórar konur svöruðu spurningalistan- um í fasa I. Fjórir þátttakendur voru á aldrinum 21-40 ára en sex á aldursbilinu 41-60 ára. Aðspurðir sögðust allir hafa átt auðvelt með að svara og var meðalsvar- tími um 10 mínútur. í fasa II svöruðu alls 30 einstak- lingar (18 karlar og 12 konur). Þrettán þátttakendur voru á aldrinum 31-50 ára og 17 á aldrinum 51-70 ára. Allir þátttakendur höfðu notað eitthvað af þeim lyfj- um eða efnum sem voru í spurningalistanum. Spurningalistanum var lítið breytt eftir fasa I og II. Aðallega var um orðalagsbreytingar að ræða í spurn- ingunum sjálfum. Sérstaklega var erfitt að útskýra hugtakið „lausasölulyf” fyrir þátttakendum og þurfti sérstaklega að vinna þá skýringu. Texta í upphafi spuminga um lausasölulyf var breytt úr „Hér er verið að kanna notkun á lausasölulyfjum. Athugaðu að ekki er spurt um lyf sem ávísað hefur verið af lækni, þ.e. fengin voru með lyfseðli.” í að vera: „Hér er verið að kanna notkun á lyfjum sem aðeins eru seld í apótek- um en fást þar án lyfseðils (lausasölulyf). Athugaðu að ekki er spurt um lyf sem fengin voru með lyfseðli.” Fimm efni bættust á listanna: a) Penzim, Acidophilus og Angelica á náttúru- og fæðubótar- efnalistann; b) Menopace og Lýsi + liðamín á vítamínlistann. Eitt efni, lýsi, var fært úr „stökum vítamínum” yfir í „fjölvítamín” þar sem svarendum fannst eðlilegra að finna það þar. Notkunarrannsókn (fasi III) Alls svöruðu 220 einstaklingar listanum sem gefur 62,9% svarhlutfall. Kynjahlutfall var 115 konur á móti 105 körlum. í töflu 1 má sjá yfirlit yfir skiptingu svarenda eftir aldri, kyni og menntun. Marktækt minni svörun var í yngri aldurshópum (20-29 og 30-39 ára). Mat þátttakcnda á spurningalistanum Langflestir sögðu að sér hefði gengið mjög vel eða frekar vel að svara og voru flestir listarnir vel útfylltir miðað við þær leiðbeiningar sem gefnar voru í spurn- ingalistanum. Spurningu um hversu vel gekk að svara spurningalistanum var svarað þannig að 74% sögðu „mjög vel”, 19% „frekar vel”, 5% „sæmilega” og aðeins 2% „frekar eða mjög illa”. Þátttakendum á aldrinum 20-29 ára gekk mjög vel í 65,0% tilfella og 30,0% frekar vel að svara spurn- 782 Læknablaðid 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.