Læknablaðið - 15.10.2003, Page 47
FRÆÐIGREIN / NOTKUN NÁTTÚRUEFNA
Tafla II. Algengustu lausasölulyf, náttúru-, fæðubótarefni, vítamín og skyld efni. Hlutfall þátttakenda sem svaraöi aö þeir heföu neytt efnanna á síöustu
tveimur vikum. (N=220).
Lausasölulyf % Náttúru- & fæðubótarefni % Vítamín og skyldar vörur %
Ibúprófen 15,9 Hvítlaukur 14,5 Lýsi 48,2
Parasetamól+Kódein (Parkódín) 15,9 Glúkosamín+Kondriotín (Liðaktín) 9,1 Fjölvítamín 34,8
Asetýlsalicylsýra (Magnýl) 150 mg 15,5 Grænt te 7,8 C-vítamín 20,9
Panodil (parasetamól) 7,7 Aloe vera 6,8 B-vítamin (blanda) 12,7
Parasetamól (samheitalyf) 7,3 Sólhattur 6,4 Kalk 11,4
Strepsils (hálstöflur) 6,8 Acidophilus 5,5 Lýsi i blöndu af vítamínum og fæðubótarefnum 10,9
Asetýlsalicylsýra (Magnýl) 500 mg 5,5 Penzím 5,5 E-vítamín 10,5
Nezeril (nefdropar) 4,5 Angelica 3,6 Omega-3 fitusýrur 8,2
Q-10 3,6
ingalistanum. í hópi fólks 70-79 ára voru þessar tölur
68,3% og 26,8%. í elsta hópnum (80 ára og eldri)
gekk 52,6% mjög vel og 21,1% frekar vel. Rúmum
10% þeirra elstu gekk frekar illa en enginn á aldrin-
um 20-49 ára hafði svarað því til. Hins vegar svöruðu
2,6% fólks 40-49 ára að sér hefði gengið mjög illa og
3,2% fólks á aldrinum 50-59 ára. Þar sem hlutfall
þeirra sem gekk frekar illa eða mjög illa að svara var
mjög lágt var ekki gert kí-kvaðrat-próf.
Rúm 60% svöruðu öllum spurningum á 10 mínút-
um eða skemmri tíma, 29% vörðu 10-20 mínútum og
11% voru lengur en 20 mínútur. Allir í yngri hópun-
uni (20-49 ára) svöruðu á 20 mínútum eða skemur,
en hlutfall þeirra sem svöruðu á lengri tíma en 20
mínútum virtist aukast með aldri (13,0% hjá 50-59
ára, 17,8% hjá 60-69 ára, 22,5% hjá 70-79 ára og
27,8% hjá 80 ára og eldri). Ekki var þó um tölfræði-
lega marktækan mun milli aldurshópa að ræða.
Svör fengust ekki hjá 14 einstaklingum um spurn-
inguna um hvernig gekk að svara og ekki hjá 20 ein-
staklingum um tímann sem svörun tók.
Notkun efnanna
Aðeins 15 einstaklingar (6,8%) svöruðu að þeir
hefðu ekki notað neitt af þeim lyfjum og efnum sem
spurt var um. Algengi notkunar náttúruefna var
46,8%, 75,9% fyrir vítamín, stein- og snefilefni og
69,5% fyrir lausasölulyf.
Notkun efnanna mældist meiri meðal kvenna í
öllum þremur flokkum þó svo ekki sæist tölfræðilega
marktækur munur á kynjunum. Munurinn virtist
mestur hvað varðar náttúru- og fæðubótarefni
(46,8% á móti 40,0%; %:=3,245; p=0,07). Fyrir
vítamín, stein- og snefilefni voru niðurstöðurnar
75,9% fyrir konur og 72,4% fyrir karla; og fyrir
lausasölulyf 69,5% á móti 68,6%. Á mynd 3 má sjá
notkun umspurðra efna og lyfja eftir aldursflokki.
Ekki var hægt að sjá tölfræðilega marktækan mun
á notkunarmynstri eftir aldri. Notkun vítamína,
stein- og snefilefna virtist þó algengust meðal eldra
fólks en náttúru- og fæðubótarefnin voru mest notuð
af fólki á miðjum aldri.
Algengustu efni og iyf
í töflu II eru sýnd algengustu lyf og efni sem notuð
voru af þátttakendum í þessari rannsókn. Þar sést að
hvítlaukur var algengasta náttúru- og fæðubótarefn-
ið, þar næst komu vörur sem innihéldu glúkósamíns-
úlfat og chondroitin (innihaldsefni Liðaktíns), grænt
te, aloe vera, sólhattur, acidophilus, Penzím, Ang-
elica og Q-10.
Lýsi hafði yfirburði í flokki vítamína, stein- og
snefilefna. Ef teknar eru saman þær vörur sem inni-
halda lýsi er algengi notkunar 59,1%. Ef lögð eru
saman öll þau fjölvítamín sem spurt var um að und-
anskildum þeim sem innihalda lýsi var algengi notk-
unar 34,8%. Tæp 73% lýsisneytenda sögðust nota
lýsi að staðaldri og rúmlega 75% af þeim sem taka
fjölvítamín. Af stökum vítamínum var C-vítamín
algengast (20,9%). Mesta staðaldursnotkunin var
hins vegar á E-vítamíni (74,0%). Kalk var langmest
notaða steinefnið (11,4%) og var það notað að stað-
aldri í 60% tilfella.
Eins og sjá má í töflu II tilheyra flest lausasölulyf-
in flokki verkjalyfja. Alls höfðu 38,6% svarenda not-
að eitthvert þeirra verkjalyfja sem fást í lausasölu og
hafði einn þátttakandi notað fimm mismunandi
verkjalyf á þessu tveggja vikna tímabili sem spurt var
um.
Læknablaðið 2003/89 783