Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 47

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 47
FRÆÐIGREIN / NOTKUN NÁTTÚRUEFNA Tafla II. Algengustu lausasölulyf, náttúru-, fæðubótarefni, vítamín og skyld efni. Hlutfall þátttakenda sem svaraöi aö þeir heföu neytt efnanna á síöustu tveimur vikum. (N=220). Lausasölulyf % Náttúru- & fæðubótarefni % Vítamín og skyldar vörur % Ibúprófen 15,9 Hvítlaukur 14,5 Lýsi 48,2 Parasetamól+Kódein (Parkódín) 15,9 Glúkosamín+Kondriotín (Liðaktín) 9,1 Fjölvítamín 34,8 Asetýlsalicylsýra (Magnýl) 150 mg 15,5 Grænt te 7,8 C-vítamín 20,9 Panodil (parasetamól) 7,7 Aloe vera 6,8 B-vítamin (blanda) 12,7 Parasetamól (samheitalyf) 7,3 Sólhattur 6,4 Kalk 11,4 Strepsils (hálstöflur) 6,8 Acidophilus 5,5 Lýsi i blöndu af vítamínum og fæðubótarefnum 10,9 Asetýlsalicylsýra (Magnýl) 500 mg 5,5 Penzím 5,5 E-vítamín 10,5 Nezeril (nefdropar) 4,5 Angelica 3,6 Omega-3 fitusýrur 8,2 Q-10 3,6 ingalistanum. í hópi fólks 70-79 ára voru þessar tölur 68,3% og 26,8%. í elsta hópnum (80 ára og eldri) gekk 52,6% mjög vel og 21,1% frekar vel. Rúmum 10% þeirra elstu gekk frekar illa en enginn á aldrin- um 20-49 ára hafði svarað því til. Hins vegar svöruðu 2,6% fólks 40-49 ára að sér hefði gengið mjög illa og 3,2% fólks á aldrinum 50-59 ára. Þar sem hlutfall þeirra sem gekk frekar illa eða mjög illa að svara var mjög lágt var ekki gert kí-kvaðrat-próf. Rúm 60% svöruðu öllum spurningum á 10 mínút- um eða skemmri tíma, 29% vörðu 10-20 mínútum og 11% voru lengur en 20 mínútur. Allir í yngri hópun- uni (20-49 ára) svöruðu á 20 mínútum eða skemur, en hlutfall þeirra sem svöruðu á lengri tíma en 20 mínútum virtist aukast með aldri (13,0% hjá 50-59 ára, 17,8% hjá 60-69 ára, 22,5% hjá 70-79 ára og 27,8% hjá 80 ára og eldri). Ekki var þó um tölfræði- lega marktækan mun milli aldurshópa að ræða. Svör fengust ekki hjá 14 einstaklingum um spurn- inguna um hvernig gekk að svara og ekki hjá 20 ein- staklingum um tímann sem svörun tók. Notkun efnanna Aðeins 15 einstaklingar (6,8%) svöruðu að þeir hefðu ekki notað neitt af þeim lyfjum og efnum sem spurt var um. Algengi notkunar náttúruefna var 46,8%, 75,9% fyrir vítamín, stein- og snefilefni og 69,5% fyrir lausasölulyf. Notkun efnanna mældist meiri meðal kvenna í öllum þremur flokkum þó svo ekki sæist tölfræðilega marktækur munur á kynjunum. Munurinn virtist mestur hvað varðar náttúru- og fæðubótarefni (46,8% á móti 40,0%; %:=3,245; p=0,07). Fyrir vítamín, stein- og snefilefni voru niðurstöðurnar 75,9% fyrir konur og 72,4% fyrir karla; og fyrir lausasölulyf 69,5% á móti 68,6%. Á mynd 3 má sjá notkun umspurðra efna og lyfja eftir aldursflokki. Ekki var hægt að sjá tölfræðilega marktækan mun á notkunarmynstri eftir aldri. Notkun vítamína, stein- og snefilefna virtist þó algengust meðal eldra fólks en náttúru- og fæðubótarefnin voru mest notuð af fólki á miðjum aldri. Algengustu efni og iyf í töflu II eru sýnd algengustu lyf og efni sem notuð voru af þátttakendum í þessari rannsókn. Þar sést að hvítlaukur var algengasta náttúru- og fæðubótarefn- ið, þar næst komu vörur sem innihéldu glúkósamíns- úlfat og chondroitin (innihaldsefni Liðaktíns), grænt te, aloe vera, sólhattur, acidophilus, Penzím, Ang- elica og Q-10. Lýsi hafði yfirburði í flokki vítamína, stein- og snefilefna. Ef teknar eru saman þær vörur sem inni- halda lýsi er algengi notkunar 59,1%. Ef lögð eru saman öll þau fjölvítamín sem spurt var um að und- anskildum þeim sem innihalda lýsi var algengi notk- unar 34,8%. Tæp 73% lýsisneytenda sögðust nota lýsi að staðaldri og rúmlega 75% af þeim sem taka fjölvítamín. Af stökum vítamínum var C-vítamín algengast (20,9%). Mesta staðaldursnotkunin var hins vegar á E-vítamíni (74,0%). Kalk var langmest notaða steinefnið (11,4%) og var það notað að stað- aldri í 60% tilfella. Eins og sjá má í töflu II tilheyra flest lausasölulyf- in flokki verkjalyfja. Alls höfðu 38,6% svarenda not- að eitthvert þeirra verkjalyfja sem fást í lausasölu og hafði einn þátttakandi notað fimm mismunandi verkjalyf á þessu tveggja vikna tímabili sem spurt var um. Læknablaðið 2003/89 783
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.