Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2003, Page 57

Læknablaðið - 15.10.2003, Page 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDSPÍTAL Aðstaða sjúklinga á Landspítala Höfundur er annar tveggja fulltrúa starfsmanna í stjórn Landspítala. Samkvæmt lögum og reglugerð um stjórn sjúkrahúsa er það m.a. hlutverk fulltrúa starfsmanna í stjórnum þeirra að benda á það sem miður er í aðstöðu starfsmanna og skjólstæðinga sjúkrahúsa. í nokkur skipti á undanförnum misserum hefur höfundur fært í tal á fundum stjórnarnefndar spítal- ans áhyggjur sínar af fjölgun spítalasýkinga á Landspítala sl. ár. Það má rekja m.a. til aukinnar um- setningar sjúklinga, aukins bráðleika veikinda hjá þeim sem leggjast inn á sjúkrahúsið og ófullnægjandi salernis- og hreinlætisaðstöðu sjúklinga á mörgum sjúkradeildum spítalans. Til að kanna aðstöðu sjúklinga á helstu legudeild- um spítalans þar sem hreinlæti skiptir miklu fór höf- undur á ýmsar deildir sjúkrahússins til að finna út af eigin raun hvernig salernismálum og skipan sjúk- linga á sjúkrastofur er háttað. Um er að ræða óform- lega könnun en frá niðurstöðum er greint hér að neð- an. Könnun á aðstöðu sjúklinga Þann 8. ágúst sl. var könnun framkvæmd af höfundi þar sem rætt var við hjúkrunardeildarstjóra eða stað- gengil þeirra á sjúkradeildum í meðfylgjandi töflu. Spurt var um fjölda rúma á deild, um fjölda ein-, tví- og þríbýla auk herbergja með fleiri rúm en en þríbýli. Síðan var spurt um fjölda salerna og sturtur fyrir sjúklinga. Niðurstöður eru sýndar í töflu 1. Á degi könnunarinnar voru 336 rúm opin fyrir sjúklinga á 19 opnum sjúkradeildum (5 deildir voru lokaðar). Alls voru 373 rúm á framangreindum deildum en 27 rúm voru lokuð. Einbýli voru 13% af framboði sjúkrarúma, tvíbýli 44%, þríbýli 20% og fjórbýli eða fleirbýli 23%. Á18 deildum voru einbýli (2 deildir með 1 einbýli, 7 með 2 einbýli, 7 með 3 einbýli, 1 með 4 einbýli og 1 með 7 einbýli); 17 deildir höfðu tvíbýli (1 deild með 1 tvíbýli, 1 með 2 tvíbýli, 2 með 3 tvíbýli, 3 með 4 tví- býli, 6 með 5 tvíbýli, 1 með 6 tvíbýli,! með 7 tvíbýli, 1 með 8 tvíbýli og 1 með 10 tvíbýli); 9 deildir höfðu þrí- býli (2 með 1 þríbýli, 1 með 2 þribýli, 4 með 3 þríbýli, 1 með 4 þríbýli og 1 með 5 þríbýli); 7 deildir höfðu fjórbýli; 1 deild fimmbýli; 3 deildir sexbýli og 1 deild sjöbýli. Fjórtán af 19 deildum (74%) sem voru kann- aðar höfðu eitt eða fleiri þríbýli eða stærri stofur fyr- ir sjúklinga. Kannaður var fjöldi salerna á sömu sjúkradeild- um. Alls voru 130 salerni á 19 deildum fyrir sjúklinga, eða 2,6 sjúkling per salerni (2,9 sjúkling per salerni ef öll sjúkrastæði væru nýtt). Þegar horft er til þess hvernig salernisaðstöðu er háttað á einstökum deild- Tafla I. deild fjöldi rúma einbýli tvíbýli bríbýli > þríbýla fjöldi salerna fjöldi sturta 11 E 12 4 4 0 0 6 2 12 E 15 2 7 0 0 7 4 13 E lokað 14 E 21 3 5 0 2x41 7 11 G 13 3 5 0 0 7 3 12 G 22 2 6 2x4 6 2 13 G lokaö 14 G 21 3 5 0 2x4 7 13 D 15 2 0 5 0 6 2 11 B lokað 13 B 13 0 1 0 6+4+22 1 0 13 A lokaö 20 A 13 2 3 2 6+7+4 7 5 22B 13 2 4 1 0 3 4 22 A 20 1 4 3 1x4 5 5 A2 12 1 0 0 3x4 6 2 A 4 lokaö A 5 23 3 3 1 5x1 ;6x2 5 1 A 6 22 2 10 0 0 7 5 A 7 23 7 8 0 0 14 9 B 2 20 3 5 3 0 9 2 B 4 20 3 5 3 0 9 2 B 6 20 3 5 3 0 9 2 B 7 18 2 2 4 0 9 2 Samtals 336 48 82 25 19 130 52 1. 2x4 táknar tvö 4ra manna herbergi 2. 6+4+2 táknar 3 fjölbýli, 1 sexmanna, 1 fjögurramanna og annaö fjögurramanna meö 2 sjúklingum um spítalans vekur athygli að á deild 13 B (blóðskil- unardeild) er einungis eitt salerni fyrir 12 sjúklinga- stæði (það voru 13 sjúklingar á degi könnunar). Það eru 23 einbýli sem hafa sér salerni. Það tákn- ar að fjöldi sjúkinga per salerni að meðaltali þegar frádregnir hafa verið þeir sem hafa einkasalerni er 3,1 (eða 3,5 þegar gert er ráð fyrir fullri nýtingu deilda). Höfundur er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala. Már Kristjánsson Læknablaðið 2003/89 793

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.