Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDSPÍTAL Aðstaða sjúklinga á Landspítala Höfundur er annar tveggja fulltrúa starfsmanna í stjórn Landspítala. Samkvæmt lögum og reglugerð um stjórn sjúkrahúsa er það m.a. hlutverk fulltrúa starfsmanna í stjórnum þeirra að benda á það sem miður er í aðstöðu starfsmanna og skjólstæðinga sjúkrahúsa. í nokkur skipti á undanförnum misserum hefur höfundur fært í tal á fundum stjórnarnefndar spítal- ans áhyggjur sínar af fjölgun spítalasýkinga á Landspítala sl. ár. Það má rekja m.a. til aukinnar um- setningar sjúklinga, aukins bráðleika veikinda hjá þeim sem leggjast inn á sjúkrahúsið og ófullnægjandi salernis- og hreinlætisaðstöðu sjúklinga á mörgum sjúkradeildum spítalans. Til að kanna aðstöðu sjúklinga á helstu legudeild- um spítalans þar sem hreinlæti skiptir miklu fór höf- undur á ýmsar deildir sjúkrahússins til að finna út af eigin raun hvernig salernismálum og skipan sjúk- linga á sjúkrastofur er háttað. Um er að ræða óform- lega könnun en frá niðurstöðum er greint hér að neð- an. Könnun á aðstöðu sjúklinga Þann 8. ágúst sl. var könnun framkvæmd af höfundi þar sem rætt var við hjúkrunardeildarstjóra eða stað- gengil þeirra á sjúkradeildum í meðfylgjandi töflu. Spurt var um fjölda rúma á deild, um fjölda ein-, tví- og þríbýla auk herbergja með fleiri rúm en en þríbýli. Síðan var spurt um fjölda salerna og sturtur fyrir sjúklinga. Niðurstöður eru sýndar í töflu 1. Á degi könnunarinnar voru 336 rúm opin fyrir sjúklinga á 19 opnum sjúkradeildum (5 deildir voru lokaðar). Alls voru 373 rúm á framangreindum deildum en 27 rúm voru lokuð. Einbýli voru 13% af framboði sjúkrarúma, tvíbýli 44%, þríbýli 20% og fjórbýli eða fleirbýli 23%. Á18 deildum voru einbýli (2 deildir með 1 einbýli, 7 með 2 einbýli, 7 með 3 einbýli, 1 með 4 einbýli og 1 með 7 einbýli); 17 deildir höfðu tvíbýli (1 deild með 1 tvíbýli, 1 með 2 tvíbýli, 2 með 3 tvíbýli, 3 með 4 tví- býli, 6 með 5 tvíbýli, 1 með 6 tvíbýli,! með 7 tvíbýli, 1 með 8 tvíbýli og 1 með 10 tvíbýli); 9 deildir höfðu þrí- býli (2 með 1 þríbýli, 1 með 2 þribýli, 4 með 3 þríbýli, 1 með 4 þríbýli og 1 með 5 þríbýli); 7 deildir höfðu fjórbýli; 1 deild fimmbýli; 3 deildir sexbýli og 1 deild sjöbýli. Fjórtán af 19 deildum (74%) sem voru kann- aðar höfðu eitt eða fleiri þríbýli eða stærri stofur fyr- ir sjúklinga. Kannaður var fjöldi salerna á sömu sjúkradeild- um. Alls voru 130 salerni á 19 deildum fyrir sjúklinga, eða 2,6 sjúkling per salerni (2,9 sjúkling per salerni ef öll sjúkrastæði væru nýtt). Þegar horft er til þess hvernig salernisaðstöðu er háttað á einstökum deild- Tafla I. deild fjöldi rúma einbýli tvíbýli bríbýli > þríbýla fjöldi salerna fjöldi sturta 11 E 12 4 4 0 0 6 2 12 E 15 2 7 0 0 7 4 13 E lokað 14 E 21 3 5 0 2x41 7 11 G 13 3 5 0 0 7 3 12 G 22 2 6 2x4 6 2 13 G lokaö 14 G 21 3 5 0 2x4 7 13 D 15 2 0 5 0 6 2 11 B lokað 13 B 13 0 1 0 6+4+22 1 0 13 A lokaö 20 A 13 2 3 2 6+7+4 7 5 22B 13 2 4 1 0 3 4 22 A 20 1 4 3 1x4 5 5 A2 12 1 0 0 3x4 6 2 A 4 lokaö A 5 23 3 3 1 5x1 ;6x2 5 1 A 6 22 2 10 0 0 7 5 A 7 23 7 8 0 0 14 9 B 2 20 3 5 3 0 9 2 B 4 20 3 5 3 0 9 2 B 6 20 3 5 3 0 9 2 B 7 18 2 2 4 0 9 2 Samtals 336 48 82 25 19 130 52 1. 2x4 táknar tvö 4ra manna herbergi 2. 6+4+2 táknar 3 fjölbýli, 1 sexmanna, 1 fjögurramanna og annaö fjögurramanna meö 2 sjúklingum um spítalans vekur athygli að á deild 13 B (blóðskil- unardeild) er einungis eitt salerni fyrir 12 sjúklinga- stæði (það voru 13 sjúklingar á degi könnunar). Það eru 23 einbýli sem hafa sér salerni. Það tákn- ar að fjöldi sjúkinga per salerni að meðaltali þegar frádregnir hafa verið þeir sem hafa einkasalerni er 3,1 (eða 3,5 þegar gert er ráð fyrir fullri nýtingu deilda). Höfundur er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala. Már Kristjánsson Læknablaðið 2003/89 793
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.