Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 62

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR A5 gagnrýna uppá viö Bætum upplýsingakerfin! Hann nefndi annað dæmi af hjúkrunarfræðingi sem ó- vart gaf sjúklingi vöðvaslakandi lyf þegar það átti ekki við. Þegar læknarnir undruðust viðbragðaleysi sjúk- lingsins brást hjúkrunarfræðingurinn við með því að viðurkenna strax mistökin og benda á leið til að bregð- ast við þeim. Það var gert og allt fór vel. Yfirlæknirinn á þessari deild brást þannig við að á næsta fundi kallaði hann hjúkrunarfræðinginn upp, hrósaði henni í hástert fyrir rétt viðbrögð og sagði að það væri einmitt svona fólk sem spítalinn þyrfti að hafa sem mest af. Jesper nefndi þetta sem dæmi um rétt en því mið- ur of sjaldgæf viðbrögð. „Við erum allt of upptekin við að finna þann sem gerði mistökin í stað þess að spyrja af hverju þau urðu,” sagði hann. Hann nefndi ríkjandi viðbrögð „blame, shame and punishment” uppá ensku, eða sekt, skömrn og refsingu. Hann mælti með því að komið yrði á svipuðu kerfi og komið hefur verið á í ýmsum atvinnugrein- um, til dæmis kjarnorkuverum. Þar hafa menn að sjálfsögðu komið upp tæknilegum öryggiskerfum sem eiga að afstýra slysum, en það eitt nægir ekki. Þeir hafa því lagt rækt við öryggismenningu sem byggist á því að starfsmenn geti sagt frá öllu sem aflaga fer án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Jesper vísaði rétt einn ganginn til flugsins og sagði sögu af aðstoðarflugstjóranum sem heyrist spyrja á upptökunni í svarta kassanum: - Flugstjóri, erum við ekki að koma heldur hratt og lágt inn til lendingar? Ekkert svar heyrist frá flugstjóranum svo aðstoðar- maðurinn endurtekur spurninguna en tekst ekki að ljúka henni áður en flugvélin brotlendir. Heilbrigðiskerfið er pýramídi þar sem þeir lægra settu eiga oft afar erfitt með að gagnrýna eða leið- rétta þá sem ofar eru. Það er ekki gott fyrir starfs- framann og kostar auk þess leiðindi það sem eftir er vikunnar. „Við erurn of föst í vanahugsunum um völd og stöðu enda eru læknar lítt hrifnir af breyting- Nokkrir af ábúendum á um,” sagði Jesper og hvatti til þess að læknar litu til Hólum 22.-23. ágúst sl. annarra starfsgreina eftir fyrirmyndum. En hvað er hægt að gera? Hvað er brýnast? Jesper sagðist hafa lagt þá spurningu fyrir Donald Berwick hjá Institute of Health Care Improvement í Boston hvað væri brýnasta úrlausnarefnið til að draga úr al- varlegum óhöppum í heilbrigðiskerfinu. Svarið var að bæta upplýsingakerfin og koma á rafrænum sjúkraskrám sem tengdar eru gagnagrunni um lyfja- gjöf til sjúklinga. Þetta rökstuddi hann með því að benda á að um 30% af hundraði alvarlegra óhappa stafa af mistökum við lyfjagjöf. Nú er verið að gera tilraunir með slík kerfi á nokkrum stöðum, þar á meðal í Colorado í Banda- ríkjunum. Þar mætir hjúkrunarfræðingur sjúklingi með fartölvu og strikamerkjaskanna. Fartölvan er tengd þráðlaust við rafræna sjúkraskrá og lyfjagagna- grunn sjúkrahússins og hún bregður skannanum á lyfjapakkann sem hún er með og einnig á strikamerki í armbandi sjúklings. Passi upplýsingarnar ekki sam- an fær hjúkrunarfræðingurinn aðvörun um að ekki sé heimilt að gefa sjúklingnum þessi lyf og að hann skuli leita ráða hjá viðkomandi lækni. „Við höfum lengi barist fyrir því að fá svona kerfi í Danmörku og nú hillir undir að það verði að veru- leika. Yfirvöld sjúkrahúsmála hafa heitið okkur svona kerfi árið 2006 en við óttumst að inn í það muni vanta ýmis öryggisatriði, svo sem að tekið sé mið af þyngd sjúklings og hvort hann er með lyfjaof- næmi. Einnig þarf kerfið að vara við óvanalegum lyfjasamsetningum, frá- eða ábendingum sem stang- ast á og svo framvegis. Ef þetta verður ekki innbyggt í kerfið er verr af stað farið en heima setið,” sagði Jesper. Hann sagði að eins og kerfið er núna gæti margt farið úrskeiðis, ekki síst við meðferð upplýsinga. Til dæmis tíðkaðist enn að upplýsingar sem birtast á skjá væru skrifaðar niður handvirkt og færðar inní sjúkra- skrár sem fyndust svo aldrei þegar á þyrfti að halda. „Það þarf að koma á kerfi sem man að þessi sjúkling- ur er með ofnæmi fyrir ákveðnu lyfi. Af hverju ætti sjúklingurinn að muna eftir að segja lækni eða hjúkr- unarfræðingi frá þessu í hvert sinn sem hann kemur? Læknasamtökin hafa að sjálfsögðu áhyggjur af trún- aðarsambandi læknis og sjúklings en þau mega ekki gleyma því að sjúklingar gera þá kröfu til heilbrigðis- kerfisins að það muni það sem því er sagt,” sagði Jesper Poulsen. Stuðningur í stað refsinga Þegar hann hafði lokið máli sínu var fundarmönnum gefinn kostur á að spyrja út í einstök atriði fyrirlestr- arins. Greinilegt var að íslenskir læknar áttu erfitt með að sjá fyrir sér annað kerfi en það sem nú er í gildi hér og í mörgum öðrum löndum varðandi á- byrgð lækna á gerðum sínum. Sigurður E. Sigurðsson 798 Læknablaðið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.